Ferðablaðið Vestfirðir komið á flug
Ritstjóri blaðsins er að þessu sinni Bryndís Sigurðardóttir og í ritstjórnarpistli sínum segir hú:...
Meira
Bændablaðið 12. tölublað 2016 var að koma út í dag, fimmtudaginn 23. júní.
Í þættinum -Ísland er land þitt- í blaðinu í dag er umfjöllunin Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Sjá mynd með hér og texta.
...Þegar Guðmundur Steinþórsson, stórbóndi og húmoristi í Lambadal í Dýrafirði, gekk til laugar í morgun á Þingeyri, hitti hann fyrir nokkrar dýrfirskar konur. Þau tóku tal saman eins og gengur. Talið barst auðvitað strax að máli málanna. Þær spurðu kallinn að bragði hvort hann hefði ekki fylgst með hinum stórkostlega leik í sjónvarpinu í gær.
„Nú, var einhver leikur í gær“, svaraði Lambadalsbóndinn á sinn hógværa hátt. Þetta kallar maður nú að kunna að svara og túlka líðandi stund.
...Foreldrar Þórarins voru Halldór Jónsson, sjómaður og verkamaður á Akureyri, og k.h., Hrefna Pétursdóttir húsfreyja, en foreldrar Elínar voru Jón Almar Eðvaldsson, verkamaður á Akureyri, og k.h., Jakobína Guðbjartsdóttir húsfreyja.
Systkini Péturs: Aníta Þórarinsdóttir, lengst af kennari á Hlíðarenda, Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, og Erna Þórarinsdóttir, kennari og söngvari.
Pétur kvæntist 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau þrjú börn, Þórarinn Inga, Jón Helga og Heiðu Björk.
...Aðsókn á tjaldsvæðið á Þingeyrihefur aldrei verið meiri en það sem af er sumri. Svo segja þær stöllurnar Þorbjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður og Monika Kristjánsdóttir eftirlitsmaður. En mest eru þetta erlendir ferðamenn. Í maí kom til dæmis enginn íslenskur ferðamaður á tjaldsvæðið! En heldur hefur þeim fjölgað það sem af er júní.
Tjaldsvæðið er staðsett við Íþróttamiðstöðina og er því þjónað þaðan. Þar er öll venjuleg aðstaða sem tíðkast á slíkum stöðum. Vatn, rafmagn, þvottavél og bara nefndu það. Umhverfis tjaldsvæðið er fallegur trjágróður sem veitir mjög gott skjól. Gestir og gangandi sjá glögglega að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Það er auðvitað eitt af grundvallaratriðum í slíkri þjónustu. Og ekki síður að fólk finni að það er velkomið. Þá kemur það aftur. Það er bara þannig.
...