Elísabet Sigurjónsdóttir - Fædd 14. ágúst 1924 - Dáin 1. júlí 2016 - Minning
Elísabet ólst upp á Granda í Brekkudal í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sveinsson, bakari og bóndi, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir. Elísabet var næstyngst sex systkina sem nú eru öll látin. Þau voru Jóhanna, Haraldur, Gunnar, Gunnlaugur og Jónína. Elísabet gekk í barnaskóla á Þingeyri.
Elísabet fluttist til Bolungarvíkur 1947 og giftist Bernódusi Erni Finnbogasyni, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995. Foreldrar hans voru Finnbogi Kr. Bernódusson og Sesselja Sturludóttir.
Elsa og Berni, eins og þau voru ávallt kölluð, hófu fyrst búskap að Hafnargötu 7. Árið 1952 keyptu þau jörðina Þjóðólfstungu og fluttu þangað 1. júní sama ár. Jörðin var að mestu óræktuð og húsakostir lélegir en saman byggðu þau upp jörðina og stunduðu kúa- og fjárbúskap og skiluðu af sér afurðamiklu búi á stórri uppræktaðri jörð þegar þau hættu búskap í Tungu 1. desember 1987 og fluttu þá niður á Skólastíg 12 í Bolungarvík.
...Meira