A A A
  • 1947 - Hafsteinn Aðalsteinsson
  • 1952 - Einar Bjarnason
„Best að drífa sig í heyskapinn.“ Teikning Ómar Smári Kristinsson.
„Best að drífa sig í heyskapinn.“ Teikning Ómar Smári Kristinsson.
Örstuttur kafli úr bókinni Fyrir miðjum firði eftir Jón Hjartarson, fyrrum fræðslustjóra.

Hispurslaus, sönn og stórskemmtileg bók. Vestfirska forlagið gaf út 2010.

„Eitt sinn á miðjum slætti kemur sendimaður að Litlafjarðarhorni og gengur fyrir Franklín þar sem hann var að hjakka með orfi og ljá á túnskækli heima við bæ og segir að bróðir hans biðji hann að skreppa snöggvast heim að Stórafjarðarhorni, hann þurfi nauðsynlega að finna hann. Ekkert var getið um erindið en skilaboðin skýr svo ekki var um villst til hvers var

ætlast. Franklín leggur frá sér orfið, stingur ljáoddinum í grassvörðinn og leggur af stað, veður Fellsá og Þrúðardalsá á vaði. Veðrið var gott svo blautir fætur sköðuðu ekki. Hann kemur í Stórafjarðarhorn og gengur inn eins og venjulega. Þegar hann opnar eldhúsdyrnar er þar kominn prestur og til stendur að gifta afa og ömmu. Franklín skyldi vera vígsluvottur.
...
Meira
24.03.2016 - 21:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016

« 1 af 3 »
Vefritið Vestfjarðatíðindi 1. hefti 2016, málgagn Vestfirska forlagsins, kom út á Vefnum í dag. Þetta vefrit er ætlað öllum þeim er unna Vestfjörðum á einhvern hátt. Því er ætlað að kynna mannlíf og sögu kynslóðanna á þessum hluta landsins, sem sumir telja óbyggilegan. Er það sams konar efni og Vestfirska forlagið hefur birt í útgáfubókum sínum og ritum, sem nú eru komin á fjórða hundrað talsins. Auk þess fjallar vefritið um ýmis mál sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu.    Sumt af efni þess hefur áður birst á Þingeyrarvefnum....
Meira
24.03.2016 - 07:06 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

VEGAGERÐ OG JARÐARFARIR

« 1 af 2 »
Þegar ég fór að vinna hjá Vegagerðinn á áttunda áratug 20. aldar eftir langt hlé var komin vélaöld. Tipparastéttin aðeins endurminning en vélamenn alls konar uppistaða vinnuflokksins. Það var kominn tími hins bundna slitlags og verkgæði byggðust á góðum bílstjórum, hefilstjórum, ýtusvínum,broytröfusnillingum, payloaderstjórum o.s.frv. Að þess háttar þegnum bjó vinnuflokkur Guðmundar Gunnarssonar ríkulega. Við hinir, í fótgönguliðinu, hafðir til smærri viðvika,, stjórna losun á efni, girða og leggja ræsi. og fleira sem til féll.
Bundið slitlag var bylting. Við kölluðum þetta að" teppaleggja" Af sú tíð þegar vegagerðarmenn heilsuðu sömu holunum eins og gömlum kunningjum, ár eftir ár.
...
Meira
23.03.2016 - 22:06 | Einar K. Guðfinnsson

Stórsókn framundan í vestfirskum vegamálum

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Tillaga að nýrri samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi sl. föstudag ( 18. mars) gerir ráð fyrir miklum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum; sannkallaðri stórsókn í vestfirskum vegamálum. Hafist verður handa við öll þau stóru verkefni sem mjög hafa verið til umræðu á Vestfjörðum, svo sem vegagerð á Vestfjarðavegi 60 í Gufudalssveit ( oft kennd við Teigskóg), Dýrafjarðargöng ( sem sumir vinir mínir í Arnarfirði vilja raunar fremur kalla Arnarfjarðargöng!) og veg yfir Dynjandisheiði. Þessu viðbótar er gert ráð fyrir frekari vegagerð á Vestfjörðum sem nánar verður vikið að síðar. 

