A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.03.2016 - 10:17 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Erlendu ferðamennirnir: - Markvissar tillögur að vestan í hnotskurn

Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.
Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.

    Almannarómur segir að það sé útilokað að við getum búið við þá happa-og glappaaðferð sem ríkir í dag við móttöku erlendra ferðamanna. Við höfum leyft okkur að leggja til að þeir greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, nokkurs konar Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Hvað á svo að gera við þessa peninga? Til dæmis þetta:


Nýtt verkefni fyrir hreppstjóra

   Gömlu hreppstjóraembættin verði endurreist  ferðafólki til aðstoðar. 100 hreppstjórar verði nokkurs konar svæðisumsjónarmenn. Þeir hefðu lögregluvald samkvæmt erindisbréfi. Gjörkunnugir og hæfir menn af báðum kynjum yrðu ráðnir í fullt starf eftir auglýsingu þar um. Lögreglustjórar eða sýslumenn yrðu yfirmenn þeirra. Þeir þyrftu að hafa lögreglustjörnu í barmi og hafa heimild til að sekta þá á staðnum sem ekki virða lög og reglur.

Áætlaður kostnaður á ári við 100 hreppstjóraembætti 1 milljarður.

Hreinlætisaðstaða

Byggð verði 50 lagleg hús á stöðum þar sem ekki eru hótel og veitingastaðir. Þar verði svo mörg salerni sem þörf er á, sameiginlegt rými með vöskum, handklæðum, speglum, lítilli sölubúð með hreinlætisvörur og aðstöðu fyrir eftirlitsmann. Húsakostur verði boðinn út í heilu lagi. Rekstur einnig boðinn út. Hreppstjórar sjái um eftirlit. Ókeypis aðgangur fyrir alla!

Áætlaður stofnkostnaður  2,5 milljarðar, rekstur 500 milljónir. Alls 3 milljarðar. 


Fræðsla og björgunarsveitir

Fræðsla um Ísland og hvað má og hvað ekki. Reyndir leiðsögumenn og ferðaskrifstofufólk sjái um þennan þátt.
Kostnaður, ósundurliðað = 500,000,000,-

Björgunarsveitir sjái um fræðslu fyrir þá sem ætla sér að ferðast um hálendi landsins og aðra fáfarna staði. Alltaf í startholunum að vanda. Verði sýnilegar. Standi jafnvel vaktir á hættulegum stöðum í samráði við hreppstjóra og lögreglu.
Framlag, ósundurliðað =500,000,000,-
                      
Alls allur pakkinn fimm milljarðar króna

Í hnotskurn:

Hver á að borga brúsann? Ferðamennirnir sjálfir.

Hvenær? Við komu til landsins.

Hver á að rukka? Flugfélögin.

Ef þörf krefur verði sett lög um þetta frá Alþingi. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31