03.10.2016 - 15:10 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir
		
	Örnefnavefur Fornminjafélags Súgandafjarðar opnaður
	
		
		Nýlega var formlega opnaður Örnefnavefur Fronminjafélags Súgandafjarðar. 
Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði sem hefur leitt verkefnið frá upphafi hleypti kynningunni úr hlaði og flutti afar fróðlegan fyrirlestur um aðdraganda verksins og framvindu þess. Sagði hann m.a. frá því hvernig hann hefur farið í gegnum allar örnefnaskrár, kort og heimildir og rætt við staðkunnuga til að afla sem bestra upplýsinga.
Með þessu verki er búið að koma á einn stað öllum þekktum örnefnum fjarðarins á svæðinu frá Sauðanesi til Öskubaks og frá fyrstu tíð til dagsins í dag.
Hægt er að að fletta í opnum ljósmyndavef Ljósmyndahópur Fornminjafélagsins Á Örnefnavefnum má sjá á ljósmyndum nákvæma staðsetningu allra eða langflestra örnefna fjarðarins.
Til viðbótar hefur Birkir einnig tekið saman þekktar göngu- og reiðleiðir og fiskimið. Allt er þetta aðgengilegt á vefnum. Um er að ræða merkan áfanga í sögu fjarðarins og einstætt verk og ómetanlega vinnu fyrir menningarsögu Súgandafjarðar.
Slóðin er :
Myndirnar tók Valdimar Hreiðarsson
		
	
	
	
	
	
Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði sem hefur leitt verkefnið frá upphafi hleypti kynningunni úr hlaði og flutti afar fróðlegan fyrirlestur um aðdraganda verksins og framvindu þess. Sagði hann m.a. frá því hvernig hann hefur farið í gegnum allar örnefnaskrár, kort og heimildir og rætt við staðkunnuga til að afla sem bestra upplýsinga.
Með þessu verki er búið að koma á einn stað öllum þekktum örnefnum fjarðarins á svæðinu frá Sauðanesi til Öskubaks og frá fyrstu tíð til dagsins í dag.
Hægt er að að fletta í opnum ljósmyndavef Ljósmyndahópur Fornminjafélagsins Á Örnefnavefnum má sjá á ljósmyndum nákvæma staðsetningu allra eða langflestra örnefna fjarðarins.
Til viðbótar hefur Birkir einnig tekið saman þekktar göngu- og reiðleiðir og fiskimið. Allt er þetta aðgengilegt á vefnum. Um er að ræða merkan áfanga í sögu fjarðarins og einstætt verk og ómetanlega vinnu fyrir menningarsögu Súgandafjarðar.
Slóðin er :
https://fornminjafelag.smugmug.com/ORNEFNASKRA
Myndirnar tók Valdimar Hreiðarsson


		
		
		
















