A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
23.02.2016 - 08:05 | Vestfirska forlagið

Úr sagnabanka Hafliða Magnússonar: - Búseta við lækinn

Hafliði Magnússon.
Hafliði Magnússon.
« 1 af 3 »

 Lítil málakunnátta sjómanna hefur stundum háð þeim er þeir sigldu til útlanda og gat iðulega orðið úr því nokkur misskilningur. Skipshöfn ein var stödd í Grimsby og var þar á meðal Hafnfirðingur einn. Menn fóru nokkrir saman inn á veitingahús og pöntuðu sér þar ýmsar tegundir drykkja, en þegar kom að því að þjónninn spurði Hafnfirðinginn hvað honum líkaði helst til drykkjar, stóð allt í honum enda skildi hann ekki orð af því sem þjónninn sagði. Varð veitingamanni ljóst, að hann yrði sjálfur að taka ákvörðun fyrir manninn og sagði því aðeins:


   Allright, as you like.

...
Meira
22.02.2016 - 19:24 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Mynd dagsins

Ásta Kristinsdóttir veðurathugunarmaður í Hólum í Dýrafirði í höfuðstöðvunum þar. Ljósm H. S.
Ásta Kristinsdóttir veðurathugunarmaður í Hólum í Dýrafirði í höfuðstöðvunum þar. Ljósm H. S.
„Logn var veðurs. Léttskýjað. Sól um allan fjörð. Hiti aðeins undir frostmarki. Stórkostlegt veður.“ 
Svona hljómar veðurlýsing leikmannsins í dag í Dýrafirði. 
Hitt er aftur annað mál hvað skrifað var í veðurbókina í Hólum kl. 18,00. Sjálfsagt hefur það verið eitthvað í þessa áttina. En frúin í Hólum, Ásta Kristinsdóttir, skrifar þetta allt með ákveðnum táknum í bókina hjá sér. Sendir það svo í tölvunni á öldum ljósvakans til Veðurstofunnar í Reykjavík....
Meira
22.02.2016 - 16:01 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

Glórulaus búskapur að Gili

Oddur Jónsson á Gili. Ljósm.: HS
Oddur Jónsson á Gili. Ljósm.: HS
« 1 af 2 »
Innan við og niður undan Glórugili í Mýrarhreppi í Dýrafirði stóð býlið Gil. Á svipuðum stað mun áður hafa staðið hjáleiga frá Neðri Hjarðardal og hét hún Glóra. 
Minn gamli og góði vinur, Oddur Jónsson, bóndi á bænum Gili sagði að eftir að nafninu var breytt úr Glóru í Gil hafi búskapur á jörðinni verið alveg glórulaus !!!...
Meira
22.02.2016 - 07:58 | Vestfirska forlagið,BIB

Ástin, drekinn og dauðinn í Selfosskirkju

Vilborg Davíðsdóttir.
Vilborg Davíðsdóttir.
« 1 af 3 »
Á síðustu þremur árum hefur Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja.
Á þriðjudagskvöld, þann 23. febrúar 2016, mun Vilborg flytja erindi í Selfosskirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvað má af honum læra...
Meira
21.02.2016 - 13:59 | Hallgrímur Sveinsson

Nafnkunnur maður tekur undir með spekingunum að vestan

Friðrik Pálsson í Viðskipta-Mogganum 18. febr. 2016.
Friðrik Pálsson í Viðskipta-Mogganum 18. febr. 2016.

Maður er nefndur Friðrik Pálsson, fyrrum forstjóri SH og hótelrekandi á Hótel Rangá í 13 ár. Hann er í viðamiklu viðtali við Stefán A. Stefánsson í Viðskiptamogganum 18. febr. Friðrik vill að allir þeir sem hingað komi greiði tiltekna upphæð í sjóð, 3000 eða jafnvel 5000 kr. Þessi sjóður verði helgaður uppbyggingu innviða. Hann tekur jafnframt fram, að  hann hafi ekki áhyggjur af að gjaldið fæli ferðamenn frá.


   Þrír spekingar hérna fyrir vestan hafa reifað þetta mál um skeið. Allir erlendir ferðamenn greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald eða Íslandsframlag. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Og til hvers? Jú, þessir peningar verði notaðir í uppbyggingu og til að hafa einhverja stjórn á ferðafólkinu.

...
Meira
21.02.2016 - 13:46 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Heilmikið um að vera!

Gamla kaupfélagssjoppan hefur fengið heilmikla andlitslyftingu. Þar voru listaverk af ýmsu tagi til sýnis. Einkum frá sjávarsíðunni. Ljósm. H. S.
Gamla kaupfélagssjoppan hefur fengið heilmikla andlitslyftingu. Þar voru listaverk af ýmsu tagi til sýnis. Einkum frá sjávarsíðunni. Ljósm. H. S.
« 1 af 6 »
Já, það var heilmikið um að vera á Þingeyri í gær, laugardaginn 20.  febrúar 2016. 
Veðrið gerði þó nokkuð strik í reikninginn, en samt kómu all margir frá Ísafirði. Það er nefnilega jafn langt frá Ísafirði til Þingeyrar eins og frá Þingeyri til Ísafjarðar! 
Svo segja ýmsir spekingar stundum þegar jafnvægi í byggð landsins ber á góma....
Meira
21.02.2016 - 09:20 | Vestfirska forlagið

21. febrúar “konudagur” góa byrjar

Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víðir Björnsson.
Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víðir Björnsson.

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700.


 Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.


 Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.

...
Meira
20.02.2016 - 20:11 | Hallgrímur Sveinsson

Allskonar í gangi í dag

Nina Ivanova er frá Garðaríki, búsett á Ísafirði. Hún hélt námskeið í vatnslitamálun um daginn. Til vinstri á myndinni eru verk eftir yngri kynslóðina á staðnum, en til hægri verk hinna eldri. Svo er Nína sjálf kappklædd til hægri. Ljósm H. S.
Nina Ivanova er frá Garðaríki, búsett á Ísafirði. Hún hélt námskeið í vatnslitamálun um daginn. Til vinstri á myndinni eru verk eftir yngri kynslóðina á staðnum, en til hægri verk hinna eldri. Svo er Nína sjálf kappklædd til hægri. Ljósm H. S.
« 1 af 4 »
Segja má að á Þingeyri hafi verið alþjóðlegt listatorg undanfarnar vikur. 
Þar hafa listamenn af ýmsum þjóðernum látið ljós sitt skína. Einkum þó frá Litháen. 
Eins og margir vita eru Íslendingar virtir og dáðir í því landi. 
Þetta eru vinir okkar....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31