A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
01.12.2015 - 18:33 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Banki allra landsmanna 1. grein: - Við þurfum jafnvægi í byggð landsins og hananú Vilhjálmur!

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.
Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Þeir voru nokkurs konar samfélagsbankar ef mönnum leyfist að nota það orð. Þar stjórnuðu heimamenn öllu innan stokks. Svo var haldinn aðalfundur einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið. Þegar ekki var hægt að fá fimmeyring í stóru bönkunum, þá lánuðu sparisjóðirnir sínu heimafólki, til dæmis þegar menn voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Peningar fólksins sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það var ekki um að tala að stóru bankarnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í einhverjum krummaskuðum. Þetta er okkur minnisstætt. Allur hagnður sparisjóðanna fór í uppbyggingu í heimahéraði. Það var mikil handvömm þegar við glopruðum flestum þeirra niður. Erum að bíta úr nálinni með það þessi misserin....
Meira
01.12.2015 - 17:36 | visir.is,BIB

Stefnir ÍS 28 sigldi á ísjaka vestur af Dýrafirði

Stefnið á Stefni ÍS 28 eftir áreksturinn við Ísjakann.
Stefnið á Stefni ÍS 28 eftir áreksturinn við Ísjakann.
« 1 af 3 »
Engan skipverja sakaði þegar ísfisktogarinn Stefnir ÍS 28 frá Ísafirði sigldi á ísjaka vestur af Dýrafirði í gærkvöldi. Skipstjórinn segir að þetta hafi farið á besta veg miðað við aðstæður og kom togarinn  til Ísafjarðar snemma í morgun. 
Pétur Birgisson skipstjóri segist hafa vanmetið aðstæður. Hann hafi alls ekki átt von á ísjaka á grunnslóð, eins og hann var að toga á, og svo hafi verið myrkur og öskubylur þegar þetta gerðist.
Hann hafi sem betur fer verið að toga þannig að skipið var ekki nema á þriggja mílna ferð, í stað að minnstakosti tíu mílna, hefði togarinn verið á siglingu....
Meira
01.12.2015 - 13:07 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,BIB

Tryggvi Þorsteinsson - Fæddur 30. desember 1923 - Dáinn 23. nóvember 2015 - Minning

Tryggvi Þorsteinsson
Tryggvi Þorsteinsson
Tryggvi Þorsteinsson læknir fæddist í Reykjavík 30. desember 1923. Hann lést á Landspítalanum 23. nóvember 2015.

Foreldrar hans voru Laufey Tryggvadóttir húsfreyja í Vatnsfirði við Djúp og síðar í Reykjavík, f. 16. desember 1900, d. 30. desember 1990, og Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatnsfirði og síðar fulltrúi í Reykjavík, f. 24. mars 1898, d. 17. apríl 2001.


Systkini Tryggva: Þuríður, f. 22. júní 1925, Jóhannes, f. 25. september 1926, d. 7. nóvember 2013, Jónína, f. 5. september 1930, d. 10. ágúst 1998; Haukur, f. 26. febrúar 1938. Fóstursystur: Elín Jónsdóttir, f. 26. október 1922, d. 28. september 2011; Sigurlína Helgadóttir, f. 4. desember 1932.


Barnsmóðir Tryggva er Aðalheiður Steina Scheving hjúkrunarfræðingur, f. 19. febrúar 1927. Sonur þeirra er Guðjón Scheving verkfræðingur, f. 7. október 1951; maki Sigrún Stefánsdóttir lífeindafræðingur, f. 4. maí 1951. Börn þeirra eru: Hildur, f. 23. janúar 1976; Stefán, f. 18. desember 1980; Steinar f. 31. júlí 1986. Barnabörnin eru 6.


Tryggvi kvæntist 5. apríl 1952, Hjördísi Björnsdóttur leiðsögumanni og fulltrúa hjá Garðabæ, f. 5.2. 1934.
Dætur þeirra:

...
Meira
01.12.2015 - 12:56 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,BIB

Torfi Þorkell Guðbrandsson - Fæddur 22. mars 1923- Dáinn 21. nóvember 2015 - Minning

Torfi Þorkell Guðbrandsson
Torfi Þorkell Guðbrandsson
Torfi fæddist 22. mars 1923 á Heydalsá í Strandasýslu og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 21. nóvember 2015.

