A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.03.2016 - 07:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Góð þátttaka í ráðstefnunni í Björgvin

Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, ráðgjafi.
Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, ráðgjafi.
„Þetta er gríðarlega gott tækifæri til markaðssetningar fyrir þá sem eru í sjávarútvegi því þarna eru þeir sem taka ákvarðanir,“ segir Kristján Davíðsson, ráðgjafi, um North Atlantic Seafood Forum í Bergen sem hófst á þriðjudaginn og lýkur í dag, en um er að ræða eina stærstu viðskiptaráðstefnu heims í sjávarútvegi.

Kristján segir að á ráðstefnunni séu hátt í 1.000 þátttakendur frá yfir 300 fyrirtækjum víðs vegar að úr heiminum. „Þarna eru þeir samankomnir sem tengjast sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti frá 35 löndum. Þetta eru allt leiðandi aðilar í sjávarútvegi ásamt bankafólki og fjárfestum frá Síle til Kína og allt þar á milli.“

 

Tólf íslensk fyrirtæki taka þátt

Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og í ár er áherslan sett á markaðsmál og markaðsaðgengi. „Það er farið vítt og breitt yfir uppsjávariðnaðinn og botnfiskiðnaðinn, auk þess sem umfjöllun um fiskeldi er mjög áberandi. Á ráðstefnunni eru um 100 fyrirlesarar sem flytja erindi á 10 ráðstefnum þá þrjá daga sem ráðstefnan stendur yfir,“ segir Kristján.

Hann segir íslensk fyrirtæki hafa verið þátttakendur á ráðstefnunni til margra ára en að þessu sinni eru tólf fyrirtæki frá Íslandi þátttakendur. Auk þess opnaði sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þann hluta ráðstefnunnar sem fjallar um fiskveiðar. „Þó þetta sé ekki mjög heppileg tímasetning fyrir íslenskan sjávarútveg, mitt ofan í loðnuvertíðina, þá mætir fjöldi Íslendinga hingað til Bergen. En það eru margir sem fara síðan héðan á sjávarútvegssýninguna í Boston í beinu framhaldi en hún hefst um helgina.“

Kristján segir að nokkrir tugir Íslendinga séu á ráðstefnunni og að þeir hafi aldrei verið fleiri. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að mæta á ráðstefnuna því þetta er einstakt tækifæri til að heyra hvað er í gangi í sjávarútvegsiðnaðinum og hvað er framundan í greininni.“

 

Morgunblaðið fimmtudaginn 3. mars 2016.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31