Sjónvarpsspjall: - Upp með þættina hans Hemma Gunn
Meira
Laugardaginn 21. nóvember 2015, fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri 65 ára afmælismót Magnúsar Helga Guðmundssonar bocchiakappa. Eru afmælismót hans árlegur viðburður. Glatt var á hjalla að vanda hjá Magnúsi. Hart var barist í bocchiakeppninni og mátti stundum ekki á milli sjá. Og boltarnir fóru í ýmsar áttir að vanda.
Það voru víst norðanmenn sem unnu, en Dýrfirðingar stóðu saman sem einn maður, hver í sínu liði eða þannig.
...Fyrir nokkrum árum, þegar báðir voru enn nokkuð hressir, hittir Þórarinn á Höfða frænda sinn útgerðarmanninn og skipstjórann á Sigurvin frá Þingeyri og nefnir við hann að selja sér nokkra fiska í soðið. Tók ég því vel og sagðist muni hugsa til hans þegar vel stæði á.
Svo er það fáum dögum seinna, þá er farið í róður en vegna slæms veðurs var afli lítill, kannski 50 kg af þorski. Var haft samband við Þórarinn og honum boðinn aflinn, sem hann þáði með þökkum.
...Dýrfirðingar hafa lengi verið miklir skógræktarmenn. Rekja menn það allt til séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi og hins stórkostlega framtaks hans í Skrúð upp úr 1900. Þar af er komið orðið skrúðgarður sem kunnugt er.
Þeir Miðbæjarfeðgar í Haukadal, Kristján og Hákon sonur hans, smituðust heldur betur af þessum áhuga í haust. Fengu þeir hvorki meira né minna en 11.000 lerkiplöntur hjá Sæmundi í Skjólskógum til gróðursetningar þar í dalnum. En sauðkindin lítur ekki við lerki sem kunnugt er þannig að það þarf ekkert að girða.
...