04.11.2015 - 06:49 | bb.is,Vestfirska forlagið
Vestfjarðatíðindi komin út
Í nýjasta hefti vefritsins Vestfjarðatíðinda eru að finna vangaveltur um hvaða stefnu Vestfirðir vilja marka sér í atvinnumálum til framtíðar og má segja að þar sé lagður talsverður þungi á að halda á lofti merkjum sjávarútvegs í sinni víðustu mynd. Þar er meðal annars að finna grein undir fyrirsögninni „Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins?“ Þar segir að ekki dugi til hnífs og skeiðar Vestfirðinga allar þær skýrslur sem gerðar hafi verið um fjórðunginn undanfarna áratugi og spyr greinahöfundur sig og lesendur hvort lausnina sé að finna í ferðaþjónustu, hvort Vestfirðingar vilji sjá hér ferðamenn allan ársins hring og „leggja niður alla frumatvinnuvegi og snúa sér að því að vera bugtandi ferðaþjónar?“ Segir að Vestfirðingar fái ekki að njóta þeirra gæða landsins sem blasi hvarvetna við og „ljóst er að það kostar blóð, svita og tár að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á Vestfjörðum.“
Í annarri grein „Og fiskurinn syndir upp í kálgarða!“ segir að öllum nema ráðamönnum þjóðarinnar sé ljóst að byggðakvótar séu smá-skammtalækningar sem leysa engan vanda. Að ráðamenn tönglist á að skjóta þurfi fleiri stoðum undir atvinnuvegina hér vestra, sem greinarhöfundur segir vera brandara og orðaleikur. Hann segir vanta sárlega hugmyndaflug og einbeitingu til að styðja það sem fyrir er, sem og almenna skynsemi
Vefnotendur geta orðið sér út um Vestfjarðatíðindin hér.
Í annarri grein „Og fiskurinn syndir upp í kálgarða!“ segir að öllum nema ráðamönnum þjóðarinnar sé ljóst að byggðakvótar séu smá-skammtalækningar sem leysa engan vanda. Að ráðamenn tönglist á að skjóta þurfi fleiri stoðum undir atvinnuvegina hér vestra, sem greinarhöfundur segir vera brandara og orðaleikur. Hann segir vanta sárlega hugmyndaflug og einbeitingu til að styðja það sem fyrir er, sem og almenna skynsemi
Vefnotendur geta orðið sér út um Vestfjarðatíðindin hér.