A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
23.02.2016 - 19:51 | Hallgrímur Sveinsson

Hvort er betra 100 staurar eða 100 hreppstjórar?

Við Urriðafoss í Þjórsá. Ljósm.: BIB
Við Urriðafoss í Þjórsá. Ljósm.: BIB

Framkvæmdastjóri jarðbaðanna í Mývatnssveit, Gunnar Atli Fríðuson, skrifar grein í Moggann í dag um gjaldtöku ferðamanna. Hann segir meðal annars: „Mín tillaga er að setja upp einn háan staur með P-merki á bláum grunni við alla helstu staði eins og Gullfoss, Goðafoss, Dettifoss og fleiri. Þar væri að finna gjaldmæli sem hægt væri að borga í með korti eða aur (svo!) líkt og tíðkast í Reykjavík. Við þurfum ekki marga slíka staura um landið.“

   Þessi hugmynd Gunnars Atla er auðvitað ein af mörgum sem stjórnendur ferðamála þurfa að ræða þessa dagana. Og vaknar nú sú spurning hvort sé heppilegra að hafa 100 staura í gangi eða 100 lifandi hreppstjóra! Er þá alls ekki verið að gera lítið úr staurahugmyndinni úr Mývatnssveit. En vert er að skoða hugmyndir hér á síðunni sem spekingarnir þrír á Þingeyri hafa lagt fram til umræðu.   

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31