Snaggaraleg gifting á Ströndum: - „Má kannski bjóða þér kaffibolla með prestinum, Franklín minn?“
Meira
Fáir, ef nokkrir, hafa í jafn ríkum mæli og Ómar Þ. Ragnarsson bent okkur á hvað við höfum dýrlegt land að láni. Hann hefur verið óþreytandi að troða þessu inn í hausinn á þjóð sinni bæði í myndum og máli. Og Ómar er enn að. Löngu orðinn löggilt gamalmenni eins og skólabróðir hans sem hér bankar. Samt er hægt er að efast um að nokkurt land í heimi hér eigi slíkan óþreytandi spámann. Honum hefur orðið þó nokkuð ágengt. En betur má ef duga skal! Það sýnir frásögn og aðvörun Ómars um nýjustu virkjunaráform í Skjálfandafljóti. Nú á að sökkva 20 kílómetra löngum dal undir lón til að skapa 36 megavatta virkjun, en sú orka nægir fyrir um 25 manns í álveri. 25 manns í álveri! Hugsa sér!
Hér á eftir fer frásögn Ómars á heimasíðu hans. Og myndir hans af ómetanlegum fossum og fallegum dal sem nú skal undir lón.
...Lagt er til í þingsályktunartillögu að samgönguáætlun 2015-2018 að framkvæmdir við jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði boðnar út seint á þessu ári.
Framkvæmdir við jarðgöngin hefjist eftir mitt ár 2017 og að þeim ljúki árið 2020.
Áætlað er að Dýrafjarðargöng muni kosta um 9,2 milljarða króna. Jarðgöngin munu stytta Vestfjarðaveg um 27 kílómetra.
...