Tærleiki einkennir tónlistina
• Fjölbreytt tónlistardagskrá með verkum Jónasar Tómassonar tónskálds
Sumarkvöld með Jónasi Tómassyni nefnist tónleikadagskrá sem haldin verður á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík í kvöld, þriðjudaginn 26. júlí 2016, og hefst kl. 20.30.
Tónleikarnir eru haldnir af tilefni sjötugsafmælis tónskáldsins og flutt verða einleiks-, einsöngs- og dúóverk frá ýmsum tímum á ferli hans.
Jónas stundaði framhaldsnám í tónlist í Amsterdam á sínum tíma en hefur nú búið á Ísafirði í yfir fjörutíu ár. Þar hefur hann verið kennari, flautuleikari og kórstjóri og séð um tónleikahald fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar.
Meðfram þessu hefur hann verið afkastamikið tónskáld og samið fjölmörg verk af ólíkum toga. Eftir hann liggja hljómsveitarverk, konsertar, kórverk og kammerverk auk fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri. Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgu af fremsta tónlistarfólki hér á landi og sum þeirra hafa komið út á geisladiskum.
...Meira