A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
02.10.2016 - 20:32 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

Halldór Kristjánsson (1910 - 2000)
Halldór Kristjánsson (1910 - 2000)

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.


Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.


Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.


Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.


Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961.

...
Meira
02.10.2016 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vestfirsku Alparnir: - Mörg örnefnin þar eru hreint stórkosleg orðasmíð!

Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

Fleiri en marga grunar hafa áhuga á íslenskum örnefnum. Það sýndi til dæmis sá mikli áhugi sem Þórhallur heitinn Vilmundarson prófessor tendraði og uppvakti hjá þjóðinni hér um árið. Þá hélt hann marga fyrirlestra í stærstu samkomuhúsum fyrir fullum sal um náttúrunafnakenningu sína. Troðfyllti Háskólabíó meira að segja nokkrum sinnum.


   Nú skulum við rifja upp til gamans nokkur náttúru- og bæjanöfn hér í Vestfirsku Ölpunum.


 Byrjum á mótum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna á Langanesi í Arnarfirði.

...
Meira
01.10.2016 - 21:01 | Blaðið - Vestfirðir,Vestfirska forlagið,Leifur Reynisson

Þegar hirðusemi var dyggð

« 1 af 3 »
Nokkuð utarlega við norðanverðan Dýrafjörð stendur gamalt eyðibýli á fornri bújörð sem nefnist Arnarnes. Þar var löngum tvíbýlt og stundum þríbýlt þó ekki væri jörðin stór enda sóttu Arnarnesbændur sjóinn stíft eins og lenska var meðal Vestfirðinga. Ekki er laust við að eyðibýlið veki sterk hughrif og stórbrotið landslagið gerir upplifunina enn magnaðri. Í gegnum aldirnar gengu menn til verka og áttu saman gleðiog sorgarstundir en nú ber allt merki fallvaltleikans. Steinsteypt íbúðarhúsið er hrörlegt orðið og útihúsin ekki annað en tóftir. Úti fyrir breiðir hafið úr sér við fjarðarminnið en fjallið Óþoli gnæfir yfir öllu eins og sá sem valdið hefur. Fátt rýfur kyrrðina nema náttúran sjálf sem ræður hér ríkjum....
Meira
30.09.2016 - 21:37 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

Akfært fyrir Dýrafjörð árið 1954

Emil Ragnar Hjartarson talar.
Emil Ragnar Hjartarson talar.
« 1 af 2 »
Í september árið 1954 var lokið merkum áfanga í vegagerð á Vestfjörðum. Vinnuflokkur Þorsteins Ólafssonar lauk tengingu við veg sem þá var kominn út fyrir brúna á Hvalláturdalsá. Þar með akfært fyrir Dýrafjörð. 
Síðasti kaflinn, yfir Ófæruna, hafði reynst erfiður viðfangs vegna aurbleytu , gekk illa þangað til fenginn var "tíuhjóla trukkurinn" sem var til á Flateyri með drif á öllum þrem hásingunum. Hann flutti möl í svaðið svo öðrum vörubílum varð fært. Þennan GMC trukk (gemsar voru þeir kallaðir) áttu ýmsir. Þegar þetta var minnir mig að Þórður Sveins og Gunnar á Vífilsmýrum hafi átt hann. Í dagslok, kl 19, voru nokkrir metrar eftir. Þorsteinn verkstjóri leyfði okkur að klára um kvöldið. Það var ekki klippt á borða, kannske ekki búið að finna þess konar serímoníu upp. Hins vegar fórum við á einum vörubíl til Þingeyrar, stóðum á pallinum meðan ekið var niður á pláss og höfðum hátt.....
Meira
30.09.2016 - 07:09 | Fréttablaðið,Vestfirska forlagið

