A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Florence Nightingale, konan með lampann. Hjúkrunarkona allra hjúkrunarkvenna. Ljósm. ókunnur.
Florence Nightingale, konan með lampann. Hjúkrunarkona allra hjúkrunarkvenna. Ljósm. ókunnur.

Ársfundur Hjúkrunarkonunefndarinnar var haldinn nýlega í Sigmundarbúð. Eins og almenningi er kunnugt, er hlutverk þessarar nefndar að vinna að því með ráðum og dáð að hjúkrunarkona með fasta búsetu fáist til Þingeyrar.  
 

   Allir aðalmenn voru mættir nema Gunnar Sigurðsson meistari og arkitekt í Hlíð. Var hann ekki í bænum og var því með lögleg forföll. Varamaður hans, Guðmundur Ingvarsson, póstmeistari og leikmaður nr. 1 mætti í hans stað og svo voru að sjálfsögðu mættir Bjarni Georg Einarsson, útgerðarstjóri og fyrrum vörubifreiðarstjóri og Hallgrímur Sveinsson, léttadrengur og sjálfskipaður formaður.

Úr skýrslu stjórnarinnar

Í ársskýrslu stjórnar kom fram að mikið hefði verið unnið í hjúkrunarkonumálunum á árinu. Má segja að nefndarmenn séu gengnir upp að hnjám í sínu starfi. Eru þau mál nú í eins góðum farvegi og hægt er að ætlast til, þó svo engin hjúkrunarkona sé enn formlega staðsett á Þingeyri eins og var í gamla daga. Telur nefndin að allar hjúkrunarkonur á svæðinu, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, terapistar og nefndu það bara, séu alveg einstakar. Fá þær mjög góða einkunn hjá nefndinni fyrir hlýleika og skörungsskap í starfi.

   Gárungarnir sögðu í fyrra að þeir félagar hafi sett það á oddinn að hjúkrunarkonan verði að vera bæði ung og lagleg og kunna til verka. Því var vísað á bug á fundinum. Aðal atriðið er að hún sé með hjartað á réttum stað. Ef hana vantar mann þá mun Hjónabandsmiðlun Hemma og Hallgríms, fjármála-og greiðsluþjónusta ehf sjá um það mál.

   Segja lausafréttir að þeir félagar í hjúkrunarkonunefndinni vinni á fullu í málinu og hafi rætt við ráðherra og aðra ráðamenn, en einungis strandi á fjárveitingunni. 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31