A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.10.2016 - 21:15 | Vestfirska forlagið,Skessuhorn

Bókaloftið styrkir barnastarf Umf. Íslendings

Tengdadóttir Dýrafjarðar, Ásdís B. Geirdal er frumkvöðullinn að Bókaloftinu. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Tengdadóttir Dýrafjarðar, Ásdís B. Geirdal er frumkvöðullinn að Bókaloftinu. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri er Bókaloftið rekið en það er góðgerðamarkaður með notaðar bækur.

Frumkvöðullinn að verkefninu og umsjónamaður þess er Ásdís B. Geirdal, tengdadóttir Dýrafjarðar, einnig þekkt sem Dísa í Lækjartúni.

Þann 17. september síðastliðinn átti Bókaloftið eins árs afmæli og af því tilefni gaf Dísa allan ágóða síðasta árs, 120.000 krónur, til Ungmennafélagsins Íslendings. Þar mun upphæðin koma í góðar þarfir og nýtast vel til uppbyggingar í frjálsum íþróttum og boltagreinum barna. „Stjórn Ungmennafélagsins vill nýta tækifærið og færa henni innilegustu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir í tilkynningu frá Umf. Íslendingi.

 

Skessuhorn greinir frá.



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31