Morgunklúbbur „heldri“ borgara á Þingeyri:- Þar er sko ekkert knífirí með kandísinn!
Heitu pottarnir í sundlaugum landsins eru svolítið sér á báti. Þar myndast oft sérstök umræðustemmning og tengsl milli manna. Bornar eru saman bækurnar og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Lands- og heimsmálin oft rædd og jafnvel krufin til mergjar.
Sundlaugin á Þingeyri, heiti potturinn og kaffiborðið þar er einmitt í þeim dúr. Ekkert knífirí með kandísinn á þeim bæ! Þar hittast „heldri“ borgarar bæjarins og nærliggjandi hreppa fimm virka morgna vikunnar. Þetta fólk, sem er á ýmsum aldri, er uppfullt af lífsspeki og reynslu. Jafnvel spekingar koma þar við sögu. Svo koma náttúrlega ýmsir aðrir gestir og gangandi og bregða birtu yfir samkvæmið.
...Meira