A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.12.2015 - 06:35 | Hallgrímur Sveinsson

Jón Sigurðsson og 1. desember

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
« 1 af 2 »

Þann 1. desember 1918  tóku svokölluð  sambandslög gildi. Samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda, eins og það var kallað, en áfram í konungssambandi við Dani, þ.e. við höfðum áfram sama kóng. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu.  

   Auðvitað byggðu sambandslögin mikið á baráttu Jóns Sigurðssonar og félaga fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það fer því vel á að rifja upp örfá orð um þann mann á þessum  ágæta degi, sem við erum að vísu að mestu leyti hætt að halda  hátíðlegan.   

 

Ásgeir Ásgeirsson forseti mælti meðal annars svo í hátíðarræðu á Hrafnseyri 17. júní 1961:

 

  “Það mun fágætt, að maður taki á svo ungum aldri rétta stefnu og forystu, svo að vart þurfi að breyta, þó stundum þurfi að auka, á langri ævi fram á gafarbakka. Nokkurn arf, staðgóðan, hefur pilturinn haft með sér frá Hrafnseyrarheimilinu og Vestfjörðum, þó ekki væru það fjármunir. Slíkur árangur og afköst, sem urðu af ævistarfi hans í verslunarmálum, fjármálum og stjórnskipunarmálum þjóðar sinnar, sögu og stjórnvísindum, eru með eindæmum.”

 

    Mikið vatn er til sjávar runnið síðan Jón Sigurðsson var að reyna að koma Íslendingum til manns og Dönum að hlusta á söguleg og siðferðileg rök. Þessi óþreytandi áróðursmaður, sem jafnframt var gætinn og hagsýnn, var ötull talsmaður frjálsra samskipta. Hann var opinn fyrir öllum gagnlegum nýjungum, hvaðan sem þær komu. Hann benti þráfaldlega á að leiðin til frelsis og framfara lægi í gegnum frjáls viðskipti milli þjóðanna. Jón forseti var langt á undan mörgum samtíðarmönnum sínum hvað þetta snertir. En fáir voru samt jafn raunsæir og þessi heimsvani útnesjamaður héðan að vestan.

    

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31