Sjá krækju: ...
Meira
22.03.2016 - 21:57 | Emil Ragnar Hjartarson,Vestfirska forlagið

NOKKUR FRÓÐLEIKSKORN AÐ VESTAN

Myndin er af Lýð Jónssyni, yfirverkstjóra hjá Vegagerð Ríkisins á Vestfjörðum um langt árabil
Myndin er af Lýð Jónssyni, yfirverkstjóra hjá Vegagerð Ríkisins á Vestfjörðum um langt árabil
« 1 af 2 »
Bílfært vegasamband komst á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar 18. september 1934. Að vegagerð höfðu unnið 30-40 manns um sumarið. Dýrasti vegarkaflinn var frá Vífilsmýrum að Bjarnardalsá í Önundarfirði, kostaði hver metri 5-6 krónur en annars staðar 3 kr. Unnið var fyrir kr. 40.000.-. Héraðsbúar keyptu ríkisskuldabréf fyrir nærri helming þeirrarupphæðar og er áhugi þeirra sagður lofsverður og ætti að vera öðrum til eftirbreytni. "Eru bifreiðar teknar að þjóta milli fjarðanna" segir í Ísafjarðarblöðum.
Næsta sumar er akvegur kominn upp fyrir Kerlingarhól áleiðis til Ísafjarðar. Tímakaup í vegagerðinni var 90 aurar og sóttu miklu fleiri um vinnu en hægt var að koma að, einkum fyrir slátt. 
Lýður verkstjóri telur að vegasambaand yfir Breiðadalsheiði fáist næsta sumar ef til verksins fáist þrjátíuþúsund krónur. Þetta varð. Akfært orðið til Ísafjarðar 7. september 1936. 
...
Meira

Fáir, ef nokkrir, hafa í jafn ríkum mæli og Ómar Þ. Ragnarsson bent okkur á hvað við höfum dýrlegt land að láni. Hann hefur verið óþreytandi að troða þessu inn í hausinn á þjóð sinni bæði í myndum og máli. Og Ómar er enn að. Löngu orðinn löggilt gamalmenni eins og skólabróðir hans sem hér bankar. Samt er hægt er að efast um að nokkurt land í heimi hér eigi slíkan óþreytandi spámann. Honum hefur orðið þó nokkuð ágengt. En betur má ef duga skal! Það sýnir frásögn og aðvörun Ómars um nýjustu virkjunaráform í Skjálfandafljóti. Nú á að sökkva 20 kílómetra löngum dal undir lón til að skapa 36 megavatta virkjun, en sú orka nægir fyrir um 25 manns í álveri. 25 manns í álveri! Hugsa sér!


   Hér á eftir fer frásögn Ómars á heimasíðu hans. Og myndir hans af ómetanlegum fossum og fallegum dal sem nú skal undir lón.

...
Meira
22.03.2016 - 14:16 | Vestfirska forlagið,bb.is

Átti ekki fyrir trúlofunarhringnum

Fjallkonan Kristín Dahlstedt (Jónsdóttir) frá Botni í Dýrafirði. Vestfirska forlagið gaf út að nýju fyrir nokkrum árum.
Fjallkonan Kristín Dahlstedt (Jónsdóttir) frá Botni í Dýrafirði. Vestfirska forlagið gaf út að nýju fyrir nokkrum árum.
« 1 af 2 »
Langalangömmubarn Kristínar Dahlstedt (Jónsdóttir) frá Botni í Dýrafirði, Hera Fjölnis Guðbrandsdóttir Fjord, leitar eftir bréfum Kristínar sem hugsanlega leynast í fórum fólks. Kristín var heitbundin skáldinu frá Þröm, Magnúsi Hjaltasyni en hann var fyrirmynd Halldórs Laxess að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi. Magnús hins vegar treysti sér ekki í fjármögnun á trúlofunarhringnum og þá sleit Kristín sambandi við hann. Hún fór síðan með kútternum Daníu til Danmerkur og lærði þar ýmislegt um hótel- og veitingarekstur. Þegar hún kom heim aftur árið 1905 réðst hún til starfa á Hótel Reykjavík en það brann árið 1915 og fljótlega eftir það stofnaði hún sinn eigin veitingastað að Laugavegi 68.
Kristín var kjörkuð og glæsileg kona sem samkvæmt bestu heimildum eldaði hún oft grátt silfur við embættismenn, einkum lögregluna, og þótti talsvert frjálsleg í samskiptum sínum við karlpeninginn. Hún eignaðist þrjú börn með þremur körlum og giftist ekki fyrr en á seinni árum. Endurminningar hennar komu út 1961 og vöktu mikla athygli enda brautryðjandi um margt. Kristín lést árið 1968....
Meira
22.03.2016 - 08:53 | Vestfirska forlagið,mbl.is

Ný jarðgöng fyr­ir aust­an og vest­an

Dýrafjrðargöng.
Dýrafjrðargöng.

Lagt er til í þings­álykt­un­ar­til­lögu að sam­göngu­áætlun 2015-2018 að fram­kvæmd­ir við jarðgöng á milli Arn­ar­fjarðar og Dýra­fjarðar verði boðnar út seint á þessu ári.
Fram­kvæmd­ir við jarðgöng­in hefj­ist eft­ir mitt ár 2017 og að þeim ljúki árið 2020.


Áætlað er að Dýra­fjarðargöng muni kosta um 9,2 millj­arða króna. Jarðgöng­in munu stytta Vest­fjarðaveg um 27 kíló­metra.

...
Meira
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31