A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
05.03.2016 - 21:05 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Saga dagsins: - Stjórafærið

Kútter Sigurfari í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.
Kútter Sigurfari í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.

Jón Pálsson var fósturfaðir Kristjáns Jakobssonar bónda í Höfn, sem sagt var frá hér um daginn á Þingeyrarvefnum. Jón  var eins og fleiri á þeim árum, mikið til sjós. Þeir voru eitt sinn á skútu austur í Húnabugt, lágu þar við stjóra. Svo fóru þeir að draga upp stjórann. Þá var Jón Pálsson sendur niður í lest og honum sagt að hann eigi að hringa niður stjórafærið, eftir því sem hinir draga. Jú, jú. Karlinn tekur það að sér, en kallar upp til þeirra:

     "Hvernig á ég að hringa niður færið?"

     "Nú, auðvitað með sól", segja þeir sem uppi voru.

     Þá segir Jón Pálsson:

     "Hvurnig í andskotanum á ég að vita hvernig sólin gengur hér niðri í lest og austur í Bugt?".    

                                       

         (Úr viðtali við Guðmund Sören Magnússon, Mannlíf og saga, 7. hefti)

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31