26.07.2016 - 19:47 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Kannski konur úr Ísafjarðarbæ fjömenni á peysufötunum á Menningarnótt í Reykjavík?
Þann 20. ágúst næstkomandi mun Ísafjarðarbær verða gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Svo sem kunnugt er, þá á Ísafjarðarbær 150 ára afmæli á árinu, sem sveitarfélag með lýðræðislega kjörna bæjarstjórn. Af þessu tilefni munu Ísfirðingar fá að láta ljós sitt skína á jarðhæð ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina hátíðardaginn, laugardaginn 20. ágúst og verða með opið frá klukkan 13 til 18.
Bæjaryfirvöld leita nú til íbúa úr Ísafjarðarbæ, núverandi og brottfluttra, að gefa kost á sér með sýningum, kynningum, tónlistaratriðum eða hverju öðru sem þeir telja geta verið áhugavert og viðeigandi undir merkjum íbúa Ísafjarðarbæjar á Menningarnótt. Verður megin áherslan lögð á listafólk og atvinnulíf, en allar hugmyndir eru vel þegnar að sögn Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra....
Meira