Opinn fundur með Guðna Th. og Elizu á Þingeyri kl. 13 í dag - 19. júní 2016
Á fundinum mun Guðni kynna framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta.
Verið öll hjartanlega velkomin!...
Meira
Þar sem að nú er að ljúka grásleppuútgerð þetta árið er rétt að geta þess hér, að hún var ein sú besta sem menn muna eftir. Ég hafði tal af tveimur sem voru að taka upp net sín. Annar sagði að þetta hefði verið ágætt, hinn sagði að þetta hefði verið algert mok, aflinn verið 60 tonn, aldei verið eins.
Þá er rétt að geta þess að sanddæluskipið Perla sem dælt hefur kalkþörungum upp úr Arnarfirði til vinnslu á Bíldudal er nú komið upp á kamb hér við Hafnarfjarðarhöfn. Bíður þess að vera skorið niður í brotajárn eftir að það sökk í Reykjavík eftir slipptöku þar.
...Dagskrá hlaupahátíðarinnar í heild sinni lítur þannig út:
...Vestfirska forlagið hefur staðið að metnaðarfullri bókaútgáfu í nær fjórðung aldar og gefið út rúmlega 300 titla.
Bækurnar hafa notið vinsælda og virðingar á heimaslóð vestra og ekki síður meðal hinna fjölmörgu brottfluttu Vestfirðinga sem dreifast víða um landið.
Einn þeirra er Önfirðingurinn af Ingjaldssandi , Ásgeir Ragnarsson sem býr ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Þórisdóttur á Selfossi.
Ásgeir og Halldóra litu við að Ránargrund á Eyrarbakka í þjóðhátíðarheimsókn en þar má segja að sé sendiráð Vestfirska forlagsins á Suðurlandsundirlendi.
Ásgeir er mjög vel að sér um vestfirskan fróðleik og menningarsögu. Ýmislegt var rifjað upp og í tilefni 17. júní, fæðingardags Jóns Sigurðssonar, voru sérstaklega rifjaðar upp rætur hans til Holtspresta í Önundarfirði.
Árið 1855 var Jón Sigurðsson illa staddur fjárhagslega. Mátti rekja það beint til starfa hans í þágu Íslendinga.
Stuðningsmenn hans hér heima efndu þá til samskota honum til handa. Þá söfnuðust á öllu landinu 47 ríkisdalir og 76 skildingar. Það ár skutu Íslendingar saman 1480 ríkisdölum til að reisa styttu af Marteini Lúther suður í Þýskalandi. Og eitt sinn er safna átti í heiðursgjöf til Jóns varð mönnum ekkert ágengt. En í prófastsdæmi nokkru á landinu söfnuðust 602 ríkisdalir og 42 skildingar til kristniboðs í Kína.
Vissir þú þetta?
Vorið 1841 hófu Jón Sigurðsson og nokkrir félagar hans útgáfu á Nýjum félagsritum og var það ársrit. Hafði Jón veg og vanda af ritinu alla tíð og var það höfuðmálgagn hans. Þar barðist hann fyrir stjórnfrelsi, kjörfrelsi, málfrelsi, verslunarfrelsi og atvinnufrelsi til handa Íslendingum. Hann birti í ritinu ótal hvatningagreinar til Íslendinga um hvaðeina sem verða mátti landinu til viðreisnar.
Útgáfan var alltaf mjög erfið og mætti misjöfnum skilningi heima á Íslandi. Ný félagsrit komu út í 30 ár. Það er skemmtilegt að geta þess, að upplagið var geymt uppi á lofti konungshallarinnar, Amalíuborgar. Veist þú hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í öll þessi ár?
...