A A A
Magnús tekur á móti afmælisgjöfinni. Það er Gunnlaugur Gunnlaugsson sem hampar bikarnum fyrir hönd Íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði.
Magnús tekur á móti afmælisgjöfinni. Það er Gunnlaugur Gunnlaugsson sem hampar bikarnum fyrir hönd Íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði.
« 1 af 7 »

Laugardaginn 21. nóvember 2015, fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri 65 ára afmælismót Magnúsar Helga Guðmundssonar bocchiakappa. Eru afmælismót hans árlegur viðburður.  Glatt var á hjalla að vanda hjá Magnúsi. Hart var barist í bocchiakeppninni og mátti stundum ekki á milli sjá. Og boltarnir fóru í ýmsar áttir að vanda.

   Það voru víst norðanmenn sem unnu, en Dýrfirðingar stóðu saman sem einn maður, hver í sínu liði eða þannig. Dugði bara ekki til. Stóri bikarinn fór norður og fullt var af verðlaunapeningum sem áður. Harmonikukarlarnir og Lóa spiluðu hjá Magnúsi eins og þau eru vön og vel var borið á borð í kaffinu og kemur ekki á óvart.  

   Við tókum fullt af myndum hjá Magnúsi í dag og fylgja þær hér með. Þeir sem eru með I-padda mega þó búast við að einhverjar þeirra séu á hvolfi. Þá verða menn að snúa tækinu rólega við. Þá kemur myndin rétt. En þetta er hvimleitt tæknilegt vandamál í I-paddanum okkar og reyndar klaufaskapur líka. En þetta stendur allt vonandi til bóta þegar nær dregur jólum.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30