A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
24.11.2015 - 21:41 | Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpsspjall: - Upp með þættina hans Hemma Gunn

Hemmi Gunn með fóstru sinni Unni Hjörleifsdóttur á Húsatúni í Haukadal og Lubbu. Ljósm. H. S.
Hemmi Gunn með fóstru sinni Unni Hjörleifsdóttur á Húsatúni í Haukadal og Lubbu. Ljósm. H. S.
Ekki er það nokkur spurning að nú ætti Ríkissjónvarpið að endursýna alla þættina hans Hemma okkar, Á tali hjá Hemma Gunn. Með því ætti ekki að vera alveg eins mikið peningaútflæði hjá stofnuninni. Þetta voru víst einir 200 þættir, einn í viku gerir 200 vikur....
Meira
Magnús tekur á móti afmælisgjöfinni. Það er Gunnlaugur Gunnlaugsson sem hampar bikarnum fyrir hönd Íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði.
Magnús tekur á móti afmælisgjöfinni. Það er Gunnlaugur Gunnlaugsson sem hampar bikarnum fyrir hönd Íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði.
« 1 af 7 »

Laugardaginn 21. nóvember 2015, fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri 65 ára afmælismót Magnúsar Helga Guðmundssonar bocchiakappa. Eru afmælismót hans árlegur viðburður.  Glatt var á hjalla að vanda hjá Magnúsi. Hart var barist í bocchiakeppninni og mátti stundum ekki á milli sjá. Og boltarnir fóru í ýmsar áttir að vanda.


   Það voru víst norðanmenn sem unnu, en Dýrfirðingar stóðu saman sem einn maður, hver í sínu liði eða þannig.

...
Meira
23.11.2015 - 22:11 | Ólafur V. Þórðarson

Saga dagsins “Ekki orð um það meir”

Glöggir menn munu sjá hver er hér að verki við Dúa bíla smíði. Svo er náttúrlega spurningin hverjar eru í hlutverki álfanna!  Ljósm. H. S.
Glöggir menn munu sjá hver er hér að verki við Dúa bíla smíði. Svo er náttúrlega spurningin hverjar eru í hlutverki álfanna! Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Fyrir nokkrum árum, þegar báðir voru enn nokkuð hressir, hittir Þórarinn á Höfða frænda sinn útgerðarmanninn og skipstjórann á Sigurvin frá Þingeyri og nefnir við hann að selja sér nokkra fiska í soðið. Tók ég því vel og sagðist muni hugsa til hans þegar vel stæði á.


   Svo er það fáum dögum seinna, þá er farið í róður en vegna slæms veðurs var afli lítill, kannski 50 kg af þorski. Var haft samband við Þórarinn og honum boðinn aflinn, sem hann þáði með þökkum.

...
Meira
« 1 af 4 »
Samkvæmt athugun Byggðastofnunar hefur íslenskt sjávarfang staðið við samning fyrirtækisins við Byggðastofnun frá 24. apríl 2015. í samningum skuldbindur Íslenskt sjávarfang sig til þess að halda uppi á samningstímanum, sem eru þrjú fiskveiðiár, heilsársvinnu fyrir a.m.k. 30 manns og einnig að vinna úr a.m.k. 2000 þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á þingeyri. Blaðið Vestfirðir sendi fyrirspurn til Byggðastofnunar um framkvæmd samningsins. Í svari Sigurðar Árnasonar f.h. Byggðastofnunar segir:...
Meira
Liljubrú skal hún heita! Ljósm. Guðmundur R. Björgvinsson.
Liljubrú skal hún heita! Ljósm. Guðmundur R. Björgvinsson.
« 1 af 2 »
Allt hefur sitt upphaf og endi. Er nú komið að lokafrásögninni um Arnarfjarðarferð okkar félaganna í frábæru haustveðrinu um daginn. Vafalaust eru lesendur Þingeyrarvefsins orðnir nokkuð þreyttir á henni. Hvað sem um það er, enduðum við út í Mosdal og tókum út nýju brúna á Ósánni. Er skemmst frá því að segja að það mannvirki er til mikillar fyrirmyndar og brúarsmiðunum frá Hvammstanga undir stjórn Sigurðar Halls Sigurðssonar til mikils sóma....
Meira
Dynjandi í haustskrúða. Ljósm. H. S.
Dynjandi í haustskrúða. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »
Að lokum var farið út í Mosdal með viðkomu á Dynjanda, Perlu Vestfjarða. Þar var allt í fallegum haustlitum. Ekki var mikið vatn í fossunum átta sem bera sumir tvö og jafnvel þrjú nöfn: Dynjandi (Fjallfossi), Hæstahjallafoss, Úðafoss (Strokkur eða Strompur), Göngumannafoss (Göngufoss), Hríðsvaðsfoss, Kvíslarfoss, Hundafoss og Bæjarfoss (Sjóarfoss)....
Meira
Bjarni Guðmundsson.
Bjarni Guðmundsson.
Í dag laugardaginn 21. nóvember 2015 klukkan 13:00, verður opnuð sýning á myndum og texta eftir Dýrfirðinginn Bjarna Guðmundsson í Safnahúsinu í Borgarnesi. Sýningin ber heitið „Leikið með strik og stafi,“ en þar sýnir Bjarni verk sem hann kallar myndyrðingar. Í tilkynningu frá Safnahúsinu segir að Bjarni hefur lagt mikla rækt við miðlun menningararfsins, sérstaklega með störfum sínum fyrir Landbúnaðarsafn Íslands svo og með ritun heimildarita um einstaka þætti landbúnaðar. Hann er mörgum hæfileikum búinn og segir sjálfur að ein dægradvöl sín sé að teikna og það hefur hann gert frá unga aldri. Á síðari árum hefur hann gjarnan sett hugleiðingar sínar um menn og málefni fram á samfélagsmiðlum með teikningum og svipmikilli íslensku....
Meira
Sérstæðir sólargeislar í Haukadal í Dýrafirði. Fjallið Kolturshorn í baksýn. Ljósm. H. S.
Sérstæðir sólargeislar í Haukadal í Dýrafirði. Fjallið Kolturshorn í baksýn. Ljósm. H. S.

Dýrfirðingar hafa lengi verið miklir skógræktarmenn. Rekja menn það allt til séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi og hins stórkostlega framtaks hans í Skrúð upp úr 1900. Þar af er komið orðið skrúðgarður sem kunnugt er.


   Þeir Miðbæjarfeðgar í Haukadal, Kristján og Hákon sonur hans, smituðust heldur betur af þessum áhuga í haust. Fengu þeir hvorki meira né minna en 11.000 lerkiplöntur hjá Sæmundi í Skjólskógum til gróðursetningar þar í dalnum. En sauðkindin lítur ekki við lerki sem kunnugt er þannig að það þarf ekkert að girða.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31