A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
28.11.2015 - 20:41 | Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin: Áhöfnin á Framnesi ÍS 608 - 1965

Fremri röð frá vinstri: Ólafur Steinþórson, Guðmundur Friðgeir Magnússon, Jakob Líndal, Hallgrímur Gíslason, Gunnar Bjarnason, Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogaso, skipstjóri og Jón Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri:  Kristján Sigurjónsson, Guðmundur Sigurðsson, Egill Halldórsson og Guðmundur Valgeirsson. Ljósm. tók sem áður segir Guðmundur Friðgeir Magnússon.
Fremri röð frá vinstri: Ólafur Steinþórson, Guðmundur Friðgeir Magnússon, Jakob Líndal, Hallgrímur Gíslason, Gunnar Bjarnason, Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogaso, skipstjóri og Jón Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Kristján Sigurjónsson, Guðmundur Sigurðsson, Egill Halldórsson og Guðmundur Valgeirsson. Ljósm. tók sem áður segir Guðmundur Friðgeir Magnússon.

Hér hafa þeir stillt sér upp til myndatöku árið 1965 (1964 segir Halldór J. Egilsson) áhöfnin á því fallega og farsæla skipi Framnes ÍS 608. Það var í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. Þá voru þeir á netum. Það var Guðmundur Friðgeir Magnússon sem myndina tók. Hefur hann gert það á tíma, sem kallað er, því hann er sjálfur á myndinni.


Á myndinni eru:


Fremri röð frá vinstri: Ólafur Steinþórson, Guðmundur Friðgeir Magnússon, Jakob Líndal, Hallgrímur Gíslason, Gunnar Bjarnason, Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogaso, skipstjóri og Jón Sigurðsson.


Aftari röð frá vinstri:  Kristján Sigurjónsson, Guðmundur Sigurðsson, Egill Halldórsson og Guðmundur Valgeirsson. Ljósm. tók sem áður segir Guðmundur Friðgeir Magnússon.

...
Meira
Þingeyri séð frá Brekkuhálsi kl. 14.05 í fyrradag. Ljósm. H. S.
Þingeyri séð frá Brekkuhálsi kl. 14.05 í fyrradag. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »
Ný þjóðhagsveðurspá hefur nú litið dagsins ljós hjá hinum kunnu spekingum í heita pottinum hjá henni Tobbu á Þingeyri. Hefur hennar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu af sumum. Vel má rifja upp, að skjaldan hefur nokkur veðurspá brugðist jafn hrapallega og langtímaspáin sem vitringarnir birtu 31. ágúst 2015. Þar stóð ekki steinn yfir steini!...
Meira
"Þetta sama sumar, er þeir Guðmundur Justsson og Sólon í Slunkaríki voru með Ameríkönum, bar eitt sinn svo til, að þeir skyldu vinna við affermingu á allmörgum rafabeltistunnum. Þótti Ameríkönum þeir félagar svifaseinir, en vissu að þá skorti ekki afl eða harðfengi. Kallaði stýrimaður heldur harkalega til þeirra félaga, og bað þá flýta sér með affermingu á tunnunum. Þeir félagar hafa sennilega ályktað sem svo, að illt væri að eggja ofstopamanninn, og tóku ráð saman að ekki skyldi á þeim standa. Tunnurnar sem afferma skyldi voru í fiskstíunum á þilfarinu. Átti að vinda þær á spili út í uppskipunarbátinn....
Meira
26.11.2015 - 19:37 | Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin: - Jónas Ólafsson að berjast í atvinnumálunum

Á myndinni eru auk Jónasar, Einar K. Guðfinnsson, alþm. Kristján Þór Júlíusson, þáv. bæjarstjóri á Ísafirði, Smári Haraldsson í bæjarstjórn og fyrrv. bæjarstjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþm og Kristinn H. Gunnarsson, alþm.  Ljósm. Elís Kjaran.
Á myndinni eru auk Jónasar, Einar K. Guðfinnsson, alþm. Kristján Þór Júlíusson, þáv. bæjarstjóri á Ísafirði, Smári Haraldsson í bæjarstjórn og fyrrv. bæjarstjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþm og Kristinn H. Gunnarsson, alþm. Ljósm. Elís Kjaran.
Myndin er tekin á neyðarfundi í Félagsheimilnu á Þingeyri 3. janúar 1997. Þá stóð yfir rétt ein krísan í atvinnumálum Þingeyrar. Jónas Ólafsson í ræðustól. Oft mátti hann berjast í þeim málum fyrir Þingeyrarhrepp, einkum seinni hluta starfstíma síns sem sveitarstjóri og oddviti. Þeim störfum gegndi hann í áratugi. Var á tímabili elsti starfandi sveitarstjóri landsins.
Hann var farsæll maður í sínu starfi. ...
Meira
26.11.2015 - 08:09 | BIB,Morgunblaðið

Íslandssaga sem þyrfti að rannsaka betur

Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: BIB
Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Heimildamyndin Veðrabrigði frumsýnd í Bíó Paradís í dag 26. nóv. 2015.


„Eitt leiddi af öðru,“ segir Ásdís Thoroddsen leikstjóri um tilurð nýjustu heimildamyndar sinnar sem nefnist Veðrabrigði og frumsýnd verður í Bíó Paradís í kvöld kl. 20.


„Ég fékk upp í hendurnar efni sem tveir útlendingar höfðu tekið upp á árunum 2009-2011 á Flateyri,“ segir Ásdís, en annar þeirra, Uwe Teske klippti myndina. „Á upptökunum mátti sjá fólk við vinnu sína á Flateyri og stöku viðtöl.

...
Meira
26.11.2015 - 06:19 | Blaðið - Vestfirðir,BIB

Hjúkrunarheimilið Tjörn áfram

« 1 af 2 »

Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að hjúkrunarheimilið Tjörn á þingeyri verði rekið áfram og að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á starfsemi þess alla vega næsta árið.


Uppi hafa verið vangaveltur um framtíð hjúkrunarheimilisins þegar tekin verða í notkun ný hjúkrunarheimili á Ísafirði og í Bolungavík.

...
Meira
25.11.2015 - 08:54 | Safnahúsið á Ísafirði,BIB

Safnahúsið á Ísafirði - Bókaspjall & Bíldudals bingó og leiklist

Í dag, miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl 17:00, bjóðum við upp á annað bókaspjallið þetta haust. Er það jafnframt það sjötta í röðinni og eru sem fyrr tvö stutt erindi á dagskrá.


Bókaspjallið
Anna Sigríður Ólafsdóttir, Annska, er gestur bókaspjallsins. Annska er einn af stofnendum Glæpafélags Vestfjarða, sem er áhugafélag um innlendar glæpasögur og ár hvert afhendir félagið Tindabikkjuna fyrir bestu íslensku glæpasöguna. Það er spurning hvort glæpasaga verði á meðal þeirra bóka sem fjallað verður um?


Bíldudals bingó og leiklist

...
Meira
25.11.2015 - 08:41 | Vestfirska forlagið

Á hjara veraldar komin út hjá Vestfirska forlaginu.

Á hjara veraldar Heimildasögur nefnist bók sem er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu.


Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni tók saman:


Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Þar voru Hornstrandir  og nágrenni líklega sér á báti. Eitt var það sem ekki varð undan vikist, og það var að flytja lík til greftrunar. Það var líka þung kvöð sem lá á fólki að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldi safnaðarins, en fjarlægðin og óblíð náttúra bönnuðu.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31