A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.03.2016 - 08:45 | Þjóðlegur fróðleikur,Vestfirska forlagið

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir

Úr jólablaði Ísfirðings í desember 1992. Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
Úr jólablaði Ísfirðings í desember 1992. Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn.
« 1 af 3 »

Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og tengdasonur Dýrafjarðar:

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir

Kvæði þetta var ort í júní 1992 fyrir áeggjan eða tilmæli Matthíasar Guðmundssonar vélsmíðameistara á Þingeyri. Það var síðan flutt á Hrafnseyrarhátíð 17. júní s.l. (1992).

Hann fór til Hafnar að finna sér frama og mennt.

Til frægðar og íslenskra stórræða var honum bent.

Hún sat í festum og unnustans elskandi beið,

einlæg og sterk meðan tólf ára biðtími leið.

 

Þá kom hann aftur og loksins var giftingin gerð.

Gafst henni sambúð og ævilöng Danmerkurferð.

Henni var falið að varðveita hamingju hans,

heimilisfegurð og rausn þessa vinsæla manns.

 

Hann sat í ljóma og hélt þar sín umræðuþing.

Hún stóð á bak við og verk hennar þögul í kring.

Samræmi hússins bar uppi sinn íslenska þátt,

örugga framsókn og hvatning í sjálfstæðisátt.

 

Ellin kom til hans og heilsunni hrakaði þá.

Hjúkrun og umsjá í verkahring konunnar lá.

Eftir hann látinn var auðveld hin síðasta ró.

Erindum lokið. Þá gekk hún til hvíldar og dó.

 

Blaðið Ísfirðingur í mars 1993

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31