A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
24.06.2016 - 09:17 | Vestfirska forlagið,Ferðablaðið Vestfirðir,bb.is

Ferðablaðið Vestfirðir komið á flug

Úr Ferðablaðinu Vesfirðir.
Úr Ferðablaðinu Vesfirðir.
« 1 af 4 »
Enn á ný kemur Vestfirðir út, veglegt ferðablað um okkar fallega Vestfjarðarkjálka. Í blaðinu kennir að venju ýmissa grasa og textinn ýmist á íslensku, ensku eða þýsku. Kort yfir kirkjur á Vestfjörðum og myndir af nokkrum þeirra, sögur af uppáhaldsstöðum og ýtarlegt viðtal við Stellu í Heydal, drottningu Djúpsins. Í blaðinu má líka lesa um Ingjaldssand, um villta mey og fyrsta vestfirska ferðaþjónustufyrirtækið til að fá Vakann. Ferðafélag Ísfirðinga birtir kort og dagskrá sumarsins og Koltra kynnir sig. 
Ritstjóri blaðsins er að þessu sinni Bryndís Sigurðardóttir og í ritstjórnarpistli sínum segir hú:...
Meira
Þingvellir . Ljósm.: BIB
Þingvellir . Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. 
Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: „Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“...
Meira
23.06.2016 - 17:21 | Vestfirska forlagið,Bændablaðið

Ísland er land þitt - Hrafnseyri við Arnarfjörð

Hrafnseyri við Arnarfjörð í Bændablaðinu í dag - 23. júní 2016.
Hrafnseyri við Arnarfjörð í Bændablaðinu í dag - 23. júní 2016.

Bændablaðið 12. tölublað 2016 var að koma út í dag, fimmtudaginn 23. júní.


Í þættinum -Ísland er land þitt- í blaðinu í dag er umfjöllunin Hrafnseyri við Arnarfjörð.


Sjá mynd með hér og texta.

...
Meira
23.06.2016 - 11:53 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

Í minningu Benna Odds á 80 ár afmælisdegi - 23. júní 2016

Vegagerðarmenn í Verslunarmannahelgar ferð á Í-53, staddir í Pennudal (Peningsdal) í Vatnsfirði.
Vegagerðarmenn í Verslunarmannahelgar ferð á Í-53, staddir í Pennudal (Peningsdal) í Vatnsfirði.
« 1 af 4 »
Vegagerðarmenn í Verslunarmannahelgar ferð á Í-53, staddir í Pennudal (Peningsdal) í Vatnsfirði. Á þessum árum var "Allrahanda" ekki til og rútur ekki á hverju strái. Auk þess vildu vegagerðarmenn ferðast ódýrt. 
Benni Odds var aðal hvatamaðurinn og driffjöðrin þegar ráðist var í að smíða boddý sem passaði á vörubílspall, olíusoðið masonít neglt á sterklega trégrind, vírstrengur á öllum hornum, festur í króka undir pallinum og hafðar á vantspennur til að herða á. Inni í gripnum voru svo trébekkir að sitja á--bifreiðaeftirlitsmaður á Ísafirði tók gripinn út og gaf hvítan miða. Sennilega hefði hann ekki lagt blessun sína yfir mannvirkið núna, það var sem sé venjulegt rúðugler í gluggum. Á þessu farartæki var svo lagt í verslunarmannahelgar ferð....
Meira
23.06.2016 - 11:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Brandari dagsins: - Var einhver leikur í gær?

Sigurgleði íslenska landsliðsins eftir leikinn við Austurríki í gær.
Sigurgleði íslenska landsliðsins eftir leikinn við Austurríki í gær.

Þegar Guðmundur Steinþórsson, stórbóndi og húmoristi í Lambadal í Dýrafirði, gekk til laugar í morgun á Þingeyri, hitti hann fyrir nokkrar dýrfirskar konur. Þau tóku tal saman eins og gengur. Talið barst auðvitað strax að máli málanna. Þær spurðu kallinn að bragði hvort hann hefði ekki fylgst með hinum stórkostlega leik í sjónvarpinu í gær.


