Vestfjarðatíðindi komin út
Meira
Sá góðkunni útvarpsmaður, Jónas Jónasson, segir svo í bók sinni Lífsháskinn: "Fólkið í Reykjavík virðist oft ekki vita af því að austan Elliðaánna er líka til fólk sem býr yfir geysimiklum hæfileikum, frásagnarkúnst og lífsgleði. Fólkið í sveitum Íslands kann að skemmta sér, flytja menningu sína, leiklist og söng, og okkur kemur það öllum við. Ég hef stundum verið ásakaður um að vera sveitalegur í þáttagerð minni og ég tek því sem kærkomnu hrósi." (Svanhildur Konráðsdóttir, Forlagið Rvk. 1991).
Þessi orð Jónasar geta verið einskonar mottó fyrir það sem fer fram í menningunni á Þingeyri í Dýrafirði þessa dagana. Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs hefur nú sett upp rétt eina stórsýninguna. Að þessu sinni er það hinn heimsfrægi Kardemommubær eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner sem er á fjölunum í Félagsheimilinu. Barnaleikrit, sem ekki er síður fyrir hina svokölluðu fullorðnu! Elfar Logi Hannesson leikstýrir. Nema hvað?
...Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, gamall áhugamaður um samgöngur á Vestfjörðum, vill að nýr vegur verði lagður yfir Kollafjarðarheiði. Leiðin liggur milli Laugabólsdals í Ísafirði í Inndjúpi og Fjarðarhorns í Kollafirði í Reykhólahreppi. Gamli vegurinn yfir heiðina hefur lengi verið notaður sem sumarvegur líkt og vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði. Vegalengdin er um 21 km, þar af um tveir þriðju á láglendi.
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er Höskuldur Þórhallsson alþingismaður. Kristinn hefur nú ritað honum bréf og skorar hann þar á nefndina að taka veginn yfir Kollafjarðarheiði í þjóðvegatölu sem tengiveg milli Vestfjarðavegar 60 og Djúpvegar 61. Vegagerðinni verði falið að hanna veginn og gera kostnaðaráætlun og umhverfismat.
...Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og tengdasonur Dýrafjarðar:
Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir
Kvæði þetta var ort í júní 1992 fyrir áeggjan eða tilmæli Matthíasar Guðmundssonar vélsmíðameistara á Þingeyri. Það var síðan flutt á Hrafnseyrarhátíð 17. júní s.l. (1992).
Hann fór til Hafnar að finna sér frama og mennt.
...
Undanfarna daga hafa drengirnir í slökkviliðinu á Þingeyri verið að prófa tækin. Tveir slökkvibílar eru á svæðinu, öflugur dælubíll og 10 þús. lítra tankbíll. Ekki veitir af að allt sé undir kontról ef á þarf að halda, sem vonandi verður aldrei!
Eins og við sögðum frá um daginn, urðu þau tímamót hjá liðinu um síðustu áramót, að Kristján Gunnarsson frá Hofi, sem gegnt hefur starfi slökkviliðsstjóra hátt í hálfa öld, lét af störfum. Halldór Gíslason tók við og kallast liðsstjóri. Við spurðum Kristján í hraðsamtali um daginn hvort þetta væri erfitt starf. Hann svaraði:
...