A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
01.12.2015 - 13:07 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,BIB

Tryggvi Þorsteinsson - Fæddur 30. desember 1923 - Dáinn 23. nóvember 2015 - Minning

Tryggvi Þorsteinsson
Tryggvi Þorsteinsson
Tryggvi Þorsteinsson læknir fæddist í Reykjavík 30. desember 1923. Hann lést á Landspítalanum 23. nóvember 2015.

Foreldrar hans voru Laufey Tryggvadóttir húsfreyja í Vatnsfirði við Djúp og síðar í Reykjavík, f. 16. desember 1900, d. 30. desember 1990, og Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatnsfirði og síðar fulltrúi í Reykjavík, f. 24. mars 1898, d. 17. apríl 2001.

Systkini Tryggva: Þuríður, f. 22. júní 1925, Jóhannes, f. 25. september 1926, d. 7. nóvember 2013, Jónína, f. 5. september 1930, d. 10. ágúst 1998; Haukur, f. 26. febrúar 1938. Fóstursystur: Elín Jónsdóttir, f. 26. október 1922, d. 28. september 2011; Sigurlína Helgadóttir, f. 4. desember 1932.

Barnsmóðir Tryggva er Aðalheiður Steina Scheving hjúkrunarfræðingur, f. 19. febrúar 1927. Sonur þeirra er Guðjón Scheving verkfræðingur, f. 7. október 1951; maki Sigrún Stefánsdóttir lífeindafræðingur, f. 4. maí 1951. Börn þeirra eru: Hildur, f. 23. janúar 1976; Stefán, f. 18. desember 1980; Steinar f. 31. júlí 1986. Barnabörnin eru 6.

 

Tryggvi kvæntist 5. apríl 1952, Hjördísi Björnsdóttur leiðsögumanni og fulltrúa hjá Garðabæ, f. 5.2. 1934.
Dætur þeirra:
1) Laufey faraldsfræðingur, f. 18. febrúar 1954; maki Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarðfræðingur, f. 13. október 1953. Börn þeirra: Hjördís Þórey, f. 1. mars 1976; Tryggvi, f. 15. september 1979; María Þóra, f. 14. október 1985. Barnabörnin eru 4.
2) Hildur söngkona og verslunarmaður, f. 11. júní 1958; fyrrv. maki er Árni Jónsson, f. 18. maí 1953. Börn þeirra: Hildigunnur, f. 12. febrúar 1978; Valgerður, f. 15. september 1980; Laufey, f. 15. september 1987. Barnabörnin eru fjögur. Fyrrv. sambýlismaður er Björn Jónsson, f. 15. maí 1959.

Tryggvi flutti á fyrsta ári að Stað í Steingrímsfirði og á sjötta ári í Vatnsfjörð við Djúp og ólst þar upp. Stúdent frá M.R. 1944 og cand. med. frá H.Í. 1951. Við nám og störf í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og handlækningum í Danmörku og Svíþjóð 1952-57. Sérfræðingsleyfi í handlækningum 1958.

 

Tryggvi starfandi læknir í Reykjavík frá 1957, á Akranesi frá 1958, við Landspítalann frá 1959 og Borgarspítalann frá 1960 til starfsloka 1993, þar af aðstoðaryfirlæknir slysadeildar 1960-82 og yfirlæknir endurkomudeildar 1990-93. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1966-74, stundakennari og síðar lektor við læknadeild H.Í. 1974-93.

Að starfsferli loknum sinnti hann störfum hjá Tryggingastofnun og Krabbameinsfélaginu þar til hann varð áttræður.

Tryggvi skráði minningar sínar frá Vatnsfjarðarárunum og voru þær gefnar út á bók, Á æskuslóðum við Djúp, árið 2006. Árið 2009 kom síðan út bókin Kvöldheimar sem er þýðing Tryggva á ljóðabálkinum Aftonland eftir Nóbelshöfundinn Pär Lagerkvist. Vestfirska forlagið gaf þessar bækur út.

Útför Tryggva fór fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn, 30. nóvember 2015

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31