A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ertu með þingmann í maganum?
Þannig spyr kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um leið og hún auglýsir eftir framboðum í flokksval Samfylkingarinnar í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Flokksval Samfylkingarinnar fer fram dagana 8. - 10. september. Frambjóðendur í flokksvalinu geta þeir verið sem eru félagar í Samfylkingunni og hafa kjörgengi í kjördæminu. Framboðsfrestur er til miðnættis 19. ágúst. Framboðum ásamt meðmælalista skal skila til formanns kjörstjórnar, Geir Guðjónssonar. Nánari upplýsingar í síma 698-1036....
Meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðrreisnar. Hann er tengdasonur Vestfjarða (Önundarfjarðar).
Benedikt Jóhannesson formaður Viðrreisnar. Hann er tengdasonur Vestfjarða (Önundarfjarðar).
Núver­andi rík­is­stjórn gæti vel staðið undir nafn­inu Sér­hags­muna­stjórnin. Veiði­gjald hefur verið lækkað og öllum almenn­ingi er mis­boð­ið. Það verður aldrei sátt um kerfi sem ívilnar útgerð­ar­mönnum og gjaldið er ákveðið af póli­tíkusum og emb­ætt­is­mönn­um. Það er bæði almenn­ingi og útgerð­inni nauð­syn­legt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálg­ast nokkur ein­föld meg­in­sjón­ar­mið. Það er stefna Við­reisnar að afgjaldið ráð­ist á mark­aði þar sem ákveð­inn hluti kvót­ans verði boð­inn upp á hverju ári....
Meira
23.07.2016 - 07:26 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Tengdamamma Dýrafjarðar: - Rak Veitingastofuna Vegamót í 30 ár

Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, tengdamóðir Dýrafjarðar,  er sjötug í dag
Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, tengdamóðir Dýrafjarðar, er sjötug í dag
Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir er sjötug í dag, 23. júlí 2016.
Hún fæddist á Patreksfirði og voru foreldrar hennar Þuríður Petrína Gíslína Þórarinsdóttir frá Patreksfirði og Sveinbjörn Samsonarson frá Þingeyri.
Hún ólst upp í Króknum á Patreksfirði hjá móðurforeldrum sínum, Kristínu og Þórarni, þar sem hún fékk ástríkt uppeldi og átti góð æskuár. Eftir skólagöngu á Patreksfirði hélt hún áfram námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar Húsmæðraskólanum í Reykjavík.
Hún giftist Hannesi Stephensen Friðrikssyni hinn 22. ágúst 1964. Þau eiga fjögur börn, Þórarin, Kristínu, Elfar Loga og Birnu Friðbjörtu. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 6....
Meira
23.07.2016 - 06:31 | Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi,Vestfirska forlagið

Skálholtshátíð á helginni 23. - 24. júlí 2016

Skálholt.
Skálholt.
« 1 af 2 »

Endurheimt votlendis, pílagrímagöngur og ávarp forseta Alþingis verða efst á baugi á Skálholtshátíð í sumar en hún verður að þessu sinni haldin nú á hekginni 23.–24. júlí 2016


Hátíðin verður hringd inn á laugardag kl. 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju en síðan verður messað úti við Þorlákssæti. Eftir hádegi gefst kostur á að skoða uppgraftarsvæðið sunnan kirkju undir leiðsögn Mjallar Snæsdóttur. Klukkan 14:30 verður gengið að Skálholtsbúðum með leiðsögn um grös og fugla þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og frú Vigdís Finnbogadóttir f.v. forseti Íslands taka fyrstu skóflustungur að endurheimt votlendis í landi Skálholts. Sú athöfn hefst kl. 15:00. Kvöldbænir verða kl. 18 í kirkjunni og Sumartónleikar kl. 21 um kvöldið, þar sem leikin verða verk fyrir sello og sembal eftir J.S. Bach.

...
Meira
22.07.2016 - 21:48 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Eiríkur J. Eiríksson

Eiríkur J. Eiríksson
Eiríkur J. Eiríksson
« 1 af 2 »

Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist  22. júlí 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.


Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur.


Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.


Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi

...
Meira
22.07.2016 - 06:43 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Fari það í helvíti, Halli minn!

Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi.
Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi.

Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi eða bara Jón refur, refaskytta á Þingeyri með meiru, var einn af þessum ógleymanlegu, vestfirsku karakterum. Hann átti í rauninni engan sinn líka. Enda gerði maður sér far um að hitta hann og ræða um landsins gagn og nauðsynjar hvenær sem kostur var. Þar kom maður aldrei að tómum kofanum. Og ekki minnist ég þess að hann hafi nokkurn tíma hallmælt eða talað illa um náungann í þeim samtölum.


   Fyrir all mörgum árum voru þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum orðin einu íbúarnir í Lokinhamradal í Arnarfirði. Bjuggu stórbúi á sitt hvorum bænum. Lokinhamraáin á milli bæjanna. Nú var það einhverju sinni, að við Nonni hittumst milli Gamla kaupfélagsins og Salthússins á Þingeyri. Tókum við tal saman eins og alltaf er við hittumst. Þetta var á þeim tíma sem Auðkúluhreppur var og hét.
Gamli rebbi tók svo til orða:

...
Meira
22.07.2016 - 06:40 | Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

Guðni Jónsson.
Guðni Jónsson.
Guðni fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, einn 17 barna Jóns Guðmundssonar, f. 17.9. 1856, d. 8.9. 1941 í Vestmannaeyjum, bónda og formanns þar, og síðari konu hans, Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhr., Árn., f. 1.9. 1867, d. 2.4. 1937 í Vestmannaeyjum.

Faðir hans veiktist og fór Guðni tveggja vikna gamall með móður sinni að Leirubakka í Landsveit. Foreldrum hans tókst að setja saman bú að nýju, en Guðni dvaldi áfram á Leirubakka og ólst þar upp.


Guðni varð stúdent frá MR 1924 og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1930. Hann var um tíma við nám í Kaupmannahöfn 1928 og aftur 1937.

...
Meira
21.07.2016 - 12:51 | bb.is,Vestfirska forlagið

Þverun Dýrafjarðar hafði ekki áhrif á tegundaauðgi

Dýrafjarðarbrú fyrir miðri mynd.
Dýrafjarðarbrú fyrir miðri mynd.
Tæplega aldarfjórðungur er frá því að Dýrafjörður var þveraður við Lambadalsodda. Samkvæmt nýlegri rannsókn á botndýrasamfélögum fyrir innan og kemur fram að tegundaauðgi hafi ekki breyst markvert innan og utan þverunar. Rannsókninni var stýrt af dr. Þorleifi Eiríkssyni, fv. forstöðumanni Náttúrustofu Vestfjarða. 
Vegurinn yfir Dýrafjörð var opnaður árið 1992 og áður en þverunin var gerð fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á umhverfinu....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31