29.03.2016 - 21:02 | Hallgrímur Sveinsson
Hrafnseyrar-og Dynjandisheiðar: - Snjómokstur hafinn á fullu!
Í morgun hófst snjómokstur á fullu á Hrafnseyrarheiði. Stóra ýtan frá Bolungavík kom meira að segja til að liðka fyrir snjóblásaranum á Hrafnseyrarheiðinni. Hefur þetta skotgengið hjá þeim í dag. Mokstur hófst einnig á Dynjandisheiði í morgun að vestanverðu. Mokstur á heiðunum tekur að sjálfsögðu einhverja daga.
Þegar við vorum að skrölta þetta í dag, mættum við tveimur bílum með útlendum ferðamönnum. Voru þeir á suðurleið og ætluðu að aka sem leið liggur yfir Hrafnseyrar-oog Dynjandisheiðar samkvæmt GSM kortinu í símanum, eða hvað það er kallað. Svona er þetta bara og fer vaxandi. Það er einhversstaðar gat í þessu ferðamannakerfi okkar.