A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
26.02.2016 - 12:32 | Hallgrímur Sveinsson

Mynd dagsins: - Það er svo gaman í strætó!

  Í strætisbílnum. Ljósm.: H.S.
Í strætisbílnum. Ljósm.: H.S.

Um daginn var list á list ofan á Þingeyri. Það var bara allskonar. Frá Litháen og allt.  Segja má að á Þingeyri hafi þá verið alþjóðlegt listatorg í margar vikur. Þar létu listamenn af ýmsum þjóðernum ljós sitt skína. Einkum þó frá Litháen. En eins og margir vita eru Íslendingar virtir og dáðir í því landi. Þetta eru vinir okkar.


   Í strætisbílnum var flutt dramatísk veðurlýsing á íslensku. Var eiginlega dálítið dularfullt. En þetta var voðalega gaman eins og krakkarnir segja. Það sést greinilega á farþegunum. Fremst er bílstjórinn skulum við segja. Hún Björg Sveinbjörnsdóttir frá Suðureyri.

...
Meira
26.02.2016 - 08:42 | Vestfirska forlagið,Reykhólavefurinn,Hlynur Þór Magnússon

Stefnumótun fyrir vestfirska ferðaþjónustu

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa fengið styrk frá Ferðamálastofu og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að vinna að stefnumótun fyrir vestfirska ferðaþjónustu 2016-2020. Mikilvægt er að sem flestir hagsmunaaðilar taki þátt í mótun stefnunnar, bæði ferðaþjónar, sveitarfélög og opinberar stofnanir.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkefnisstjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða um stefnumótun 2016-2020. Þar segir ennfremur meðal annars:


Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) mun halda utan um vinnu við mótun stefnunnar. Nú þegar hefur Atvest unnið stöðugreiningu fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum, sem er aðgengileg hér á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

...
Meira
25.02.2016 - 21:32 | Hallgrímur Sveinsson

Nú eru þeir farnir að vitna í Jón forseta í útlöndum

Þetta skilja náttúrlega allir hjá Nonna! En svona í fljótu bragði: „Veraldarsagn vitnar ljóslega um það, að öllum þjóðum hefur farnast best þegar þær hafa stjórnað sér sjálfar.“
Þetta skilja náttúrlega allir hjá Nonna! En svona í fljótu bragði: „Veraldarsagn vitnar ljóslega um það, að öllum þjóðum hefur farnast best þegar þær hafa stjórnað sér sjálfar.“

Fáir ef nokkrir hafa verið oftar nefndir til sögunnar hér á Þingeyrarvefnum í gegnum tíðina en Jón forseti. Höfum við birt um hann ótal greinar, tilvitnanir og frásagnir. Bara nefndu það. Og ekki að gleyma fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð.


   En við landar hans höfum verið ákaflega slappir að kynna hann á erlendum vettvangi og fyrir hvað hann stóð. Munum við fjalla nánar um það síðar. En nú er búið að tala í útlöndum.


   Daniel Hannan er einn af þingmönnum Breta á Evrópuþinginu. Hann er þekktur fyrir skörulegan málflutning. Daniel er einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ummæli Jóns forseta um frelsið flugu aldeilis um netheima í morgun þegar Daniel vitnaði í hann á tístinu

...
Meira
25.02.2016 - 20:39 | Hallgrímur Sveinsson

Fullt af fréttum úr Dýrafirði!

Kraninn að athafna sig í morgun. M/b Egill í Króknum. Annars sjást aldrei orðið stærri skip í Þingeyrarhöfn. Ekki frekar en gull. Af sem áður var.   Ljósm.: H.S.
Kraninn að athafna sig í morgun. M/b Egill í Króknum. Annars sjást aldrei orðið stærri skip í Þingeyrarhöfn. Ekki frekar en gull. Af sem áður var. Ljósm.: H.S.

  1. Nú eru kallarnir farnir að útbúa sig á grásleppuna. Dúddi segir að ekkert offramboð sé á heimsmarkaðnum. Og hátt verð fyrir hveljuna í Kína.

