A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
Nokkurnveginn beint upp af rafmagnsstaurnum utan Rauðsstaða verður gangamunnur Dýrafjarðarganga í fjallshlíðinni Arnarfjarðarmegin. Ljósm. H. S.
Nokkurnveginn beint upp af rafmagnsstaurnum utan Rauðsstaða verður gangamunnur Dýrafjarðarganga í fjallshlíðinni Arnarfjarðarmegin. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »
Næst er frá því að segja í þessari ferðarollu, að við áðum á Rauðsstöðum og tókum mynd af fjallshlíðinni þar sem Dýrafjarðargöng eiga að koma út Arnarfjarðarmegin. 
Svo var haldinn fundur í fjáhúsunum á Borg. Þar kom fram hjá  einum fundarmanna, Steinari R. Jónassyni rafstöðvarstjóra, að frú Ólöf Nordal hefði lýst því yfir fyrir austan um daginn, að Dýrafjarðargöng yrðu næst í gangaröðinni....
Meira
19.11.2015 - 20:34 | BIB,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Jóhann Gunnar Ólafsson

Jóhann Gunnar Ólafsson.
Jóhann Gunnar Ólafsson.
Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902, sonur Ólafs Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vík og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar Eyþórsdóttur húsfreyju.

Foreldrar Ólafs voru Arinbjörn Ólafsson, bóndi og útgerðarmaður í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, og Kristín Björnsdóttir, f. Beck. Sigríður var systir Ásgeirs, föður Ásgeirs forseta og Ragnars ráðunautar, föður Úlfs læknis. Systir Sigríðar var Jóhanna, móðir Eyþórs Gunnarssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis, föður Gunnars fréttamanns, föður Eyþórs tónlistarmanns.


Sigríður var dóttir Eyþórs Felixsonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristínar Grímsdóttur húsfreyju.


Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR 1923, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1927 og öðlaðist hrl.-réttindi 1968.

...
Meira
Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: BIB
Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Heimildamyndin Veðrabrigði verður frumsýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 19. nóvember 2015, og verður sýnd í eina viku, fram til 2. desember. Leikstjóri myndarinnar er Ásdís Thoroddsen og framleiðendur Hjálmtýr Heiðdal og Heather Millard. Í myndinni er fjallað um íbúa á Flateyri sem berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins....
Meira
Snæuglan á rafmagnsstaurnum. Ljósm H. S.
Snæuglan á rafmagnsstaurnum. Ljósm H. S.
« 1 af 3 »
Þegar við komum að Hjallkárseyri sáum við snæuglu þar í fjörunni. Héldum fyrst að þetta væri grámávur eða jafnvel örn. Þegar að var gáð sáum við af hyggjuviti okkar að þetta hlyti að vera snæugla. Hún settist í fjöruna, en flaug svo upp og tyllti sér á staur frá Orkubúinu, Mjólkárlínu 1. Það varð auðvitað uppi fótur og fit og náðist engin almennileg mynd af kellu, ef þetta var þá ekki bara karl! Stór og föngulegur fugl með mikið vænghaf. Seinna fengum við staðfest að Mjólkármenn höfðu séð þennan sjaldgæfa fugl á Mjólkárhlíð eða Meðalnesi....
Meira
18.11.2015 - 20:20 | Vestfirska forlagið

Ný Hornstrandabók komin út hjá Vestfirska forlaginu

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út ný Hornstrandabók. Það er Hornstrandir og Jökulfirðir, Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi 5. bók. Hallgrímur Sveinsson tók saman.


Uppistaðan í Hornstrandabók 5. er  greinin Yst á Hornströndum Ferðaminningar  frá 1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn góðkunna. Þessar frásagnir Jóhanns, sem ekki hafa birst áður,  eru í raun ómetanlegar fyrir þá sem láta sig Hornstrandir og fyrrum íbúa þeirra einhverju skipta.

...
Meira
Sér inn á Borgarfjörð. Karlsstaðir í forgrunni. Baðstofan var aðeins tvö stafgólf, eða tvær rúmlengdir. Ljósm. H. S.
Sér inn á Borgarfjörð. Karlsstaðir í forgrunni. Baðstofan var aðeins tvö stafgólf, eða tvær rúmlengdir. Ljósm. H. S.

Næst var komið við á Karlsstöðum innan Hrafnseyrar. Sú jörð var talin 12 hundruð að dýrleika. Þó þar sýnist ekki búskaparlegt að nútíma hætti, þá leyndi þessi litla jörð á sér. Þar bjuggu síðast Júlíus Pálsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau áttu fjölda barna.  


   Ein dóttir þeirra hjóna kom einu sinni við á Hrafnseyri

...
Meira
Hrafnseyri við Arnarfjörð.   Í baksýn fjallið Ánarmúli. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.
Hrafnseyri við Arnarfjörð. Í baksýn fjallið Ánarmúli. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.

Sunnudaginn 15. nóv.  2015 fór oddviti Auðkúluhrepps í eftirlitsferð um Arnarfjörð með fríðu föruneyti. Framan af degi var sól um allan fjörð og fallegt haustveður. Þykknaði upp er leið á daginn.


   Fyrst var komið við á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og Hrafns Sveinbjarnarsonar læknis og goðorðsmanns, sem einn örfárra forystumanna á Sturlungaöld stundaði ekki mannvíg. Hann hafði líknandi hendur og tók marga til sín sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda, auk þeirra sem hann læknaði á ferðum sínum. Enda talinn fyrsti lærði læknir hér á landi. Hann hafði tvö skip í förum. Annað á Arnarfirði og hitt á Breiðafirði. Þetta voru nokkurs konar ferjur og fengu allir ókeypis far yfir firðina sem þurftu. Svo segir sagan.

...
Meira
17.11.2015 - 14:56 | Fréttablaðið,BIB

List á Vestfjörðum komin út

Thelma Hjaltadóttir, ritstjóri tímaritsins List á Vestfjörðum.
Thelma Hjaltadóttir, ritstjóri tímaritsins List á Vestfjörðum.
« 1 af 3 »

„Við höfum gert róttækar breytingar á ritinu, breytt stefnu þess og fjölgað útgáfudögum,“ segir Thelma Hjaltadóttir, ritstjóri tímaritsins List á Vestfjörðum sem nú er nýkomið út í breyttri mynd. Hún segir blaðinu dreift frítt í hvert hús á Vestfjörðum. En um hvað er hún að skrifa?


„Bara til að nefna einhver dæmi sem lýsa breiddinni þá er sagt frá leikriti sem nýbúið er að frumsýna á Ströndum, það kallast Draugasaga og er eftir Strandamann, við segjum frá sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á sögu Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds í Ísafjarðardjúpi á öndverðri síðustu öld, sem kvikmyndafélagið Í einni sæng er með í smíðum. Svo er tónlistarmaðurinn Skundi að gefa út hljóðbók um músafjölskyldu í Súðavík og henni gefum við gaum. Við erum með viðtal við Ragnheiði Gröndal söngkonu og Fjallabræður segja skondna sögu í kringum nafngift nýja disksins þeirra. Svona mætti lengi telja.“

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31