A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
09.04.2016 - 06:47 | Vestfirska forlagið

9. apríl 2016 - 105 ára afmæli Þingeyrarkirkju

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
« 1 af 3 »
Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í Sandasókn voru 618.
Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. 
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur Ólafsson var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir Kirkjubygginguna....
Meira
08.04.2016 - 12:14 | bb.is,mbl.is

Sinueldur í Dýrafirði innan við Gerðhamra

Ekki hætt á meðan veður breytist ekki. Mynd: mbl.is.
Ekki hætt á meðan veður breytist ekki. Mynd: mbl.is.
Sinueldur er í Dýrafirði, milli Alviðru og Gerðhamra. Talið er að eldurinn hafi kviknað snemma í morgun.
Um hektari af sinu er hefur brunnið en vindátt er hagstæð eins og er.
Engin mannvirki eru í hættu á meðan vindátt breytist ekki. Slökkviliðsmenn á Þingeyri fylgjast með stöðu mála.
...
Meira
08.04.2016 - 08:06 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson.
Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson.
« 1 af 2 »
Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar, prófasts á Söndum, og Maríu Ísaksdóttur húsfreyju.

Eiginkona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði og eignuðust þau tvö börn, sem bæði dóu ung.


Sigurður lauk prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1915, var verslunarmaður á Akureyri um skeið, starfaði í Landsbankanum í Reykjavík en lærði á orgel, píanó og fiðlu og stundaði nám í tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni, frú Önnu Pétursson, móður dr. Helga Pjeturss, Oscar Johansen og Páli Ísólfssyni, sem hvatti hann til að fara utan til frekara náms. Hann lagði stund á píanó- og fiðlunám og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Leipzig 1916-18 en hvarf þá heim vegna fjárskorts, var skrifstofumaður hjá G. Copland & Co og síðan skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess 1930 og þar til hann fór á eftirlaun. Auk þess gegndi hann oft útvarpsstjórastarfinu í fjarveru útvarpsstjóra.

...
Meira
06.04.2016 - 20:55 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Á vettvangi dagsins: - Færeyingar lánuðu Íslendingum óumbeðnir 7 milljarða eftir „Hið svokallaða Hrun“

Eivör Pálsdóttir
Eivör Pálsdóttir
« 1 af 2 »

Flestar áhyggjur okkar Íslendinga snúast um peninga, peninga og aftur peninga. Og hvernig við getum ávaxtað þá sem best. Og grætt meira. Á vettvangi dagsins er nú tímabært að rifja upp framkomu vina okkar og frænda í Færeyjum eftir „Hið svokallaða Hrun“.


   Jæja. Í vetur var í sundlauginni á Þingeyri lesið upp úr bókinni Eivör og færeysk tónlist eftir Jens Guðmundsson. Þar er sagt frá æviferli þessarar stórkostlegu færeysku frændkonu okkar. Í bókinni segir svo, beinar tilvitnanir:

...
Meira
Landsbankinn á Þingeyri.
Landsbankinn á Þingeyri.
Sá sem hér bankar á tölvu, fór í bankann sinn á Þingeyri í gær vegna pappíra sem hann þurfti að skila í sambandi við Tortóluviðskipti eiginkonu sinnar. Skriffinnskan er mikil í sambandi við þau viðskipti öll. Þetta er náttúrlega djók eins og krakkarnir segja. Hitt er annað og er ekki djók, að þegar hann kom inn í Landsbankann sinn á Þingeyri, biðu rúmlega tuttugu manns eftir afgreiðslu. Það er alveg hreina satt! En það er ekki sök starfsfólksins sem er afburða lipurt. Þar koma aðrir við sögu sem vita hvar á að spara. Þetta er náttúrlega mjög þjóðhagslega hagkvæmt og minnir á að biðraðir í kommúnistaríkjunum voru ein aðal atvinna fólksins í sæluríkjum sósíalismans....
Meira
05.04.2016 - 07:17 | Fjórðungssamband Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2016

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2016 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals voru rúmar 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum. Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019....
Meira
05.04.2016 - 07:08 | bb.is,Vestfirska forlagið

Húsafriðunarsjóður veitir styrki til vestfirskra bygginga

Vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.
Vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.
Listi yfir verkefni sem hlutu styrk úr húsafriðunarsjóði hefur verið birtur á vef Minjastofnunar Íslands, þar er getið um hvaða verkefni hlutu styrk í ár, en innan skamms verður umsækjendum send bréf með nánari upplýsingum, líkt og til hvaða verkþátta styrkur er veittur. Fjöldi umsókna að þessu sinni var 262, en veittir voru 158 styrkir. Til úthlutunar hafði sjóðurinn 131 millj. kr., en sótt var samtals um styrki að upphæð 940 millj. króna. 

Í flokknum friðlýstar kirkjur fengu fjórar kirkjur á Vestfjörðum styrki; Ögurkirkja fékk úr sjóðnum 2,5 milljónir króna, Hagakirkja í Patreksfirði, 2. milljónir, Staðarkirkja í Steingrímsfirði, 1.300 þúsund og Árneskirkja gamla, 150.000. ...
Meira
Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.
Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.

Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.


   -Hverjir eru í liðinu með þér, Halldór?


   -Það eru Danni, Haukur Jón í Hólum, Alex bróðir, Wouter, Jóhann hennar Ragnheiðar, Daríus, Sigmundur og Hákon.


   -Sem sagt ekkert kvenfólk?


   -Við erum að leita að fleiri liðsmönnum og þar á meðal kvenmönnum. Þær eiga svo sannarlega heima þar.


   -Hvert er starfssvæði slökkviliðsins á Þingeyri?

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31