A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
21.07.2016 - 08:25 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Elísabet Sigurjónsdóttir - Fædd 14. ágúst 1924 - Dáin 1. júlí 2016 - Minning

Elísabet Sigurjónsdóttir (1924 - 2016)
Elísabet Sigurjónsdóttir (1924 - 2016)
Elísabet Sigurjónsdóttir fæddist 14. ágúst 1924 á Þingeyri. Hún lést 1. júlí 2016 á hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík.

Elísabet ólst upp á Granda í Brekkudal í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sveinsson, bakari og bóndi, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir. Elísabet var næstyngst sex systkina sem nú eru öll látin. Þau voru Jóhanna, Haraldur, Gunnar, Gunnlaugur og Jónína. Elísabet gekk í barnaskóla á Þingeyri.


Elísabet fluttist til Bolungarvíkur 1947 og giftist Bernódusi Erni Finnbogasyni, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995. Foreldrar hans voru Finnbogi Kr. Bernódusson og Sesselja Sturludóttir.


Elsa og Berni, eins og þau voru ávallt kölluð, hófu fyrst búskap að Hafnargötu 7. Árið 1952 keyptu þau jörðina Þjóðólfstungu og fluttu þangað 1. júní sama ár. Jörðin var að mestu óræktuð og húsakostir lélegir en saman byggðu þau upp jörðina og stunduðu kúa- og fjárbúskap og skiluðu af sér afurðamiklu búi á stórri uppræktaðri jörð þegar þau hættu búskap í Tungu 1. desember 1987 og fluttu þá niður á Skólastíg 12 í Bolungarvík.

...
Meira
Ný bók á ensku eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum, er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Nefnist hún Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í henni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra...
Meira
Andrés Guðmundsson á Brekku var með stálkjaft, en hjartað var úr skíra gulli, sagði Guðmundur Sören Magnússon.
Andrés Guðmundsson á Brekku var með stálkjaft, en hjartað var úr skíra gulli, sagði Guðmundur Sören Magnússon.

Framhald á viðtalinu við Guðmund Sören.


„Daginn eftir, á nýjársdag, kemur Andrés við hjá okkur eftir hádegið, þegar hann var að fara í fjárhúsin, en þá áttum við heima á Holti og mun þetta hafa verið um áramótin 1964-1965. Fjárhúsin hans voru þar rétt fyrir innan. Andrés biður mig að fylgjast nú með ef hann skyldi vera óvenjulega lengi í húsunum. Það sé svo mikið "svimbur" yfir hausnum á sér, að hann viti ekki nema það líði upp af sér þegar hann fari að beygja sig eftir heyinu fyrir féð. Ég spurði hann þá hvort hann vildi ekki að ég kæmi með honum inneftir og væri hjá honum meðan hann væri að gefa. Nei, andskotinn, það vildi hann ekki, ég gæti setið við eldhúsgluggann og beðið eftir því að hann kæmi úr húsunum. Gamli maðurinn var nú ekkert óvanalega lengi í fjárhúsunum og kom"svimbrið" ekki meira við sögu þann daginn.

...
Meira
20.07.2016 - 08:27 | Vestfirska forlagið

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 
Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 
Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 
Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.

...
Meira
Guðmundur Jón Matthíasson (1959-2016)
Guðmundur Jón Matthíasson (1959-2016)
Guðmundur Jón Matthíasson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 22. desember 1959. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 10. júlí 2016, á 57. aldursári.

Foreldrar Guðmundar Jóns voru Camilla Sigmundsdóttir, húsmóðir, f. 5.8. 1917, d. 14.4. 2012, og Matthías Guðmundsson, vélsmiður og véltæknifræðingur, f. 16.9. 1911, d. 3.6. 1995. Systkini Guðmundar Jóns eru: Jónas, f. 7.5. 1944, og Gerður, f. 10.7. 1954.


Guðmundur Jón kvæntist 3. apríl 1986 æskuunnustu sinni og jafnöldru, Margréti Jónsdóttur, f. 26.12. 1959. Margrét fæddist og ólst upp í Bolungarvík, dóttir hjónanna Jónínu Rannveigar Kjartansdóttur, f. 29.9. 1940, d. 27.11. 2015, og Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, f. 17.10. 1937, d. 15.12. 1995.


Synir þeirra hjóna eru: 1) Matthías, f. 1.8. 1980, kvæntur Svanhildi Björk Jónsdóttur, f. 12.10. 1980. Þeirra börn eru Maríanna Hlíf, Jóel Kári og Aníta Björk. 2) Henrý, f. 20.8. 1992.

...
Meira
Guðmundur Sören Magnússon.
Guðmundur Sören Magnússon.
« 1 af 2 »

Guðmundur Sören Magnússon var víðlesinn og gagnmenntaður maður eins og áður hefur komið hér fram. Þó gekk hann aldrei í annan skóla en Farskólann í Keldudal í nokkrar vikur. Hann kunni að segja frá eins og margir af hans kynslóð. Spurningin er bara hvort sá hæfileiki sé að hverfa með þjóðinni. Vonandi ekki. Þessir karlar og sumar konur, vissu alltaf hvað þeir voru að segja. Frásögnin var hvorki of né van. Guðmundur Sören fór aldrei með fleipur. En húmorinn var á sínum stað.


   Eftirfarandi frásögn má lesa í viðtali við Guðmund Sören í Mannlífi og sögu fyrir vestan 9. hefti þar sem hann segir frá Fiskiðju Dýrafjarðar hf sem gekk undir nefninu Bóla.


 

...
Meira
19.07.2016 - 06:23 | bb.is,Vestfirska forlagið

Útsýnispallar komnir upp við Dynjanda

Útsýnispallurinn við Göngumannafoss. Mynd: Umhverfisstofnun.
Útsýnispallurinn við Göngumannafoss. Mynd: Umhverfisstofnun.
Fyrsta áfanga framkvæmda innviðauppbyggingu Umhverfisstofnunar við Dynjanda er lokið og hafa tveir útsýnispallar hafa verið settir upp við Hrísvaðsfoss og Göngumannafoss.
Ferðafólki sem kemur að Dynjanda hefur fjölgað mjög hratt undanfarin ár með aukinni kröfu um betri innviði við þetta fagra náttúruvætti. Í haust verður framkvæmdum haldið áfram er lagður verður göngustígur að pöllunum og aðstaða bætt á bílastæði. ...
Meira
18.07.2016 - 20:40 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hrós dagsins: - Umsjónarmenn Skrúðs í Dýrafirði fá hrós dagsins

Skrúður í Dýrafirði í byrjun júní 2016. Ljósm.: BIB
Skrúður í Dýrafirði í byrjun júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »
Hrós dagsins fá þau Kristín Álfheiður og Sighvatur Jón á Höfða í Dýrafirði. Og fyrir hvað? Jú, fyrir frábæra umönnun og natni við garðinn Skrúð á Núpi, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi eru kenndir við. Þau eru nefnilega starfsmenn garðsins, svokallaðir Skrúðsbændur, í verktöku. Þau sjá um að yrkja garðinn og halda honum sómasamlegum og til prýðis fyrir gesti og gangandi.
Að sögn Sæmundar Þorvaldssonar telst Ísafjarðarbær eigandi garðsins frá 1996. Er hann rekinn á vegum bæjarins. Í gegnum tíðina hafa að sjálfsögðu margir komið við sögu sem Skrúðsbændur þó þeir verði ekki nafngreindir hér.
En heiður þeim sem heiður ber!...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31