A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
01.12.2015 - 12:56 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,BIB

Torfi Þorkell Guðbrandsson - Fæddur 22. mars 1923- Dáinn 21. nóvember 2015 - Minning

Torfi Þorkell Guðbrandsson
Torfi Þorkell Guðbrandsson
Torfi fæddist 22. mars 1923 á Heydalsá í Strandasýslu og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 21. nóvember 2015.

Foreldrar Torfa voru Guðbrandur Björnsson Halldórssonar frá Smáhömrum, f. 14.5. 1889, d. 2.7. 1946, oddviti og útvegsbóndi á Heydalsá, og Ragnheiður Guðmundsdóttir Péturssonar í Ófeigsfirði, f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972, húsmóðir á Heydalsá.

Systkini Torfa eru: Guðmundur, f. 26.11. 1915, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Heydalsá, Björn Halldórs, f. 8.8. 1917, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Heydalsá, Sigrún, f. 18.9. 1918, d. 18.5. 1978, húsmóðir í Reykjavík, Sverrir, f. 26.3. 1921, d. 22.7. 2012, bóndi á Klúku og verslunarmaður, Matthildur Ása, f. 26.8. 1926, húsmóðir á Smáhömrum, Vigdís, f. 24.5. 1929, d. 21.9. 2005, húsmóðir á Reyðará í Lóni, Aðalbjörg, f. 10.11. 1930, d. 17.4. 1998, húsmóðir í Reykjavík, Bragi, f. 21.9. 1933, bóndi á Heydalsá, Sigurgeir, f. 13.5. 1936, d. 10.4. 1989, bóndi á Heydalsá.

Torfi kvæntist 15.6. 1957 Aðalbjörgu Albertsdóttur, f. 1.5. 1934, fyrrv. skólaráðskonu. Hún er dóttir Alberts Valgeirssonar og Óskar Samúelsdóttur frá Bæ í Árneshreppi.

Börn Torfa og Aðalbjargar eru:

Björn Guðmundur, f. 14.11. 1956, bóndi á Melum í Árneshreppi, kvæntur Bjarnheiði Fossdal og eiga þau fimm börn. 2) Óskar Albert, f. 26.5. 1958, framkvæmdastjóri á Drangsnesi, kvæntur Guðbjörgu Hauksdóttur sjúkraliða og eiga þau fimm börn. 3) Snorri, f. 22.7. 1959, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Ingu Dóru Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn en fyrir átti Snorri einn son með Erlu Ríkharðsdóttur. 4) Ragnar, f. 18.4. 1963, trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Ernu G. Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 5) Fríða, f. 4.7. 1965, kennari í Reykjavík, gift Jón Magnúsi Kristjánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn en auk þess á Jón eina dóttur. 6) Guðbrandur, f. 18.12. 1966, trésmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Dóru Björgu Jónsdóttur og eiga þau þrjá syni.

Torfi stundaði barnaskólanám í Heimavistarskólanum á Heydalsá, lauk prófi frá Reykjum í Hrútafirði 1939, gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1940 og kennaraprófi frá KÍ 1951.

Torfi var farkennari í Hrófbergsskólahverfi í Steingrímsfirði 1941-44, Kirkjubóls- og Fellsskólahverfi 1944-48 og 1953-55, var stundakennari í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut í Reykjavík 1951-52, kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1952-53 og skólastjóri við Heimavistarskólann á Finnbogastöðum í Árneshreppi 1955-83. Hann flutti þá til Reykjavíkur og starfaði við aðalbanka Búnaðarbankans 1984-93. Torfi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina.

Torfi skrifaði m.a. sögur skólanna á Heydalsá, Finnbogastöðum og Drangsnesi og fleiri þætti í byggðasögu Strandasýslu, Strandir I-III.

Torfi ritaði endurminningar sínar, Strandamaður segir frá, sem Vestfirska forlagið gaf út í tveim bindum, 2000 og 2001.


Útför Torfa fórr fram frá Digraneskirkju mánudaginn 30. nóvember 2015,

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30