Nú eru þeir farnir að vitna í Jón forseta í útlöndum
Fáir ef nokkrir hafa verið oftar nefndir til sögunnar hér á Þingeyrarvefnum í gegnum tíðina en Jón forseti. Höfum við birt um hann ótal greinar, tilvitnanir og frásagnir. Bara nefndu það. Og ekki að gleyma fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð.
En við landar hans höfum verið ákaflega slappir að kynna hann á erlendum vettvangi og fyrir hvað hann stóð. Munum við fjalla nánar um það síðar. En nú er búið að tala í útlöndum.
Daniel Hannan er einn af þingmönnum Breta á Evrópuþinginu. Hann er þekktur fyrir skörulegan málflutning. Daniel er einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ummæli Jóns forseta um frelsið flugu aldeilis um netheima í morgun þegar Daniel vitnaði í hann á tístinu.
Hundruðir þúsunda lesa það sem Daniel Hannan lætur frá sér fara.