A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
27.07.2016 - 15:09 | Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

Ísland í Ráðhúsinu í Reykjavík.
Ísland í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Markviss vinna við nýja byggðaáætlun sem mun gilda fyrir árin 2017-2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur mikil áhersla verið lögð á samráð og samtal við sveitarfélög og einstaklinga um allt land. Nú gefst öllum kostur á að koma með tillögur í byggðaáætlunina.  



Tillögurnar sem berast verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og tekur hún afstöðu til þeirra.


...
Meira
27.07.2016 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Skáldið á Þröm og dýrfirska kærastan

Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23 Ljósm.: mbl.is
Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23 Ljósm.: mbl.is
« 1 af 2 »

Árið 1880 var það lög­boðið að rétt­indi stúlkna til náms væru jöfn við drengja þó að viðhorfið hafi verið líf­seigt að óþarfi væri að mennta stúlk­ur. Það verður því að telj­ast merki­legt að kona frá þess­um tíma hafi náð að brjót­ast til mennta í sinni grein og fylgja ástríðu sinni. Krist­ín Dahlstedt var fædd árið 1876 í Dýraf­irði, fór til Dan­merk­ur aðeins 23 ára göm­ul, kom svo sjö árum seinna til Íslands, opnaði hvert veit­inga­húsið á fæt­ur öðru í Reykja­vík. „Krist­ín var Jóns­dótt­ir upp­haf­lega og var fá­tæk stúlka úr Dýraf­irði. Ung trú­lofaðist hún manni sem varð til þess að hún komst inn í bók­mennta­sög­una. Það varð með þeim hætti að unnusti henn­ar var Magnús nokk­ur Hjalta­son en hann er fyr­ir­mynd­in að Ólafi Kára­syni í Heims­ljósi Hall­dórs Lax­ness.


Þar kem­ur við sögu heit­kon­an og þá er nú vænt­an­lega Krist­ín þessi fyr­ir­mynd­in að henni,“ seg­ir Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing­ur....
Meira
27.07.2016 - 06:51 | Vestfirska forlagið,Bændablaðið

Ísland er land þitt - Dynjandi

Úr Bændablaðinu.
Úr Bændablaðinu.
Fossin Dynjandi í Dynjandisá er 100 metra hár foss í Arnarfirði.
Fossin kemur ofan af Dynjandisheiði og fyrir néðan hann  er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi, en vogurinn úti fyrir heitir Dynjandisvogur.
Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst.
Fleiri fossar eru í fossaröðinni. Fossinn var friðlýstur árið 1980.
Hann hefur af sumum verðið nefndur Fjallfoss, en heimamenn frábiðja sér slíka nafngift....
Meira
Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn. Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu
Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn. Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu
« 1 af 2 »
Ný bók á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Bókin er eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og nefnist Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í tilkynningu frá Vestfirska forlagin segir að þar með hafi Vestfirðingar og Austfirðingar tekið höndum saman um almennar leiðbeiningar vegna ferðalaga um Ísland.

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. 
Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra.

...
Meira
27.07.2016 - 06:10 | bb.is,Vestfirska forlagið

Jón Jónsson hættir hjá Menningarráði og Fjórðungssambandinu

Jón hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðarstofnunar árið 2011. Mynd: Dagrún Ósk.
Jón hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðarstofnunar árið 2011. Mynd: Dagrún Ósk.
Jón Jónsson menningarfulltrúi hjá Menningarráði Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga hefur sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá FV, en hann hefur starfað sem slíkur frá árinu 2007 og haft aðsetur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Jón verður við störf hjá FV út ágústmánuð. Á fundi stjórnar FV á dögunum voru Jóni færðar þakkir fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf í gegnum árin og óskaði stjórn honum velfarnaðar í nýju starfi á Hólmavík. ...
Meira
26.07.2016 - 20:36 | Vestfirska forlagið,Þorgeir Pálsson

Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Þorgeir Pálsson. - Hann er tengdasonur Dýrafjarðar.
Þorgeir Pálsson. - Hann er tengdasonur Dýrafjarðar.
Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks. 
Landsbyggðin skiptir miklu máli fyrir landið allt. Þetta er ekki bara spurning um heimili fyrir fjölda fólks, eða verðmætatölur sjávarafla í hagtölum svo dæmi séu tekin. Í desember s.l. kom út skýrsla, unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Þróunarsviði Byggðastofnunar. Þar kemur ýmislegt fram sem vert er að hafa í huga þegar fólk ræðir um landsbyggðina og stöðu hennar og byggir þessi grein að hluta til á henni. ...
Meira
26.07.2016 - 19:47 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Ísafjarðarbær verður sérstakur gestur Reykjavíkur á menningarnótt

Kannski konur úr Ísafjarðarbæ fjömenni á peysufötunum á Menningarnótt í Reykjavík?
Kannski konur úr Ísafjarðarbæ fjömenni á peysufötunum á Menningarnótt í Reykjavík?
Þann 20. ágúst næstkomandi mun Ísafjarðarbær verða gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Svo sem kunnugt er, þá á Ísafjarðarbær 150 ára afmæli á árinu, sem sveitarfélag með lýðræðislega kjörna bæjarstjórn. Af þessu tilefni munu Ísfirðingar fá að láta ljós sitt skína á jarðhæð ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina hátíðardaginn, laugardaginn 20. ágúst og verða með opið frá klukkan 13 til 18.
Bæjaryfirvöld leita nú til íbúa úr Ísafjarðarbæ, núverandi og brottfluttra, að gefa kost á sér með sýningum, kynningum, tónlistaratriðum eða hverju öðru sem þeir telja geta verið áhugavert og viðeigandi undir merkjum íbúa Ísafjarðarbæjar á Menningarnótt. Verður megin áherslan lögð á listafólk og atvinnulíf, en allar hugmyndir eru vel þegnar að sögn Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra....
Meira
26.07.2016 - 12:12 | Vestfirska forlagið,bb.is

Síðasti leggur plæginga hafinn í Dýrafirði

Jarðýta Gámaþjónustu Vestfjarða að plægja í Dýrafirði. Mynd: Teitur Magnússon/OV
Jarðýta Gámaþjónustu Vestfjarða að plægja í Dýrafirði. Mynd: Teitur Magnússon/OV
« 1 af 2 »
Eins og BB sagði frá fyrr í mánuðinum er vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða að leggja streng frá Þingeyri að Gerðhömrum í Dýrafirði og var flokkurinn þá nýbúinn að fá jarðýtu frá Gámaþjónustu Vestfjarða til liðs við sig ásamt starfsmanni frá GV og auðveldaði þetta þeim verkið töluvert.
Búið er að leggja streng frá Felli í Dýrafirði að Núpi, frá Núpi að Gerðhömrum og nú er jarðýtan komin inn fyrir bæinn Mýrar i norðanverðum Dýrafirði, og þá er hafinn síðasti leggur plæginga að sögn Teits Magnússonar línumanns hjá OV....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31