28.06.2016 - 07:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Þórhallur Arason.
Þórhallur Arason.
Þórhallur Arason fæddist í Reykjavík 14. janúar 1954. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júní 2016.
Foreldrar hans voru Camilla Elín Proppé og Ari Jónsson. Þórhallur var yngstur þriggja systkina, en hin eru Svava Aradóttir og Jón Friðrik Arason.
Sonur Þórhalls er Þráinn, sem hann eignaðist með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hildi Þráinsdóttur. Þráinn Þórhallsson er í sambúð með Klöru Kristjánsdóttur. Sonur þeirra er Dalí Þráinsson.
Þórhallur lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1977. Hann dvaldi um tíma í Danmörku við nám í viðskiptafræðum. Eftir heimkomu var hann um árabil framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Tímabæjar í Reykjavík. Hann vann að kynningarmálum fyrir Bændasamtök Íslands í nokkur ár. Þá var hann var áhugamaður um verslun og viðskipti og kom að stofnun nokkurra fyrirtækja.
Skömmu eftir síðustu aldamót flutti Þórhallur til Þingeyrar, þar sem hann var athafnasamur framkvæmdamaður, rak þar um skeið fiskvinnslufyrirtæki, fór í trilluútgerð og vann jafnframt að nýsköpunarverkefnum er sneru að sjávarútvegi
...
Meira