A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
03.04.2016 - 21:27 | Hallgrímur Sveinsson

Nú fær Vegagerðin prik!

Umræddur vegur á Brekkudal er eins og hefluð fjöl eins og sjá má! Ljósm.: H. S.
Umræddur vegur á Brekkudal er eins og hefluð fjöl eins og sjá má! Ljósm.: H. S.

Vegagerðin okkar er oft í umræðunni. Það er eðlilegt eins og samgöngumálin eru stór liður í tilveru manna hér vestra. Oft finnst fólki að henni séu mislagðar hendur. Það er bara þannig. En svo kemur það fyrir, kannski oftar en menn vilja viðurkenna, að þetta opinbera apparat okkar gerir góða hluti.


   Er nú skemmst frá að segja að búið er að hefla veginn fram Brekkudal í Dýrafirði, í kjölfarið á mokstri á Hrafnseyrarheiði. Segja má til gamans að elstu menn muni jafnvel ekki annað eins.

...
Meira
03.04.2016 - 06:47 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gamla myndin: - Fagnaðarfundur á Hrafnseyri

 Fagnaðarfundur á Hrafnseyri. Ljósm.: H.S.
Fagnaðarfundur á Hrafnseyri. Ljósm.: H.S.
Það var mikið stuð á þeim félögunum og vinunum Ragga Bjarna og Hemma Gunn er þeir hittust á Hrafnseyri fyrir um 15 árum. Eins og margir vita er Ragnar ættaður frá Hrafnseyri. Afi hans, séra Böðvar Bjarnason, var þar prestur frá 1901 til 1941. Og Hemmi átti ættir að rekja í Dýrafjörð eins og mörgum er einnig kunnugt. Myndin er tekin í kirkjugarðinum á Hrafnseyri. Ánarmúli og Borgarfjörður í baksýn. 
Ljósm. Hallgrímur Sveinsson....
Meira
01.04.2016 - 22:16 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Rússafiskur aftur til vinnslu á Þingeyri! Síðbúið aprílgabb

Þessi rússneski togari kom til Þingeyrar með rússafisk rétt fyrir jólin 1997. Ljósm. H. S.
Þessi rússneski togari kom til Þingeyrar með rússafisk rétt fyrir jólin 1997. Ljósm. H. S.

Af óðviðráðanlegum ástæðum komst 1. aprílfréttin okkar ekki inn á Þingeyrarvefinn í tíma í dag. En betra er seint en aldrei!


Sú var tíðin að stór skip af öllu tagi sáust í Þingeyrarhöfn. En það er liðin tíð í bili alla vega, hvað sem verður síðar. En nú er uppi annar óður. Hvað haldið þið. Er ekki bara væntanlegur í dag til Þingeyrar rússneskur togari sem hefur verið breytt í frystiskip. Er hann með um 200 tonn af blönduðum fiski, sem er heilfrystur og kemur í pokum. Fer hann til vinnslu í frystihúsi Fáfnis hf. Er hann þýddur þar og unninn. Er hann þá tvífrystur og kallast rússafiskur. Fer á markað í Kína fyrir sæmilegt verð.

...
Meira
01.04.2016 - 21:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Ferðamannaokrið: - Inniskór til leigu

Svona líta inniskórnir út sem fást á 595,- kr. parið í Rúmfatalagernum.
Svona líta inniskórnir út sem fást á 595,- kr. parið í Rúmfatalagernum.
« 1 af 2 »
Í nágrenni Reykjavíkur er rekinn baðstaður nokkur. Þegar inn er komið, mætir baðgestinum skelfilegur peningaveggur og plokkun. Við höfum að vísu ekki þrek til að nefna nema eitt atriði á verðskrá staðarins að sinni. Það er svokölluð leiga á inniskóm.  Leigan á þeim er 1,500 kr. Fimmtán hundruð krónur íslenskar. Við skoðuðum verðskrána hjá Rúmfatalagernum yfir inniskó. Inniskórnir á meðf. myndum kosta 595 kr. parið út úr búðinni. Væntanlega framleiddir af þrælum....
Meira
31.03.2016 - 19:26 | Vestfirska forlagið,skutull.is,bb.is

