30.11.2015 - 13:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson
Stjörnur vikunnar sem leið: - Dömurnar á Tjörn eru meiri háttar!
Við gefum starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri, sem sumir kalla bara einfaldlega Hótel Tjörn, stjörnu nýliðinnar viku. Er það í tilefni af stórglæsilegu kvöldverðarboði laugardagskvöldið 28. nóvember 2015, sem stóð frá kl. 18:00 -21:00 með fullum sal af fólki á góðum aldri, góðum mat og fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Við færum þeim innilegar þakkir.
Lifið heilar!