Dýrafjarðardagar - Morgunganga á Sandafell 2. júlí kl. 10:00
Göngustjóri er Gunnhildur Björk Elíasdóttir. Lagt verður af stað frá Brekkuhálsi.
Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum....
Meira
Skógarkerfill og lúpína umvefja allt á Þingeyri í Dýrafirði. Þar virðist ekki vera neitt lát á, sbr. myndirnar sem við birtum í fyrradag af svæðinu.
Tíðindamaður vor átti leið um Hnífsdal í hinum forna Eyrarhreppi í gær. Hann tilheyrir nú Ísafjarðarbæ eins og allir vita. Þar er alveg sama sagan, skógarkerfill um allt. Eiginlega upp um alla veggi! Það þarf ekki mjög glöggt gestsauga til að sjá það. Merkilegt er þó, að lúpínan er ekki áberandi í þeim góða dal.
...Erna var dóttir hjónanna Jóhönnu Þorbergsdóttur, húsmóður, og Elíasar Kristjáns Jónssonar, skrifstofumanns á Þingeyri. Systir Ernu var Auður Elíasdóttir, maki Kjartan H. Guðmundsson.
Erna lauk barnaskóla á Þingeyri. Hún fluttist unglingur til systur sinnar og mágs í Reykjavík, hóf störf í sælgætisgerðinni Freyju og vann þar uns hún hóf nám í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og útskrifaðist þaðan vorið 1958. Erna vann í fyrstu við fiskvinnslu og síðar við afgreiðslu hjá Sláturfélagi Suðurlands á Akranesi. Starfsvettvangur Ernu færðist inn á heimili þeirra hjóna, við heimilisstörf og barnauppeldi.
Eftir að börn þeirra Ernu og Þorsteins fluttu úr heimahúsum vann hún til ársins 2005 í Fjöliðjunni á Akranesi.
...