A A A
  • 1939 - Hreinn Þórðarson
  • 1970 - María Dagrún Þórðardóttir
27.06.2016 - 11:53 | Dýrafjarðardagar

Myndlistarsýning í Grunnskólanum á Dýrafjaðrardögum

Raymond Rafn Cartwright
Raymond Rafn Cartwright
« 1 af 2 »
Raymond Rafn Cartwright heldur myndlistarsýningu í Grunnskólanum á Þingeyri á Dýrafjarðardögum.
Sýningin verður opin laugardaginn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí klukkan 10:00 - 16:00 báða dagana.

Um listamanninn:

Ég heiti Raymond Rafn Cartwright. Ég fædist í London 1947 og ólst upp þar. Ég hef búið á Íslandi frá 1980. Konan mín er íslensk og eigum við tvær dætur. Ég hef málað eins lengi og ég man eftir mér. Ég hef haldið margar sýningar hér á Íslandi og hef ég sýnt olíumálverk, vatnslitamyndir og rispspjald (scraperboard).

Mér líkar best að mála hluti sem ég kann vel við. Mér finnst gaman að mála myndir  af dýrum, einkum gæludýrum, hestum, hundum, köttum og fl.. Ég hef yndi af að mála myndir af gömlum hlutum með flagnandi málningu eða hlutum sem eru orðnir ryðgaðir.

Að sjálfsögðu mála ég einnig landslagsmyndir. Það er ekki erfitt að vera hrifinn af íslensku landslagi og af því er töluvert mikið myndefni. Ég er sérstaklega hrifinn af sjávarsíðunni. Ég tek af mér verkefni eftir pöntunum, landslagsmyndir, dýralífsmyndir (animal portraits) og fl..

Ég vona að þið hafið ánægju að skoða myndirnar mínar.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31