Gamla myndin: Áhöfnin á Framnesi ÍS 608 - 1965
Hér hafa þeir stillt sér upp til myndatöku árið 1965 (1964 segir Halldór J. Egilsson) áhöfnin á því fallega og farsæla skipi Framnes ÍS 608. Það var í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. Þá voru þeir á netum. Það var Guðmundur Friðgeir Magnússon sem myndina tók. Hefur hann gert það á tíma, sem kallað er, því hann er sjálfur á myndinni.
Á myndinni eru:
Fremri röð frá vinstri: Ólafur Steinþórson, Guðmundur Friðgeir Magnússon, Jakob Líndal, Hallgrímur Gíslason, Gunnar Bjarnason, Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogaso, skipstjóri og Jón Sigurðsson.
Aftari röð frá vinstri: Kristján Sigurjónsson, Guðmundur Sigurðsson, Egill Halldórsson og Guðmundur Valgeirsson. Ljósm. tók sem áður segir Guðmundur Friðgeir Magnússon.
...Meira