A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn. Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu
Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn. Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu
« 1 af 2 »
Ný bók á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Bókin er eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og nefnist Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í tilkynningu frá Vestfirska forlagin segir að þar með hafi Vestfirðingar og Austfirðingar tekið höndum saman um almennar leiðbeiningar vegna ferðalaga um Ísland.

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum.

Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra. Auk margvíslegra hagnýtra upplýsinga fyrir ferðafólk er í bókinni leitast við að fræða um tengsl náttúru, þjóðar og tungu hérlendis. Gamansamar og lýsandi teikningar eftir Ómar Smára Kristinsson greiða efninu leið til lesenda.

Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn.

Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf nauðsynlega að vita um Ísland áður en hann leggur landið undir fót. Sennilega hefðu margir Íslendingar einnig gott af að kynna sér þessa handhægu bók!

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31