A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
27.06.2016 - 11:53 | Dýrafjarðardagar

Myndlistarsýning í Grunnskólanum á Dýrafjaðrardögum

Raymond Rafn Cartwright
Raymond Rafn Cartwright
« 1 af 2 »
Raymond Rafn Cartwright heldur myndlistarsýningu í Grunnskólanum á Þingeyri á Dýrafjarðardögum. Sýningin verður opin laugardaginn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí klukkan 10:00 - 16:00 báða dagana. 

Um listamanninn:

Ég heiti Raymond Rafn Cartwright. Ég fædist í London 1947 og ólst upp þar. Ég hef búið á Íslandi frá 1980. Konan mín er íslensk og eigum við tvær dætur. Ég hef málað eins lengi og ég man eftir mér. Ég hef haldið margar sýningar hér á Íslandi og hef ég sýnt olíumálverk, vatnslitamyndir og rispspjald (scraperboard).


Mér líkar best að mála hluti sem ég kann vel við. Mér finnst gaman að mála myndir  af dýrum, einkum gæludýrum, hestum, hundum, köttum og fl.. Ég hef yndi af að mála myndir af gömlum hlutum með flagnandi málningu eða hlutum sem eru orðnir ryðgaðir.

...
Meira
Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áður en hann flutti heim.
Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áður en hann flutti heim.

Vel má rifja það upp í tilefni Frakklandsævintýris Íslands í dag, að Albert Guðmundsson, sem lengi var þekktasti íþróttamaður okkar í Evrópu og víðar, lék með atvinnuliði Nice eða Nissaborgar og þar lagði hann atvinnuskóna á hilluna 1955. Á morgun horfa menn til þessarar fallegu borgar á Miðjarðarhafsströnd Frakklands.


   Albert segir svo í bók sinni, Albert, eftir Gunnar Gunnarsson:


   „Nissa er óvenjuleg og falleg borg. Það er staður sem mér hefur alltaf þótt vænt um. Þegar ég var að ná mér eftir meiðslin, sem ég hlaut á Ítalíu, fékk ég eitt sinn leyfi til að fara í ferð til Nissa.

...
Meira
27.06.2016 - 07:02 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Arngrímur Jónsson

Arngrímur Jónsson.
Arngrímur Jónsson.
Arngrímur Jónsson lærði fæddist 1568 á Auðunarstöðum í Víðidal, V-Hún. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi þar, og k.h. Ingibjörg Loftsdóttir. Hann flutti ungur til frænda síns Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum, en Guðbrandur og Jón, faðir Arngríms, voru systrabörn.

Arngrímur varð stúdent úr Hólaskóla 1585 og fór til náms í Kaupmannahafnarháskóla, kom aftur til Íslands 1589, fékk prestsveitingu á Melstað í Miðfirði en var með aðstoðarprest og var sjálfur rektor á Hólum. Hann varð síðan formlega aðstoðarmaður Guðbrands biskups árið 1596. Hann fór til Kaupmannahafnar í erindum Guðbrands 1892-1893 og lét prenta rit sitt, Brevis commentarius de Islandia, þar sem hann hrakti skrif erlendra manna um Ísland sem byggðust á hindurvitnum

...
Meira
26.06.2016 - 15:48 | Vestfirska forlagið,Halla Lúthersdóttir,Ferðablaðið Vestfirðir

Gallerí Koltra á Þingeyri

Gamla Salthúsið á Þingeyri. Ljósm.: BIB
Gamla Salthúsið á Þingeyri. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »

Handverkshópurinn Koltra var stofnaður 1995 og er því með elstu handverkshópum á Vestfjörðum. Koltra er staðsett á Þingeyri og dregur nafn sitt af Kolturshorni sem sést mjög vel í Haukadal í Dýrafirði.


Tilgangur með stofnun handverkshópsins var að hjálpa meðlimum hópsins og heimamönnum að koma sínum munum á framfæri og hefur það gengið vonum framar.


Handverkshópurinn Koltra stofnaði fljótlega Gallerí Koltru sem selur muni meðlima handverkshópsins. Gallerí Koltra hefur verið staðsett Gallerí Koltra á hinum ýmsu stöðum innan Þingeyrar, þar á meðal í grunnskólanum, gamla kaupfélaginu og fyrrum póst- og símstöð.


