A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
26.10.2015 - 09:09 | Hallgrímur Sveinsson

Nýja brúin á Ósá komin í gagnið viku á undan áætlun!

Nýja brúin á Ósá í Mosdal í Arnarfirði er komin í gagnið, viku á undan áætlun. Enn er þó eftir að ganga frá ýmsu smálegu við brúna eins og handriðum og fleira. Ekki verður annað sagt en hér hafi verið vasklega að unnið. Er það brúarvinnuflokkur frá Hvammstanga sem hér hefur staðið að verki undir stjórn Sigurðar Halls Sigurðssonar. Er hann bróðir Guðmundar Sigurðssonar brúarsmiðs, sem á sínum tíma stjórnaði verki við brúna á Dynjandisá. Það var Valdemar Jónsson, verktaki hjá Græði í Varmadal í Önundarfirði, sem varð svo frægur að aka fyrstur manna yfir nýju brúna á bíl sínum.


Mynd: Frá Ósá í upphafi framkvæmda við brúna fyrir nokkrum dögum. Mynd af nýju brúnni kemur seinna. Ljósm. H. S.  

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31