Af vettvangi dagsins
Myndirnar teknar laugardaginn 20. febrúar 2016 kl. 15,00.
Þorraþæll, 18 vika vetrar. Nokkur snjókoma en annars frekar stillt veður miðað við veðurspá.
Báturinn Egill við hafnarbakkann.
Ljósm. H. S....
Meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmundsdóttir héldu í síðustu viku opinn stjórnmálafund á Ísafirði og Þingeyri.
Fram kom á fundunum að þau töldu að Dýrafjarðargöng yrðu boðin út nú í haust. Ásmundur Einar kvaðst myndu skrifa innanríkisráð- herra Ólöfu Nordal og krefja hana svara um það hvort myndi ekki ganga eftir.
...Dæmi um verð á gistingu með morgunverði í eins manns herbergi á þremur hótelum á Íslandi næsta sumar:
Norðausturland 12,000 kr.
Vestfirðir 17,700 kr.
Reykjavík 42,771 kr.
Aðgangur í Bláa lónið í sumar verður frá 7,300 upp í 11,600 kr.
Leiga á inniskóm 1,500 kr.
Þrír spekingar fyrir vestan hafa leyft sér að leggja fram þá tillögu að allir erlendir ferðamenn sem ætla að skoða og ferðast um landið greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Og til hvers? Jú, þessir peningar verði notaðir til dæmis fyrsta árið í uppbyggingu og rekstur:
...Sunnudaginn 14. febrúar sl. héldu Vestfirðingar á Suðurlandi fjölsótt sólarkaffi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Gestir voru á öllum aldri en elst var Jensína Guðmundsdóttir 98 ára, fyrrum húsfrú á Tannanesi í Önundarfirði, en hún kom í kaffið með nokkrum börnum sínum og tengdabörnum.
Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, var með málverkasýningu sem nefndist Frá Djúpi til Dýrafjarðar.
Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson, sýndi nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og fyrir vestan.
Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi góðar kveðjur á Sólarkaffið með póstkortum til allra gesta og einnig fengu 10 þeirra eintök af bókunum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Þingeyringarnir Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason sáu um að draga út hina heppnu gesti.