A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
29.03.2016 - 11:25 | skutull.is

Vestfjarðatíðindi komin út

Vestfjarðatíðindi eru komin út á ný. Páskablaðið, 1. hefti 2016, er gefið út sem vefrit. Vestfjarðatíðindi eru málgagn Vestfirska forlagsins undir ritstjórn Hallgríms Sveinssonar forleggjara í Dýrafirði. Hann segir vefritið ætlað öllum þeim er unna Vestfjörðum á einhvern hátt. ,,Því er ætlað að kynna mannlíf og sögu kynslóðanna á þessum hluta landsins, sem sumir telja óbyggilegan. Er það sams konar efni og Vestfirska forlagið hefur birt í útgáfubókum sínum og ritum, sem nú eru komin á fjórða hundrað talsins. Auk þess fjallar vefritið um ýmis mál sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu. Sumt af efni þess hefur áður birst á Þingeyrarvefnum," segir í kynningu frá útgefanda. Vestfjarðatíðindi koma fram á sínum eigin forsendum og eru engum háð. Umbrot blaðsins annast Nína Ivanova....
Meira
29.03.2016 - 11:21 | bb.is,Vestfirska forlagið

Vestfirðir áberandi í samgönguáætlun

Munni ganganna verður vinstramegin á myndinni, nokkuð fyrir innan brú.
Munni ganganna verður vinstramegin á myndinni, nokkuð fyrir innan brú.
Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018, sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Suðausturland fær einnig umtalsverðar vegarbætur en nýr Dettifossvegur var hins vegar skorinn niður. 

Gert er ráð fyrir að Dýrafjarðagöng verði boðin út fyrir áramót og framkvæmdir hefjist á næsta ári. Samhliða gerða Dýrafjarðarganga verður vegurinn um Dynjandisheiði endurgerður. 
Í samgönguáætlun er einnig gert ráð fyrir fjárveitingu til veggerðar í Þorskafirði, um hina umdeildu veglínu um Teigsskóg....
Meira
29.03.2016 - 11:00 | bb.is,Vestfirska forlagið

70 milljónir til Vestfjarða

Hafliði Magnússon (1935-2011) við fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon (1935-2011) við fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar í vor 647 milljónum króna til 66 verkefna hringinn í kringum landið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögurnar. 70 milljónir koma í hlut verkefna á Vestfjörðum. Hæstu styrkirnir eru 30 milljónir króna og eru fjórir. Þeir eru veittir til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss.
16 milljónum kr. verður úthlutað til að koma upp salernisaðstöðu við Látrabjarg. Tólf milljónir fara í uppbyggingu á salerniaðstöðu við ferjuhöfnina á Brjánslæk. 
Fossavatnsagangan á Ísafirði fær sjö milljónir kr. til merkinga á göngu- hjóla- og skíðaleiðum og uppsetningu upplýsingaskilta. ...
Meira
Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð, þjóðleikhússtjóri, með Thorbjörn Egner á tröppum Þjóðleikhússins 1962. Þá setti Þjóðleikhúsið upp fyrstu sýninguna á leikritinu Dýrunum í Hálsaskógi. Sló aldeilis í gegn. Var ekki fyrst sýnt í heimalandi Egners, Noregi, heldur á Íslandi! (Leikskrá)
Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð, þjóðleikhússtjóri, með Thorbjörn Egner á tröppum Þjóðleikhússins 1962. Þá setti Þjóðleikhúsið upp fyrstu sýninguna á leikritinu Dýrunum í Hálsaskógi. Sló aldeilis í gegn. Var ekki fyrst sýnt í heimalandi Egners, Noregi, heldur á Íslandi! (Leikskrá)

Sá góðkunni útvarpsmaður, Jónas Jónasson, segir svo í bók sinni Lífsháskinn: "Fólkið í Reykjavík virðist oft ekki vita af því að austan Elliðaánna er líka til fólk sem býr yfir geysimiklum hæfileikum, frásagnarkúnst og lífsgleði. Fólkið í sveitum Íslands kann að skemmta sér, flytja menningu sína, leiklist og söng, og okkur kemur það öllum við. Ég hef stundum verið ásakaður um að vera sveitalegur í þáttagerð minni og ég tek því sem kærkomnu hrósi." (Svanhildur Konráðsdóttir, Forlagið Rvk. 1991). 