   „Nú, var einhver leikur í gær“, svaraði Lambadalsbóndinn á  sinn hógværa hátt. Þetta kallar maður nú að kunna að svara og túlka líðandi stund.

...
Meira
23.06.2016 - 08:30 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Pétur Þórarinsson

Pétur Þórarinsson.
Pétur Þórarinsson.
Pétur fæddist á Akureyri 23. júní 1951, sonur hjónanna Halldóru Elínar Jónsdóttur, lengst af kennara við Oddeyrarskóla á Akureyri, og Þórarins Snæland Halldórssonar, stýrimanns, frystihússtjóra og síðar skrifstofumanns hjá KEA.

Foreldrar Þórarins voru Halldór Jónsson, sjómaður og verkamaður á Akureyri, og k.h., Hrefna Pétursdóttir húsfreyja, en foreldrar Elínar voru Jón Almar Eðvaldsson, verkamaður á Akureyri, og k.h., Jakobína Guðbjartsdóttir húsfreyja.


Systkini Péturs: Aníta Þórarinsdóttir, lengst af kennari á Hlíðarenda, Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, og Erna Þórarinsdóttir, kennari og söngvari.


Pétur kvæntist 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau þrjú börn, Þórarinn Inga, Jón Helga og Heiðu Björk.

...
Meira
22.06.2016 - 12:18 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ferðamennskan á Þingeyri: - Aldrei meiri aðsókn á tjaldsvæðið, mest erlendir ferðamenn

Monika Kristjánsdóttir í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur  af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm. H. S.
Monika Kristjánsdóttir í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Aðsókn á tjaldsvæðið á Þingeyrihefur aldrei verið meiri en það sem af er sumri. Svo segja þær stöllurnar Þorbjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður og Monika Kristjánsdóttir eftirlitsmaður. En mest eru þetta erlendir ferðamenn. Í maí kom til dæmis enginn íslenskur ferðamaður á tjaldsvæðið! En heldur hefur þeim fjölgað það sem af er júní.


   Tjaldsvæðið er staðsett við Íþróttamiðstöðina og er því þjónað þaðan.  Þar er öll venjuleg aðstaða sem tíðkast á slíkum stöðum. Vatn, rafmagn, þvottavél og bara nefndu það. Umhverfis tjaldsvæðið er fallegur trjágróður sem veitir mjög gott skjól. Gestir og gangandi sjá glögglega að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Það er auðvitað eitt af grundvallaratriðum í slíkri þjónustu. Og ekki síður að fólk finni að það er velkomið. Þá kemur það aftur. Það er bara þannig. 

...
Meira
21.06.2016 - 16:28 | bb.is,Vestfirska forlagið

Wayward spilar á LÚR

Wayward í úrslitum Músíktilrauna. Mynd af Fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
Wayward í úrslitum Músíktilrauna. Mynd af Fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
Í lokahófi listahátíðarinnar LÚR, sem fer fram á Silfurtorgi kl. 17 á laugardaginn, spilar hljómsveitin Wayward en hún var kosin hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2016. Í hljómsveitinni eru þrír Dýrfirðingar, þau Agnes Sólmundardóttir sem syngur og spilar á fiðlu, Arnar Logi Hákonarson, sem syngur og spilar á kassagítar og gítarleikarinn Patrekur Ísak Steinarsson. Auk þeirra eru í hljómsveitinni: Arngrímur Bragi Steinarsson á rafgítar, Gunnar Ágústsson á bassa og Unnar Lúðvík Björnsson, sem spilar á trommur og slagverk. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotna popptónlist. 
Dýrfirðingarnir þrír hafa lengi spilað saman og sigruðu þau til að mynda Vestfjarðakeppni Samfés árið 2011 og margir muna eflaust eftir Agnesi og Arnari er þau kepptu í Ísland got talent árið 2014, þar sem þau komust alla leið í úrslitaþáttinn. ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31