Foreldrar Torfa voru Guðbrandur Björnsson Halldórssonar frá Smáhömrum, f. 14.5. 1889, d. 2.7. 1946, oddviti og útvegsbóndi á Heydalsá, og Ragnheiður Guðmundsdóttir Péturssonar í Ófeigsfirði, f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972, húsmóðir á Heydalsá.


Systkini Torfa eru: Guðmundur, f. 26.11. 1915, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Heydalsá, Björn Halldórs, f. 8.8. 1917, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Heydalsá, Sigrún, f. 18.9. 1918, d. 18.5. 1978, húsmóðir í Reykjavík, Sverrir, f. 26.3. 1921, d. 22.7. 2012, bóndi á Klúku og verslunarmaður, Matthildur Ása, f. 26.8. 1926, húsmóðir á Smáhömrum, Vigdís, f. 24.5. 1929, d. 21.9. 2005, húsmóðir á Reyðará í Lóni, Aðalbjörg, f. 10.11. 1930, d. 17.4. 1998, húsmóðir í Reykjavík, Bragi, f. 21.9. 1933, bóndi á Heydalsá, Sigurgeir, f. 13.5. 1936, d. 10.4. 1989, bóndi á Heydalsá.


Torfi kvæntist 15.6. 1957 Aðalbjörgu Albertsdóttur, f. 1.5. 1934, fyrrv. skólaráðskonu. Hún er dóttir Alberts Valgeirssonar og Óskar Samúelsdóttur frá Bæ í Árneshreppi.


Börn Torfa og Aðalbjargar eru:

...
Meira
01.12.2015 - 06:35 | Hallgrímur Sveinsson

Jón Sigurðsson og 1. desember

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
« 1 af 2 »

Þann 1. desember 1918  tóku svokölluð  sambandslög gildi. Samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda, eins og það var kallað, en áfram í konungssambandi við Dani, þ.e. við höfðum áfram sama kóng. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu.  


   Auðvitað byggðu sambandslögin mikið á baráttu Jóns Sigurðssonar og félaga fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það fer því vel á að rifja upp örfá orð um þann mann á þessum  ágæta degi, sem við erum að vísu að mestu leyti hætt að halda  hátíðlegan.   


 Ásgeir Ásgeirsson forseti mælti meðal annars svo í hátíðarræðu á Hrafnseyri 17. júní 1961:

...
Meira
Klukkulandsfólk. Ljósm.: S.Þ.
Klukkulandsfólk. Ljósm.: S.Þ.

Sennilega eru 70-80 ár síðan barn hefur dvalið á Klukkulandi um hávetur.

Hér eru þrjár kynslóðir samankomnar til dvalar á jólaföstu 2015.


Sú yngsta er 9 mánaða og heitr Guðrún Theodóra, þarna í fangi móður sinnar Evu og að baki er „gamli“ bóndinn á Klukkulandi Lúðvík Kaaber, heldur betur stoltur.

...
Meira
30.11.2015 - 13:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Stjörnur vikunnar sem leið: - Dömurnar á Tjörn eru meiri háttar!

Dömurnar á Hótel Tjörn eru meiri háttar! Ljósm. Davíð Davíðsson.
Dömurnar á Hótel Tjörn eru meiri háttar! Ljósm. Davíð Davíðsson.

Við gefum starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri, sem sumir kalla bara einfaldlega Hótel Tjörn,  stjörnu nýliðinnar viku. Er það í tilefni af stórglæsilegu kvöldverðarboði laugardagskvöldið 28. nóvember 2015, sem stóð frá kl. 18:00 -21:00 með fullum sal af fólki á góðum aldri, góðum mat og fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Við færum þeim innilegar þakkir.
Lifið heilar!

...
Meira
30.11.2015 - 08:08 | Morgunblaðið,BIB

Tónleikar Jóns Kr. á mynddiski

Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson á kveðjutónleikum sínum síðastliðið sumar. Ljósm.: Gunnlaugur Júlíusson.
Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson á kveðjutónleikum sínum síðastliðið sumar. Ljósm.: Gunnlaugur Júlíusson.
« 1 af 2 »
Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir og hefur Jón nú gefið þá út á mynddiski.

„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóðfæraleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir,“ segir Jón Kr. í tilkynningu. Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456 2186 og 847 2542. 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31