05.10.2016 - 21:15 | Vestfirska forlagið,Skessuhorn
Bókaloftið styrkir barnastarf Umf. Íslendings
Á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri er Bókaloftið rekið en það er góðgerðamarkaður með notaðar bækur.
Frumkvöðullinn að verkefninu og umsjónamaður þess er Ásdís B. Geirdal, tengdadóttir Dýrafjarðar, einnig þekkt sem Dísa í Lækjartúni.
Þann 17. september síðastliðinn átti Bókaloftið eins árs afmæli og af því tilefni gaf Dísa allan ágóða síðasta árs, 120.000 krónur, til Ungmennafélagsins Íslendings. Þar mun upphæðin koma í góðar þarfir og nýtast vel til uppbyggingar í frjálsum íþróttum og boltagreinum barna. „Stjórn Ungmennafélagsins vill nýta tækifærið og færa henni innilegustu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir í tilkynningu frá Umf. Íslendingi.
Skessuhorn greinir frá.