  2. Stór krani kom til Þingeyrar í morgun. Það er eitthvað verið að græja næturnar í fiskeldinu. Skyldi það vera þvottur?

  3. Friðbert bóndi  í Hólum var kallaður inn í morgun. Nú skal fara í aðgerð á hægri mjöðminni á Landspítalanum um mánaðamót. Okkar maður Ríkharður framkvæmir. Gangi ykkur vel Berti minn!

  4. Grímur á Eyri fékk sér nýtt úlpubyrði og Nokia stígvél á Ísafirði um daginn.

  5. Í gærmorgun var lesið í sundlauginni viðtal úr Mannlífi og sögu við Böðvar Guðmundsson, nafnkunnan Dýrfirðing á sinni tíð. Tekið fyrir 20 árum. Einstaklega skemmtilegur og frásagnarglaður maður, Bövvi í Verslunarfélaginu. Framhald á næsta miðvikudag.

...
Meira
25.02.2016 - 06:32 | Vestfirska forlagið,BIB

75 ára afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

« 1 af 5 »

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans þann 22. ágúst 2015. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir af Jens Þorsteinssyni og hefur Jón Kr. nú gefið þá út á mynddiski.


„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóð færaleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir og var húsfyllir, en sveitungi Jóns frá Bíldudal, Óli Þ. Guðbjartsson á Selfossi setti tónleikahátíðina,“ segir Jón Kr. í tilkynningu.


Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456-2186 og 847-2542.

...
Meira
24.02.2016 - 22:12 | Vestfirska forlagið,bb.is

Verkís óskar eftir gerð deiliskipulags vegna Dýrafjarðarganga

Lega Dýrafjarðarganga.
Lega Dýrafjarðarganga.
Verkfræðistofan Verkís hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar óskað eftir heimild Ísafjarðarbæjar til að láta gera deiliskipulag við báða jarðgangamunna væntanlegra Dýrafjarðarganga. Í erindi sem tekið var fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarins í morgun er sagt að ákveðið hafi verið að hefjast handa við gerð ganganna á næsta ári og vegna þess þurfi að koma upp aðstöðu beggja vegna ganga í Dýrafirði og Arnarfirði. Þó svo að þau mannvirki verði þar einungis tímabundið þurfi að vinna deiliskipulag sem taki mið af því að þar sé hægt að sækja um byggingarleyfi vegna aðstöðu þeirra er framkvæmdinni fylgja, svo sem fyrir verkstæði, geymslur, svefnskála, skrifstofuhúsnæði og malbikunarstöð....
Meira
24.02.2016 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Erna Höskuldsdóttir

Yndisleg gjöf frá Kvenfélaginu Von á Þingeyri

Fjórir nemendur á yngsta stigi komast fyrir á einum Fatboy
Fjórir nemendur á yngsta stigi komast fyrir á einum Fatboy
« 1 af 5 »
Í byrjun febrúar fékk Grunnskólinn á Þingeyri frábæra og veglega gjöf frá Kvenfélaginu Von á Þingeyri. Þar sem allir nemendur eru búnir að vera duglegir að bæta sig í lestri og skólinn að skipuleggja hvert lestrarátkið eftir öðru kemur sér vel að bæta aðstöðu til lestursins og gáfu kvenfélagskonur staðarins skólanum 3 FatBoy sem eru grjónapúðar sem nýtast á marga vegu, hægt er að liggja á þeim og sitja á margan hátt allt eftir stærð einstaklinga....
Meira
23.02.2016 - 19:51 | Hallgrímur Sveinsson

Hvort er betra 100 staurar eða 100 hreppstjórar?

Við Urriðafoss í Þjórsá. Ljósm.: BIB
Við Urriðafoss í Þjórsá. Ljósm.: BIB
Framkvæmdastjóri jarðbaðanna í Mývatnssveit, Gunnar Atli Fríðuson, skrifar grein í Moggann í dag um gjaldtöku ferðamanna. Hann segir meðal annars: „Mín tillaga er að setja upp einn háan staur með P-merki á bláum grunni við alla helstu staði eins og Gullfoss, Goðafoss, Dettifoss og fleiri. Þar væri að finna gjaldmæli sem hægt væri að borga í með korti eða aur (svo!) líkt og tíðkast í Reykjavík. Við þurfum ekki marga slíka staura um landið.“...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31