 

...
Meira
26.06.2016 - 10:06 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
« 1 af 6 »

Guðni Th. er fæddur árið 1968, er með doktorspróf í sagnfræði og starfaði sem háskólakennari. Hann er kvæntur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn. Frá fyrra hjónabandi á Guðni eina dóttur. Guðni var einn af níu forsetaframbjóðendum og hefur haft afgerandi forystu í skoðanakönnunum sem birst hafa á vikunum fyrir kosningar.


Þjóðin gekk til kosninga í gærdag og fyrstu tölur birtust upp úr 10 í gærkvöldi frá Suðurkjördæmi. Guðni viðurkenndi að fyrstu tölur hefðu komið sér á óvart, en tölurnar sýndu lítinn mun á milli hans og Höllu Tómasdóttur. Þegar líða fór á kosninganóttina fór atkvæðafjöldi að líkjast skoðanakönnunum og Guðni tók forustu.

...
Meira
   Þegar myndin var tekin, 19. sept. 2004, var Magnús í Tungu að sýna okkur hluta af sínum mörgu handtökum á Tálknafirði. Hann sagðist hafa lagt höfuðáherslu að gera allt sjálfur sem hann gat. Verkin sýna merkin.  Hann er til vinstri á myndinni, Elli til hægri. Ljósm. H. S.
Þegar myndin var tekin, 19. sept. 2004, var Magnús í Tungu að sýna okkur hluta af sínum mörgu handtökum á Tálknafirði. Hann sagðist hafa lagt höfuðáherslu að gera allt sjálfur sem hann gat. Verkin sýna merkin. Hann er til vinstri á myndinni, Elli til hægri. Ljósm. H. S.
„Magnús á að baki einstæðan feril sem skipstjóri, útvegsmaður, fiskverkandi og fiskeldisbóndi. Hann hóf sinn sjómannsferil níu ára gamall á skektunni Gyðu og fiskaði þá fyrir heimili foreldra sinna á Tálknafirði. Hann var skráður háseti í fyrsta sinn tólf ára gamall á vélbátinn Gylli BA-272. Árið 1947 tekur hann við skipstjórn þessa báts þá aðeins sautján ára. Hann stofnar fyrst til útgerðar árið 1954 um bátinn Freyju B.A-272. 
   Eldri sjómenn hér við Djúp muna þátt Magnúsar í síldarævintýri Íslendinga. Sumarið 1964 er hann skipstjóri á Jörundi III RE-300 á síld. Á þeirri vertíð landar hann stærsta farmi sem saltaður hefur verið upp úr einu skipi 1550 uppsöltuðum tunnum eða 2800 uppmældum tunnum. Það voru níutíu vaskar síldarstúlkur sem söltuðu þennan afla á sautján klukkustundum á síldarplaninu Borgum á Raufarhöfn.“
(Svo skrifar Ólafur B. Halldórsson um Magnús í Tungu í Tálknafirði á bb.is 18. júní 2004)...
Meira
25.06.2016 - 11:31 | Hildur Inga Rúnarsdóttir

Ástin, drekinn og Auður djúpúðga á Dýrafjarðardögum

Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir
« 1 af 4 »

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur sækir æskuslóðirnar heim um Dýrafjarðardagana og mun flytja þar tvo fyrirlestra, annan um sögur sínar af landnámskonunni Auði djúpúðgu og hinn um nýjustu bók sína sem ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn.


Vilborg hefur sent frá sér sjö sögulegar skáldsögur sem gerast á fyrri öldum. Tvær þær síðustu, Auður og Vígroði, segja frá ævi Auðar Ketilsdóttur og aðdraganda landnáms á Íslandi. „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti.“ Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar.

...
Meira
Þeir vinirnir Nonni og eldgamli skólastjórinn. Ekki var nú reyndar kennd hljóðfærasmíði í gamla barnaskólanum. En nú læra menn það bara á Netinu!
Þeir vinirnir Nonni og eldgamli skólastjórinn. Ekki var nú reyndar kennd hljóðfærasmíði í gamla barnaskólanum. En nú læra menn það bara á Netinu!
« 1 af 6 »
Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri lætur ekki mikið yfir sér. Þegar inn í það er komið sést handverk og vinna heimamanns sem menn sjá ekki á hverju strái.
Að venjulegur maður á Þingeyri, sprottinn upp úr dýrfirskum jarðvegi, skuli stunda hljóðfærasmíði af öllum iðngreinum, er bara með ólíkindum!
Myndirnar hans Björns Inga Bjarnasonar, sem hér fylgja, segja meira en mörg orð....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31