24.02.2016 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Erna Höskuldsdóttir
Yndisleg gjöf frá Kvenfélaginu Von á Þingeyri
Í byrjun febrúar fékk Grunnskólinn á Þingeyri frábæra og veglega gjöf frá Kvenfélaginu Von á Þingeyri. Þar sem allir nemendur eru búnir að vera duglegir að bæta sig í lestri og skólinn að skipuleggja hvert lestrarátkið eftir öðru kemur sér vel að bæta aðstöðu til lestursins og gáfu kvenfélagskonur staðarins skólanum 3 FatBoy sem eru grjónapúðar sem nýtast á marga vegu, hægt er að liggja á þeim og sitja á margan hátt allt eftir stærð einstaklinga.
Skólinn, sérstaklega nemendur og líka starfsfólk þakkar aftur kærlega fyrir stuðninginn sem á án efa eftir að nýtast vel í skólastarfinu ásamt því að lestarhestar bæti sig meira og lesi miklu meira :)
Sjá:
http://grthing.isafjordur.is/frettir/Yndisleg_gjof_fra_Kvenfelaginu_Von/