50 ár frá upphafi Sjónvarpsins á Íslandi

Upphaf Sjónvarpsins - 30. september 1966.
Upphaf Sjónvarpsins - 30. september 1966.
Götur tæmdust á höfuðborgarsvæðinu fyrsta útsendingarkvöld íslenska sjónvarpsins þennan mánaðardag fyrir 50 árum, þann 30. september 1966. 
Það hófst klukkan 20 með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. 
Næst á dagskrá var blaðamannafundur með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, spyrjendur voru Ólafur Hannibalsson og Andrés Kristjánsson, ásamt Eiði Guðnasyni sem stýrði umræðum. 
Fleiri atriði fylgdu á eftir svo sem kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, lestur Halldórs Laxness úr Paradísarheimt, skemmtiþáttur með Savannatríóinu og sakamálaþátturinn Dýrlingurinn....
Meira
29.09.2016 - 12:44 | Vestfirska forlagið,Dýrfirðingafélagið

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 1. október


Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin 
laugardaginn 1. október 2016  

í Stangarhyl 4, 112 Reykjavík

Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00

Forréttur

Forréttardiskur með graflaxrós, hvítlauksristuðum humar, teriyaki lax, paté og parmaskinku

Aðalréttur

Steikarhlaðborð með glóðarsteiktu lambalæri og hunangsgljáðum kalkún, madeirakremsósu, ristuðu fersku grænmeti með basil og fersku sumarsalati með mangóchilí dressingu

Kaffi og konfekt

Hljómsveitin Hafrót spilar undir borðhaldi og leikur fyrir dansi að málsverði loknum

Veislustjórar eru þær Gyða Hrönn Einarsdóttir og Þuríður Steinarsdóttir

Minni Dýrafjarðar flytur Rakel Ragnarsdóttir

Mikael Tamar flytur frumsamin lög við undirleik Bjarna Kristins

Eldhúskvartettinn 28, sem þeir Steinþór Vigfús Tómasson,

Jón Júlíus Tómasson, Grétar Ingi Símonarson og Ragnar Gunnarsson skipa, syngur nokkur lög við undirleik Tómasar Jónssonar

Skemmtiatriði, happdrætti, glens og gleði !

Miðaverð kr. 6.900,- 

Sala aðgöngumiða verður í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 – 19:00. Hægt er að taka frá sæti og borð, fyrstur kemur fyrstur fær ! Posi á svæðinu. Einnig er hægt að panta miða hjá Bergþóru í síma 578 9520 og 824 1958 og á netfangi bergtora.vals@gmail.com

Eftir borðhald og skemmtun verður selt á ballið eins og hægt er plássins vegna á 2000 krónur á mann.

.
...
Meira
29.09.2016 - 09:07 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vest­f­irðir verði ríkt sam­fé­lag

Bílddælingurinn Matth­ías Garðars­son. Ljósm.: mbl.is/%u200BStefán Ein­ar
Bílddælingurinn Matth­ías Garðars­son. Ljósm.: mbl.is/%u200BStefán Ein­ar

Inn­an ára­tug­ar munu út­flutn­ings­tekj­ur af lax­eldi á sunn­an­verðum Vest­fjörðum geta numið 50 millj­örðum króna á ári. Þetta er mat Matth­ías­ar Garðars­son­ar, stofn­anda Arn­ar­lax, en hann hef­ur fjög­urra ára­tuga reynslu á vett­vangi at­vinnu­grein­ar­inn­ar.


„Ég hef trú á því að auðveld­lega megi fram­leiða 50 þúsund tonn af fiski á ári á þessu svæði án þess að raska um­hverf­inu um of. Þetta gæt­um við séð ger­ast í kring­um árið 2025. Verði það að veru­leika munu út­flutn­ings­tekj­ur grein­ar­inn­ar bara á sunn­an­verðum Vest­fjörðum nema 50 millj­örðum króna,“ seg­ir Matth­ías.


Sömu mögu­leik­ar í Ísa­fjarðar­djúpi

...
Meira
29.09.2016 - 08:16 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jón Sigurðsson, 22 ára stúdent, hélt með skipi frá Hafnarfirði til Kaupmannahafnar þann 29. september 1833, þar sem hann bjó síðan. 
Skipið hreppti slæmt veður en kom að landi við vestanvert Jótland. 

Jón komst til Hafnar fyrir jól en fór ekki aftur til Íslands fyrr en tólf árum síðar, þegar endurreist Alþingi tók til starfa....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31