A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
25.02.2016 - 20:39 | Hallgrímur Sveinsson

Fullt af fréttum úr Dýrafirði!

Kraninn að athafna sig í morgun. M/b Egill í Króknum. Annars sjást aldrei orðið stærri skip í Þingeyrarhöfn. Ekki frekar en gull. Af sem áður var.   Ljósm.: H.S.
Kraninn að athafna sig í morgun. M/b Egill í Króknum. Annars sjást aldrei orðið stærri skip í Þingeyrarhöfn. Ekki frekar en gull. Af sem áður var. Ljósm.: H.S.
  1. Nú eru kallarnir farnir að útbúa sig á grásleppuna. Dúddi segir að ekkert offramboð sé á heimsmarkaðnum. Og hátt verð fyrir hveljuna í Kína.
  2. Stór krani kom til Þingeyrar í morgun. Það er eitthvað verið að græja næturnar í fiskeldinu. Skyldi það vera þvottur?
  3. Friðbert bóndi  í Hólum var kallaður inn í morgun. Nú skal fara í aðgerð á hægri mjöðminni á Landspítalanum um mánaðamót. Okkar maður Ríkharður framkvæmir. Gangi ykkur vel Berti minn!
  4. Grímur á Eyri fékk sér nýtt úlpubyrði og Nokia stígvél á Ísafirði um daginn.
  5. Í gærmorgun var lesið í sundlauginni viðtal úr Mannlífi og sögu við Böðvar Guðmundsson, nafnkunnan Dýrfirðing á sinni tíð. Tekið fyrir 20 árum. Einstaklega skemmtilegur og frásagnarglaður maður, Bövvi í Verslunarfélaginu. Framhald á næsta miðvikudag.
  6. Búið er að mæla út fyrir gönguskíðabrautum á Bakka í Brekkudal. Það gerði Benjamín ráðsmaður þar. Meira seinna.
  7. Nú er sól um allan fjörð.
  8. Þeir eru alltaf að smíða og smíða á kaupfélagsloftinu, blessaðir drengirnir. Það er verið að fjölga herbergjum á Hótel Sandafelli. Svo Eiríkur bóndi geti tekið á móti heilu rútunum í einu.
  9. Í gærkvöldi var alveg ofboðslega fallegt veður í Dýrafirði. Og kallinn í tunglinu lék við hvern sinn fingur.

 

                    "Tunglið, tunglið taktu mig
                    og berðu mig upp til skýja".
                    Hugurinn ber mig hálfa leið
                    í heimana nýja.
                    Mun þar vera margt að sjá,
                    mörgu hefurðu sagt mér frá,
                    þegar þú leiðst um loftin blá
                    og leist til mín um rifinn skjá.
                    Komdu, litla lipurtá!
                    Langi þig að heyra,
                    hvað mig dreymdi, hvað ég sá
                    og kannski sitthvað fleira.
                    Ljáðu mér eyra.
                    Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra.

                                        Theodóra Thoroddsen  (framhald seinna!)

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31