A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
27.03.2016 - 11:26 | Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið

Vill heilsársveg yfir Kollafjarðarheiði

Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.
Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.
« 1 af 2 »

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, gamall áhugamaður um samgöngur á Vestfjörðum, vill að nýr vegur verði lagður yfir Kollafjarðarheiði. Leiðin liggur milli Laugabólsdals í Ísafirði í Inndjúpi og Fjarðarhorns í Kollafirði í Reykhólahreppi. Gamli vegurinn yfir heiðina hefur lengi verið notaður sem sumarvegur líkt og vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði. Vegalengdin er um 21 km, þar af um tveir þriðju á láglendi.

 

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er Höskuldur Þórhallsson alþingismaður. Kristinn hefur nú ritað honum bréf og skorar hann þar á nefndina að taka veginn yfir Kollafjarðarheiði í þjóðvegatölu sem tengiveg milli Vestfjarðavegar 60 og Djúpvegar 61. Vegagerðinni verði falið að hanna veginn og gera kostnaðaráætlun og umhverfismat.

 

„Það er augljóst að vegurinn er nauðsynlegur bæði sem varaleið og jafnframt styttir hann leiðir. Þaulreyndur bílstjóri segir að aksturstíminn frá Ísafirði til Reykjavíkur yrði innan við fjóra tíma og tveir tímar milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar,“ segir Kristinn í bréfi sínu.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31