05.03.2016 - 06:58 | bb.is,Vestfirska forlagið
Óskar eftir svörum um framtíð Þingeyrarflugvallar
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um Þingeyrarflugvöll. Fyrirspurnin er í fimm liðum og spyr Lilja Rafney hvort að Þingeyrarflugvöllur hafi verið lagður af sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll. Hún spyr einnig um nýtingu vallarins á síðustu fimm árum og hvenær síðast var lent á Þingeyri.
Þá óskar hún eftir svörum um framtíðaráform stjórnvalda varðandi Þingeyrarflugvöll og viðhald fjarfestinga þar. Að lokum spyr hún út í nýjar flugvélar Flugfélagsins og hvort þær geti lent á Ísafjarðarflugvelli og Þingeyrarflugvelli.
Þá óskar hún eftir svörum um framtíðaráform stjórnvalda varðandi Þingeyrarflugvöll og viðhald fjarfestinga þar. Að lokum spyr hún út í nýjar flugvélar Flugfélagsins og hvort þær geti lent á Ísafjarðarflugvelli og Þingeyrarflugvelli.