175 ÞÚSUND FERÐAMENN Í SEPTEMBER
Um 175 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 42,5% milli ára.
Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga en mikil aukning hefur mælst alla mánuði ársins milli ára eða 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar, 38,1% í mars, 32,5% í apríl, 36,5% í maí, 35,8% í júní, 30,6% í júlí og 27,5% í ágúst. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,3 milljón eða 33,9% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til september árið 2015.
...Meira