11.08.2015 - 20:05 | Hallgrímur Sveinsson
Berjasprettan: „Bláberjalyng vex allt í kring“
Við munum eftir laginu hans Ladda Dýrfirðings, þar sem þessi hending kemur fyrir.
En segjum sem svo að blessaður karlinn ætlaði að koma á berjamó einhvern þessara daga í Dýrafjörð að skoða bláberjalyngið. Þá kæmi hann í geitarhús að leita ullar, eins og þar stendur.
Það er algjörlega eiður svarinn að hér sé nokkur bláber eða aðalbláber að finna nema grænjaxla, eftir því sem tíðindamaður veit best.
En það er von í að einhver krækiber verði sumsstaðar í haust , ef ekki koma næturfrost í ágúst.
Hallgrímur Sveinsson.