A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
30.07.2016 - 16:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Morgunklúbbur „heldri“ borgara á Þingeyri:- Þar er sko ekkert knífirí með kandísinn!

Hinn þekkti morgunklúbbur í sundlauginni á Þingeyri. Hann hefur meira að segja komið í blöðunum! Ljósm. Kristján Ottósson frá Svalvogum.
Hinn þekkti morgunklúbbur í sundlauginni á Þingeyri. Hann hefur meira að segja komið í blöðunum! Ljósm. Kristján Ottósson frá Svalvogum.

Heitu pottarnir í sundlaugum landsins eru svolítið sér á báti. Þar myndast oft sérstök umræðustemmning og tengsl milli manna. Bornar eru saman bækurnar og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Lands- og heimsmálin oft rædd og jafnvel krufin til mergjar.


   Sundlaugin á Þingeyri, heiti potturinn og kaffiborðið þar er einmitt í þeim dúr.  Ekkert knífirí með kandísinn á þeim bæ! Þar hittast „heldri“ borgarar bæjarins og nærliggjandi hreppa fimm virka morgna vikunnar. Þetta fólk, sem er á ýmsum aldri, er uppfullt af lífsspeki og reynslu. Jafnvel spekingar koma þar við sögu. Svo koma náttúrlega ýmsir aðrir gestir og gangandi og bregða birtu yfir samkvæmið.

...
Meira
30.07.2016 - 11:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Fréttablaðið

Tengdasonur Vestfjarða - Árni Sigfússon stjórnsýslufræðingur – 60 ára - 30. júlí 2016

Árni Sigfússon, tengdasonur Vestfjarða (Önundarfjarðar) og Bryndís Guðmundsdóttir sem á ræturnar að Hesti í Önundarfirði.
Árni Sigfússon, tengdasonur Vestfjarða (Önundarfjarðar) og Bryndís Guðmundsdóttir sem á ræturnar að Hesti í Önundarfirði.
« 1 af 2 »

Uppskriftin að árangri er frekar einföld


Árni Sigfússon fæddist í Goðasteini í Vestmannaeyjum 30. júlí 1956 og bjó með fjölskyldunni í Eyjum til 12 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1981 og meistaraprófi í stjórnun og opinberri stjórnsýslu í Bandaríkjunum 1986. Árni stundaði fiskvinnslu, sjómennsku og byggingarvinnu í Vestmannaeyjum flest námsárin, var stundakennari við Vogaskóla 1974-78, blaðamaður á Vísi 1980-81, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-84, aðstoðarmaður við rannsóknir við University of Tennessee 1985-86, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar 1986-88, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1989-99, borgarfulltrúi í Reykjavík 1986-98, borgarstjóri 1994 og leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1994-98. Hann var framkvæmdastjóri Tæknivals 1999-2001, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ frá 2002 og bæjarstjóri 2002-2014....
Meira
30.07.2016 - 08:57 | bb.is,Vestfirska forlagið

Talsvert tjón í Dýrafirði vegna of hárrar spennu

Mjólkárvirkjun
Mjólkárvirkjun
„Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um tjón í Dýrafirði á miðvikudaginn vegna þess að of há spenna fór inn á dreifikerfið,“ segir Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða í samtali við BB nú í morgunsárið. Hann segir þetta hafa orsakast þannig að vegna vinnu við endurnýjun vélbúnaðar í Mjólkárvirkjun hafi þurft að keyra varaaflsvél á Þingeyri en við innsetningu eftir vélakeyrslu virkaði ekki spennumæling þannig að of há spenna fór tímabundið inn á kerfið áður en náðist að bregðast við. ...
Meira
30.07.2016 - 08:00 | Vestfirska forlagið,Fréttablaðið

Ímyndunaraflið ræður við sandkastalagerð

« 1 af 2 »

Sandkastalakeppnin í Holti fer fram í dag, laugardaginn 30. júlí 2016, við Holtsbryggju í Önundarfirði í tuttugasta sinn. Einstakur sandur og góð skilyrði gera ströndina að tilvöldum stað fyrir slíka keppni. Séra Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur í Holti, sem heldur utan um keppnina, á von á 200 manns.


