A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
06.10.2015 - 20:25 | Morgunblaðið,BIB

Nýjar áskoranir framundan

Grisjun.  Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Guðni Þorsteinn Arnþórsson, aðstoðarskógarvörður, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, og Rúnar Ísleifsson, skógarvörður, virða fyrir sér stafla af nýgrisjuðu lerki í Vaglaskógi.
Grisjun. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Guðni Þorsteinn Arnþórsson, aðstoðarskógarvörður, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, og Rúnar Ísleifsson, skógarvörður, virða fyrir sér stafla af nýgrisjuðu lerki í Vaglaskógi.
« 1 af 4 »

• Jón Loftsson lætur af störfum sem skógræktarstjóri um áramót • Mikið starf síðustu áratugi


Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar um helgina og verða aðalstöðvar Skógræktar ríkisins áfram á Fljótsdalshéraði. Fyrirhugað er að sameina allt skógræktarstarf sem heyrir undir ráðuneytið í eina stofnun, þ.e. Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefnin í skógrækt (Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar).

...
Meira
06.10.2015 - 16:29 | Hallgrímur Sveinsson

Spurning dagsins: Hvenær á maður að bjóða gott kvöld?

Hér heilsast tveir þekktir menn. Hvort þeir hafa boðið gott kvöld eða góðan dag er ekki vitað.
Hér heilsast tveir þekktir menn. Hvort þeir hafa boðið gott kvöld eða góðan dag er ekki vitað.

Spekingarnir í heita pottinum á Þingeyri  spáðu mikið í það í morgun hvenær maður ætti að bjóða gott kvöld. Þetta er góð spurning sem gefur tilefni til að rifja upp hin gömlu eyktamörk, sem flestir eru búnir að gleyma. Það er upplagt að velta þessu fyrir sér.


   Eykt er heiti á tímalengd, sem er einn áttundi hluti sólarhringsins eða því sem næst þrjár klukkustundir hver. Eyktamörk eru þegar ein eykt endar og sú næsta byrjar. Eyktamörkin gengu undir ákveðnum heitum og voru helstu tímaviðmiðanir í daglegu tali.


Eyktarmörkin hétu:

...
Meira
06.10.2015 - 08:04 | Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpsspjall: - Gersemar í íslensku sjónvarpi

« 1 af 3 »

Orðið gersemi kemur víða fyrir í fornsögum okkar. Mætti gjarnan nota oftar á okkar tímum. Varla er ágreiningur um það að einhver mesta gersemi í íslensku sjónvarpi hefur verið Ómar Þ. Ragnarsson. Á fáa sína líka ef nokkra. Hemmi okkar Gunn gæti verið næsti bær. Eitt sinn spurði ég Hemma vin okkar hvort honum þætti þekkilegra að vinna í útvarpi eða sjónvarpi. Svar hans kemur kannski sumum á óvart: Útvarpi. Ekki spurning!


    Ekki fer á milli mála að einhver mesta gersemi í Ríkissjónvarpinu í dag er Vestfirðingurinn Þóra Arnórsdóttir.

...
Meira
05.10.2015 - 15:48 | Hallgrímur Sveinsson

Reykskynjarar eru lífsnauðsynlegir!

Reykskynjari.
Reykskynjari.
Það liggur á borðinu að reykskynjarar eru mikið þarfaþing. Þeir hafa bjargað mörgum mannslífum. Nú er hægt að fá reykskynjara sem flestir geta límt upp í loftið hjá sér. Engar skrúfur og ekki neitt! Og rafhlöður sem duga í 5 ár. Þetta er alveg satt! 
Við munum reka áróður fyrir reykskynjurum næstu daga hér á Þingeyrarvefnum.
Spurningin er: ...
Meira
05.10.2015 - 07:48 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr Árneshreppi á Ströndum - Passar alveg

Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson.
Þegar Kjartan Ólafsson var frambjóðandi og síðar þingmaður Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, hélt hann vel utan um flokksfélaga sína og fylgdist með vexti þeirra og viðgangi. 
Ferðalög Alþýðubandalagsins voru rómuð undir leiðsögn Kjartans og tóku fleiri þátt í þeim en flokksmenn einir. Þegar halla tók á níunda áratuginn á síðustu öld, var farið norður í Árneshrepp. Á heimleiðinni var komið við á Klúku í Bjarnarfirði. Þar bjó Pálmi Sigurðsson og þegar rennt var í hlað, mátti sjá barnavagn upp við íbúðarhúsið. Kjartan steig út úr rútunni og gekk rakleiðis að barnavagninum. Þegar hann hafði litið barnið augum sem í honum var, sagði hann stundarhátt;...
Meira
03.10.2015 - 06:46 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Landsbankinn: - Skjóta fyrst og spyrja svo!

Guðmundur Ingvarsson.
Guðmundur Ingvarsson.
« 1 af 3 »

„Með bréfi þessu vil ég greina þér frá því að Landsbankinn hefur ákveðið að sameina afgreiðslu sína á Þingeyri útibúi bankans á Ísafirði  frá og með 25. september.“


   Svo hljóðar upphaf bréfs sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, banka allra landsmanna, skrifar viðskiptavinum bankans í Dýrafirði,  dags. 18. september 2015.

...
Meira
02.10.2015 - 20:44 | bb.is,BIB

Þingeyri: -Verkstjóri og rekstrarstjóri reknir

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
„Við vorum rekin í gær, konan mín og ég,“ sagði Hafþór Guðmundsson nú fyrrverandi verkstjóri á Þingeyri í samtali við bb.is í gær. Hann var um árabil verkstjóri hjá Vísi hf. og síðan Íslensku sjávarfangi ehf. eftir að það fyrirtæki tók við rekstri frystihússins á Þingeyri. Sigríður Kristín Ólafsdóttir kona hans var rekstrarstjóri hjá sömu fyrirtækjum. Hafþór hefur enga aðra skýringu á brottrekstrinum en það sem hann hefur heyrt frá starfsfólkinu. „Þeir sögðu þeim í dag að við dönsum ekki á sömu línu og eigendurnir.“ 
Íslenskt sjávarfang tók við rekstri frystihússins á Þingeyri í vor eftir að Vísir hætti vinnslu í plássinu. Fyrirtækið rekur vinnsluna samkvæmt samkomulagi við Byggðastofnun um nýtingu á aflaheimildum stofnunarinnar. ...
Meira
01.10.2015 - 21:26 | Júlía B. Björnsdóttir,Björn Ingi Bjarnason

Framnes í Dýrafirði á forsíðu hvalveiðirits

Forsíða bókarinnar er frá Framnesi í Dýrafirði. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
Forsíða bókarinnar er frá Framnesi í Dýrafirði. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
« 1 af 7 »

Í dag, fimmtudaginn 1. október 2015, var útgáfuhóf í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík.


Þar var fagnað útgáfu bókarinnar –Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915- eftir sagnfræðinginn Smára Geirsson í Neskaupstað. Bókin er hin glæsilegasta og alls 588 síður með 470 myndum sem margar hafa ekki sést á Íslandi fyrr.
Útgáfudagurinn í dag er í söguanda; því slétt 100 ár eru frá því hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með lögum sem tóku gildi þann 1. október 1915.
Í bókinni er m.a. rakin saga allra hvelveiðistöðva Norðmanna á Íslandi árin 1883 – 1915 með fjölda glæsilegra mynda. 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31