A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
06.07.2016 - 07:50 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vesturleiðin slær öll met: - Aldrei verið slík umferð frá örófi alda!

Þetta gil á Brekkudal nefnist Heimstugrófargil. Vegurinn yfir það var upphaflega lagður með hestum og hestvögnum um 1946. Gamli sniddu-og grjótkanturinn er ekki lengur sýnilegur. Þeir voru margir snillingarnir í snidduhleðslunni. Öll fjárveiting ársins fór í þetta gil sögðu kunnugir. Ljósm. H. S.
Þetta gil á Brekkudal nefnist Heimstugrófargil. Vegurinn yfir það var upphaflega lagður með hestum og hestvögnum um 1946. Gamli sniddu-og grjótkanturinn er ekki lengur sýnilegur. Þeir voru margir snillingarnir í snidduhleðslunni. Öll fjárveiting ársins fór í þetta gil sögðu kunnugir. Ljósm. H. S.

Gífurleg umferð er nú um Vesturleið. Það er bara stanslaus umferð frá morgni til kvölds.
Þeir sem vel fylgjast með, segja að leigubílar séu a. m. k. 2/3 af allri umferðinni. Og flest séu það útlendingar sem sitja undir stýri.
Vesturleiðin er bara gamall malarvegur frá Þingeyri í Vatnsfjörð, um 70 km löng. Þó er um 100 metra bundið slitlag í bröttu brekkunni fyrir ofan Hlíð innan Þingeyrar.
Skal þess og getið til gamans, að hluti Vesturleiðar var lagður með hestum og hestvögnum um eða upp úr seinna stríði. Er sá kafli vegarins á Brekkudal. Þá voru aðal verkfærin páll og reka.  

...
Meira
06.07.2016 - 07:32 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
« 1 af 3 »
Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja.

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.


Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.


Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.


Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.


 
...
Meira
05.07.2016 - 21:48 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.
Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.
Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. 
Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands....
Meira
05.07.2016 - 07:03 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

HETJURNAR SNÚA HEIM

Á fjórða tug þúsunda komu saman í miðborginni til að hylla íslenska landsliðið eftir frægðarför til Frakklands Komu í miðborgina í opinni rútu Landsliðinu fagnað allt frá Keflavík að Arnarhóli 

Gríðarmikið mannhaf tók á móti íslenska karlalandsliðinu á Arnarhóli þegar það kom heim eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Lár Gunnarssyni, verkefnastjóra móttökuhátíðarinnar, voru á bilinu 30-40 þúsund manns samankomin í miðborginni við heimkomuna....
Meira
05.07.2016 - 06:56 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Fjallað um Monsie­ur Al­bert

Al­bert Guðmunds­son þegar hann lék með Arsenal 1946. mbl.is
Al­bert Guðmunds­son þegar hann lék með Arsenal 1946. mbl.is
« 1 af 2 »
Morg­un­blað Nice­búa og annarra Ríveríu­manna, Nice-Mat­in, fjallaði í gær á heilli síðu um Al­bert Guðmunds­son í til­efni lands­leiks­ins í kvöld. Al­bert lék um tíma með liði borg­ar­inn­ar og í Nice er fædd­ur Ingi Björn, son­ur þeirra Bryn­hild­ar Jó­hanns­dótt­ur, síðar mik­ill marka­skor­ari með Val. Al­bert var lengi í mikl­um met­um suður þar og var meðal ann­ars gerður að heiðurs­borg­ara í Nice.
Blaðið seg­ir frá Al­berti und­ir fyr­ir­sögn­inni Monsie­ur Al­bert;Herra Al­bert, en hann hafi gengið und­ir því nafni suður frá. Farið er yfir fót­bolta­fer­il­inn, þátt­töku Al­bert í stjórn­mál­um, for­setafram­boðið og að op­in­ber­um ferli hafi hann lokið sem sendi­herra Íslands í Frakklandi með aðset­ur í Par­ís í nokk­ur ár, skömmu fyr­ir and­látið. ...
Meira
04.07.2016 - 06:32 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Dúnvertíðin 2016: - Dúnninn heldur minni en í fyrra

Hin fræga Hvítakolla á Hrafnseyri 1995 með ungum sínum. Dúnninn skjannahvítur. Mjög sjaldgæf sjón. Ljósm. H. S.
Hin fræga Hvítakolla á Hrafnseyri 1995 með ungum sínum. Dúnninn skjannahvítur. Mjög sjaldgæf sjón. Ljósm. H. S.
Nú fer að ljúka dúntekju hjá æðarbændum. Tíðarfar hefur verið hagstætt fyrir kolluna á heildina litið. En vargur hefur verið með ólíkindum sumsstaðar á svæðinu. Einkum er um að ræða tófu og mink, þó krummi og aðrir flugvargar láti einnig til sína taka. Felldir hafa verið á annað hundrað melrakkar og slatti af mink. Þeir sem til þekkja fullyrða, að samt sjái ekki högg á vatni....
Meira
Bastían bæjarfógeti.
Bastían bæjarfógeti.

  1. Lausafregnir segja að Bastían bæjarfógeti sé á leið að yfirtaka stjórn Þingeyrarbæjar. Honum þykir hægt ganga.

  2. Í fyrradag lagðist skip að bryggju á Þingeyri. 500-600 tonna barkur. Þetta er ekki ekkifrétt!

  3. Það er ekkert að frétta úr blokkinni

  4. Nú er búið að gefa út ordrur upp á göngur og réttir næstu tvö haust í Ísafjarðarbæ. Ekki seinna vænna. Eins og margir vita, voru Stóri-Grímur yfirsmali og Siggji Friggji, töskuberi hans, reknir úr þeim djobbum. En þeir hafa eitt tromp. Það eru Viagra karamellurnar. Þær verða kannski ekki alveg á lausu í haust.

  5. Mangi er hættur að taka í nefið segja gárungarnir. En ætli þetta sé ekki bara hraðfrétt?

...
Meira
03.07.2016 - 07:44 | Dýrafjarðardagar,Vestfirska forlagið

Dýrafjarðardagar - Gönguferð á Mýrafell 3. júlí kl. 10:00

Göngufólk á Mýrafelli í júlí 2015. Ljósm.: Þorbergur Steinn Leifsson.
Göngufólk á Mýrafelli í júlí 2015. Ljósm.: Þorbergur Steinn Leifsson.

Dýrafjrðardagar - sunnudagurinn 3. júlí kl. 10:00


Gönguferð á Mýrafell. Göngustjóri er Leifur Hákonarson. 
Mæting kl. 10:00 við sjoppuna á Þingeyri. 
Allir fara af stað saman og jafnvel hægt að sameina í bíla.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31