31.03.2016 - 08:19 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Leiðin Ísafjörður - Reykjavík mun styttast um 54 kílómetra
Leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur styttist um 54 kílómetra ef allarfyrirhugaðar vega- og gangnaframkvæmdir verða að veruleika sem getið er um í tillögu að Samgönguáætlun. Samgönguáætlun var nýlega lögð fram á ný á Alþingi, seint og um síðir, svo sem sagt var frá hér á Skutli. Með jarðgöngum frá Dýrafirði í Arnarfjörð leggst erfiður fjallvegur um Hrafnseyrarheiði af og leiðin styttist um 27 kílómetra. Nýr vegur um Dynjandisheiði sem lagður verður samhliða og í beinu framhaldi mun stytta vegalengdina um 5 kílómetra að auki. Ferðatíminn frá Ísafirði vestur í Flókalund í Vatnsfirði mun styttast meira en nemur kílómetrunum, því nýir vegir taka við af 60 ára gömlum fjallvegum. Styttingin verður því að minnsta kosti klukkutími. Við þetta bætist svo væntanlega nýr vegur um Gufudalssveit og yfir Þorskafjörð, sem stytta mun bæði vegalengd og aksturstíma enn frekar. Alls mun styttingin nema 54 kílómetrum og leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur verða komin undir 400 kílómetra.
Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vestursvæðis hjá Vegagerðinni, segir í frétt á RÚV að leiðin frá Reykjavík til Ísafjarðar um Djúp sé nú 455 kílómetrar og að leiðin um sunnanverða Vestfirði, um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði sé 448 kílómetrar. Með fyrirhugðum framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum styttist leiðin samtals um 54 kílómetra. Með væntalegum breytingum í Gufudalsveit um 21,6 kílómetra, um Dynjandisheiði fimm kílómetra og með Dýrafjarðargöngum um 27,5 kílómetra.
Ingvi vill ekki taka undir það sjónarmið að leggja nýjan veg um Kollafjarðarheiði, svo sem raddir hafa heyrst um. Hann segir ávallt erfitt að sinna fjallvegum eins og Steingrímsfjarðarheiði, Kleifarheiði og Þröskuldum og því forðast Vegagerðin að bæta við fjallvegum. Hins vegar sé það forgangsatriði Vegagerðarinnar að tengja byggðirnar saman á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum með vegaframkvæmdum í Gufudalssveit, bættum vegi um Dynjandisheiði og svo Dýrafjarðargöngum. Hann segir að með þeim framkvæmdum styttist vegurinn frá Ísafirði og suður, án nýrra fjallvega.
Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vestursvæðis hjá Vegagerðinni, segir í frétt á RÚV að leiðin frá Reykjavík til Ísafjarðar um Djúp sé nú 455 kílómetrar og að leiðin um sunnanverða Vestfirði, um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði sé 448 kílómetrar. Með fyrirhugðum framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum styttist leiðin samtals um 54 kílómetra. Með væntalegum breytingum í Gufudalsveit um 21,6 kílómetra, um Dynjandisheiði fimm kílómetra og með Dýrafjarðargöngum um 27,5 kílómetra.
Ingvi vill ekki taka undir það sjónarmið að leggja nýjan veg um Kollafjarðarheiði, svo sem raddir hafa heyrst um. Hann segir ávallt erfitt að sinna fjallvegum eins og Steingrímsfjarðarheiði, Kleifarheiði og Þröskuldum og því forðast Vegagerðin að bæta við fjallvegum. Hins vegar sé það forgangsatriði Vegagerðarinnar að tengja byggðirnar saman á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum með vegaframkvæmdum í Gufudalssveit, bættum vegi um Dynjandisheiði og svo Dýrafjarðargöngum. Hann segir að með þeim framkvæmdum styttist vegurinn frá Ísafirði og suður, án nýrra fjallvega.