Þessi orð Jónasar geta verið einskonar mottó fyrir það sem fer fram í menningunni á Þingeyri í Dýrafirði þessa dagana. Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs hefur nú sett upp rétt eina stórsýninguna. Að þessu sinni er það hinn heimsfrægi Kardemommubær eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner sem er á fjölunum í Félagsheimilinu. Barnaleikrit, sem ekki er síður fyrir hina svokölluðu fullorðnu! Elfar Logi Hannesson leikstýrir. Nema hvað?

...
Meira
27.03.2016 - 11:26 | Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið

Vill heilsársveg yfir Kollafjarðarheiði

Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.
Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.
« 1 af 2 »

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, gamall áhugamaður um samgöngur á Vestfjörðum, vill að nýr vegur verði lagður yfir Kollafjarðarheiði. Leiðin liggur milli Laugabólsdals í Ísafirði í Inndjúpi og Fjarðarhorns í Kollafirði í Reykhólahreppi. Gamli vegurinn yfir heiðina hefur lengi verið notaður sem sumarvegur líkt og vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði. Vegalengdin er um 21 km, þar af um tveir þriðju á láglendi.


 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er Höskuldur Þórhallsson alþingismaður. Kristinn hefur nú ritað honum bréf og skorar hann þar á nefndina að taka veginn yfir Kollafjarðarheiði í þjóðvegatölu sem tengiveg milli Vestfjarðavegar 60 og Djúpvegar 61. Vegagerðinni verði falið að hanna veginn og gera kostnaðaráætlun og umhverfismat.

...
Meira
27.03.2016 - 09:01 | Vestfjarðatíðindi,Hallgrímur Sveinsson

Lykill að skilningi á málflutningi Jóns Sigurðssonar

Jón Sigurðsson. Fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811, dáinn 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
Jón Sigurðsson. Fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811, dáinn 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
Ritstjóri nokkur í Kaupmannahöfn, Carl Bille, ásakaði Jón Sigurðsson um að hafa í áraraðir ráðist á Danmörku og Dani á óbilgjarnan hátt og reynt að vekja upp hatur og óánægju Íslendinga gegn því landi sem þeir tilheyrðu. Að gefnu því tilefni skilgreindi Jón stjórnmálastarf sitt svo:

„Ég hef aldrei haft neitt á móti Danmörku eða Dönum almennt og enn síður ráðist á þá. Aftur á móti hef ég af eigin rammleik reynt að varpa ljósi á samband Íslands og Danmerkur og stuðla að því að taka megi enda sú óstjórn, sem óneitanlega hefur viðgengist og ríkir enn á Íslandi, og allir hafa viðurkennt sem hafa tjáð sig um íslensk málefni í mörg hundruð ár. Að ég sé kominn í andstöðu við núverandi stefnu danskra stjórnvalda í íslenskum málum er rétt, en andstaða mín hefir alltaf verið grundvölluð á nákvæmum rannsóknum og rökum.“ (Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson, seinna bindi, bls. 426).
...
Meira
27.03.2016 - 08:45 | Þjóðlegur fróðleikur,Vestfirska forlagið

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir

Úr jólablaði Ísfirðings í desember 1992. Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
Úr jólablaði Ísfirðings í desember 1992. Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
« 1 af 3 »

Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og tengdasonur Dýrafjarðar:


Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir


Kvæði þetta var ort í júní 1992 fyrir áeggjan eða tilmæli Matthíasar Guðmundssonar vélsmíðameistara á Þingeyri. Það var síðan flutt á Hrafnseyrarhátíð 17. júní s.l. (1992).


Hann fór til Hafnar að finna sér frama og mennt.


 

...
Meira
Halldór liðsstjóri (slökkviliðsstjóri) með slönguna. Við munum ræða við hann síðar. Ljósmyndirnar tók H. S.
Halldór liðsstjóri (slökkviliðsstjóri) með slönguna. Við munum ræða við hann síðar. Ljósmyndirnar tók H. S.
« 1 af 5 »

Undanfarna daga hafa drengirnir í slökkviliðinu á Þingeyri verið að prófa tækin. Tveir slökkvibílar eru á svæðinu, öflugur dælubíll og 10 þús. lítra tankbíll. Ekki veitir af að allt sé undir kontról ef á þarf að halda, sem vonandi verður aldrei!


   Eins og við sögðum frá um daginn, urðu þau tímamót hjá liðinu um síðustu áramót, að Kristján Gunnarsson frá Hofi, sem gegnt hefur starfi slökkviliðsstjóra hátt í hálfa öld, lét af störfum. Halldór Gíslason tók við og kallast liðsstjóri. Við spurðum Kristján í hraðsamtali um daginn hvort þetta væri erfitt starf. Hann svaraði:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31