Hrafnseyrarheiði opin

Búið er að opna Hrafnseyrarheiði fyrir umferð en mokstur stendur enn yfir. Enn er unnið að mokstri á Dynjandisheiði. Á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Hrafnseyrarheiði er krapi og snjóþekja. Það þykir gott ef heiðin opnast fyrir 1. apríl ár hvert, því oft hefur það dregist fram í maímánuð að opna leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Dýrafjarðargöng munu breyta þessari stöðu, en væntanlega verður byrjað á þeim á næsta ári....
Meira
31.03.2016 - 08:19 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Leiðin Ísafjörður - Reykjavík mun styttast um 54 kílómetra

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
Leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur styttist um 54 kílómetra ef allarfyrirhugaðar vega- og gangnaframkvæmdir verða að veruleika sem getið er um í tillögu að Samgönguáætlun. Samgönguáætlun var nýlega lögð fram á ný á Alþingi, seint og um síðir, svo sem sagt var frá hér á Skutli. Með jarðgöngum frá Dýrafirði í Arnarfjörð leggst erfiður fjallvegur um Hrafnseyrarheiði af og leiðin styttist um 27 kílómetra. Nýr vegur um Dynjandisheiði sem lagður verður samhliða og í beinu framhaldi mun stytta vegalengdina um 5 kílómetra að auki. Ferðatíminn frá Ísafirði vestur í Flókalund í Vatnsfirði mun styttast meira en nemur kílómetrunum, því nýir vegir taka við af 60 ára gömlum fjallvegum. Styttingin verður því að minnsta kosti klukkutími. Við þetta bætist svo væntanlega nýr vegur um Gufudalssveit og yfir Þorskafjörð, sem stytta mun bæði vegalengd og aksturstíma enn frekar. Alls mun styttingin nema 54 kílómetrum og leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur verða komin undir 400 kílómetra....
Meira
Bastían bæjarfógeti.
Bastían bæjarfógeti.
« 1 af 3 »

-         Er ekki allt gott að frétta úr Kardimommubæ?


-         Jú, jú, allt í góðum gír eins og strákarnir segja.


-         Hvað eru margir íbúar í bænum núna?


-         Hef nú ekki talið það alveg nýlega. Það er svipað og á Þingeyri, svona 250 manns að ég held.


-         Er nóg atvinna í bænum núna?


-         Það er nóg að gera hjá fólkinu. Við rekum bakarí, sláturhús með pylsuframleiðslu og svo er frystihúsið opið stundum eins og á Þingeyri. En við þurfum náttúrlega fjölbreyttara atvinnulíf, léttan iðnað og svona. Við þurfum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið! Kannast þú nokkuð við það orðalag?


-         Er mikið af ræningjum á svæðinu?

...
Meira
29.03.2016 - 21:02 | Hallgrímur Sveinsson

Hrafnseyrar-og Dynjandisheiðar: - Snjómokstur hafinn á fullu!

Snjómoksturstækin að störfum í Horninu efst í kinninni í norðanverðri Hrafnseyrarheiði. Það er að sjá mikill blástur frá snjóblásara Vegagerðarinnar sem er framan á Paylodernum hjá honum Gunnsa okkar. Hálfgerður hvalablástur! Ljósm. H. S.
Snjómoksturstækin að störfum í Horninu efst í kinninni í norðanverðri Hrafnseyrarheiði. Það er að sjá mikill blástur frá snjóblásara Vegagerðarinnar sem er framan á Paylodernum hjá honum Gunnsa okkar. Hálfgerður hvalablástur! Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Í morgun hófst snjómokstur á fullu á Hrafnseyrarheiði. Stóra ýtan frá Bolungavík kom meira að segja til að liðka fyrir snjóblásaranum á Hrafnseyrarheiðinni. Hefur þetta skotgengið hjá þeim í dag. Mokstur hófst einnig á Dynjandisheiði í morgun að vestanverðu. Mokstur á heiðunum tekur að sjálfsögðu einhverja daga.


    Þegar við vorum að skrölta þetta í dag, mættum við tveimur bílum með útlendum ferðamönnum. Voru þeir á suðurleið og ætluðu að aka sem leið liggur yfir Hrafnseyrar-oog Dynjandisheiðar samkvæmt GSM kortinu í símanum, eða hvað það er kallað. Svona er þetta bara og fer vaxandi. Það er einhversstaðar gat í þessu ferðamannakerfi okkar.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31