Í dag verður haldin Sandkastalakeppni í Holti í tuttugasta sinn. Keppnin fer fram í kringum Holtsbryggju í Önundarfirði á Vestfjörðum. Séra Fjölnir Ásbjörnsson hefur séð um keppnina seinustu ár og hann segir að það megi búast við fleiri hundruð manns.

...
Meira
29.07.2016 - 12:56 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Standa eða falla Vestfirðir með framlögum frá ríkinu?

Aflaskipið Guðbjörg.
Aflaskipið Guðbjörg.
Það er nokkuð undarlegur Vestfjarðasöngur í fjölmiðlum þessi misserin: Alls staðar kveður við þann tón að ríkið þurfi að skaffa meira af peningum til Vestfjarða. Það virðist ekkert hægt að gera nema ríkissjóður komi við sögu. Hvar er nú hinn vestfirski þróttur og uppbyggingargleði sem hér var ríkjandi á árum áður? 
Á Vestfjörðum voru þróttmestu sjávarútvegsfyrirtæki landsins um árabil. Menn treystu fyrst og fremst á sjálfa sig....
Meira
29.07.2016 - 12:43 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Strompleikurinn á Núpi

Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
« 1 af 4 »

Frá því er að segja að nokkrir fróðleiksþyrstir ferðamenn hafa verið að spyrjast fyrir um hvers vegna stóri strompurinn var reistur við nýja skólahúsið á Núpi. Bygging þessi var reist á tímum Arngríms Jónssonar skólastjóra um 1970. Engin smá smíði strompurinn sá sem sjá má á meðf. mynd.


   Nú hafa þeir sem betur vita og muna frætt okkur um þetta mál. 

...
Meira
Kofrinn í Álftafirði. Á gönguhelgi í Súðavík eru göngur af öllum gerðum.
Kofrinn í Álftafirði. Á gönguhelgi í Súðavík eru göngur af öllum gerðum.
Gönguhelgi í Súðavík fer fram nú á verslunarmannahelginnni og eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í boði. 
Framtakið er samvinnuverkefni Súðavíkurhrepps, göngufélags Súðavíkur, gönguklúbbsins Vesens og vergangs og Eyvindar ehf. 
Dagskráin hefst í  gærkvöldi, fimmtudag, og stendur á sunnudaginn 1. ágúst. Í boði verða gönguferðir af öllum gerðum í og við Álftafjörð og nágrenni, en einnig er boðið uppá minigolf og heimsókn í Melrakkasetrið í Súðavík. Þar verður einmitt kvöldvaka í kvöld með upplestri og tónleikum. Á morgun er á dagskrá síðdegisganga inn í Valagil og önnur upp á Kofra í leiðsögn Barða Ingibjartssonar í Súðavík, en hann er líklega sá maður, lífs eða liðinn, sem oftast hefur gengið á Kofrann....
Meira
29.07.2016 - 10:28 | bb.is,Vestfirska forlagið

Hlynur Þór og Ingibjörg hlutu viðurkenningar Reykhólahrepps

Hlynur Þór Magnússon.
Hlynur Þór Magnússon.
Hlynur Þór Magnússon sagnfræðingur og blaðamaður hlaut viðurkenningu Reykhólahrepps fyrir gott starf í þágu hreppsins undanfarin ár. 
Hann hefur meðal annars séð um vef Reykhólahrepps frá vorinu 2008. Þar hefur hann, og gerir enn, skrifað fréttir og annan fróðleik af mikilli seiglu og óhætt að segja að hann skrifi bæði vandaðar og áhugaverðar fréttir enda hefur vefurinn verið einn sá öflugasti og mest sótti sveitarfélagsvefur landsins miðað við fólksfjölda. Hann ætti að vera lesendum BB kunnugur en hann var fyrsti blaðamaður Bæjarins besta í fullu starfi, var ritstjóri Vestfirska fréttablaðsins í átta ár og síðar ritstjóri fréttavefjarins bb.is nokkur fyrstu árin. Hann kenndi við Menntaskólann á Ísafirði í liðlega tvo áratugi. Eftir að hann fór frá Ísafirði skrifaði hann mikinn fjölda opnuviðtala fyrir Bæjarins besta. Blaðamannsferil sinn byrjaði Hlynur á Morgunblaðinu á skólaárum tvítugur að aldri. ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31